20.7.2008 | 22:21
Blogg!
Jæja, þá er fyrirhuguð ferð á Klakann í "vinnufrí" 27.ágúst til 1.september eða svo. Fer eftir því hvort Iceland Express eigi pláss fyrir mig í síðdegisvélinni á sunnudeginum 30.ágúst. Það er auðvitað ekki fyrir hvítan mann að rísa úr rekkju kl. 04 til að ná flug til Evrópu! Þá er bara að athuga Icelandair og fá sig öppgreidaðann til Saga Class með vildarpunktum.
Á DR1 var ansi gott myndefni á ferðinni í kvöld. Fræðslumynd um áróðursmeistara Hitlers, Göbbels. Skemmtilega sett upp í dagbókarstíl. Nokkrar stormræður Hitlers og Göbbels voru sýndar. Næsta sunnudag verður Göring tekinn fyrir. Alltaf gaman að sjá vel gert efni um geðveilu Nasista - en samt snilldargáfu, enda er mjög stutt á milli geðveiki og snilligáfu og er munurinn bara árangur. Fræðslumyndinni var fylgt eftir með klassíker. Per qualche dollaro in piú eða For a few dollars more. Clint Eastwood og Lee van Cleef fara auðvitað á kostum í þessum klassíker.
Fékk nýjan síma um daginn. Læsti óvart Motorola símanum mínum og ætlaði að fá 3G til að opna hann fyrir mig. Fór í 3G búðina á Vesterbrogade 50. Þar vinnur strákur einn sem er að vera heyrnarlaus. Búðin liggur mjög nálægt götunni, og alltaf er opið út. Mikill hávaði myndast við þetta - þá sérstaklega þegar sírenuvælið þeysist um götuna. Hann öskraði á mig allan tímann, án þess að átta sig á því að hljóðmengunin væri yfir hættumörkum. Hann sagði mér að fá nýjan og bauð mér einhvern síma sem mér leist ekki á. Þá spurði hann hve mikið ég nota símann. Tja, 3-4þ DKK á mánuði. Núnú....veldu þér síma - hann valdi að vísu Nokia 6500 Classic fyrir mig án þess að ég sagði nokkuð. Víst rándýr sími með öllu draslinu sem ég hef engin not fyrir.
Það er orðið magnað hvað það eru margir aumkunarverðir bloggarar hérna á mbl.is. Þá meina ég þá sem hafa ekkert annað að segja en að þeir sem eru ekki sammála þeim, séu bara fífl og fávitar. Ef þú kemur Ísrael eða USA (Bush) til varnar þá ertu bara heimskingi. Kemur ekki á óvart að allt eru þetta mannvitsbrekkur á öfga vinstrivængnum sem eiga margt ólært - eða munu aldrei læra neitt.
Af hverju fara vinstrimenn alltaf upp á há-céið þegar þeir eru ekki sammála? Af hverju kalla þeir alltaf það fólk fífl, fávita, idióta eða álíka nöfnum? Eru vinstrimenn yfirleitt þroskað fólk? Vitibornir menn? Eða er þetta bara hrætt og bælt fólk sem á erfitt heimafyrir?
Ég ætla samt að taka fram að tuð er bannað á þessari bloggsíðu - og þá sérstaklega frá vinstrimönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 21:01
Fréttaflutningur á CNN.
Á CNN var verið að tilkynna að Michael Vick, einhver mannvitsbrekka í ameríska fótboltanum, sé orðinn gjaldþrota. Það er ekki frásögufærandi nema að CNN segir að hann hafi tjáð þeim að hann skuldi á milli $10m og $50m dollara. Hmmmmm......nokkur hundruð milljónir í skekkjumörk eru jú ekkert á milli vina! Held að endurskoðandinn minn myndi nú ekki sætta sig við svona yfirlýsingar frá mér!?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 09:34
Egyptaland
Tha erum vid bunir ad heimsaekja Kairo og pyramidana. Flugum med EuroCypria fra Pafos til Kairo sem er um 55min flug. I fyrsta skiptid i morg ar thar sem eg er thatttakandi i turistagrupppu sem faerist eins og hopur af saudfe. Mikil oryggisgaesla var med rutunum fjorum sem fluttu okkur um Kairo. Oryggisvordur med aevigamla velbyssu, orugglega Kalishnikov, sat i rutunni allan timan med okkur.
Tourism & Antique Police sa svo um ad ruturnar komust leidar sinnar an stopps. Mikid i hufi fyrir Egyptana ad ferdathjonustan dafni thar a ny. Forum ad pyramidunum. Mjog athyglisvert fyrir utan areitid a solumonnunum sem letu mann einfaldlega ekki i fridi. Pyramidarnir i Kairo eru allt odruvisi en their sem eru i Teotihuacan, meira skipulag i Mexiko. Forum sidan ad Sphinx-num. Ekki jafnstor eins og madur bjost vid, en stor samt. Magnad ad sja thetta og taka fullt af myndum. Thaer koma seinna. Eftir pyramidana forum vid i Papyrussafn og Egypska thjodminjasafnid. Saum thar nokkra Ramses mumiur og fjoldan allan af munum fra xxxx BC.
Peningaplokkid var i algleymingi tharna. Evrurnar fuku ur vosunum. Athyglisvert at Egyptarnir vildu ekki sja eigin gjaldmidil. Euro, $ eda Kypur pund voru malid. Egypska pundid (LE) er kannski ekki thad hardasta i heimi, eins og ISK en 100 ISK eru um 15 LE.
Ferdin var long og strong, voknudum kl. 3 ad nottu og flugid var kl. 8.30. Vorum svo lentir aftur a Kypur a midnaetti og a hotelinu um kl. 2.30.
Athyglisvert var ad heyra leidsogukonuna sem var Egypti segja ad Egyptaland og Arabar hafi unnid Yom Kippur stridid i oktober 1973. Ein adalgata Kairo heitir October 6th Street til heidurs meintum sigri og er dagurinn lika Thjodhatidardagur Egypta. Their halda hann tho ekki lengur hatidlegan eftir ad Anwar el-Sadat var myrtur a thessum degi arid 1981. Storkostleg stadreyndarvilla, en ekki stadur ne stund ad leidretta konuna. Samt magnad hvernig arabar skilgreina sigra, thegar thad er algerlega keyrt yfir tha.
Meira sidar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 11:33
Djamm í Köben
The Sideliner mætti til Kaupmannahafnar í gær. Það er ekki frásögu færandi nema að það var djammað hart fram eftir nóttu, m.a. var Skipperkroen á Nyhavn heimsótt þar sem við stóðum fyrir fjörinu með þvi að mata írska trúbadorinn af lagahugmyndum. Staðurinn fylltist á augabragði, enda miklir gæðamenn í lagavali ég og Sideliner.
Endaði nóttin þannig að ég fór heim um 02:30, enda alltof kúltíveraður og skynsamlegur. Sideliner ætlaði að koma seinna, og ég átti að skilja eftir opið. Kl. 05:30 vakna ég og sé að Sideliner er ekki mættur. Fatta ég að ég hafði gleymt að skilja útihurðina opna fyrir kauða. Ekkert bólar á Sideliner og um kl. 09 fer ég að skoða netmiðlana til að athuga hvort eitthvað hræ hafi fundist fljótandi í kanölunum hér, eða að einhverjir mára og múlattar hafi stungið einhvern á Strikinu.
Um kl. 10 sá ég þetta svo á www.ekstrabladet.dk:
Mand voldtaget af mand i morges
En mand blev tidligt søndag morgen overfaldet, mishandlet og udsat for voldtægt af en anden mand i en trappeopgang....
Síðan áttaði ég mig á að þetta var í Stokkhólmi alllangt í burtu.
Ekki svaraði heldur GSM síminn hans þannig að ekki gat ég fengið svör um hvort Sideliner hafi verið fórnarlambið!!
En, Sideliner lét svo sjá sig um hádegið illa sjúskaður. Hafði þá hann verið fórnarlamb þess að ætla koma fyrr heim en áætlað, en ég hafði víst dottað og gleymt að skilja eftir opið þannig að hann komst ekki inn. Ekki virkaði bjallan heldur...atriði sem ég gleymdi að segja Sideliner frá!
Nú er það svo bara Kýpur í fyrramálið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 19:41
Egypt By Air
Fékk góðan tölvupóst frá umboðsfólki okkar í Kýpur í morgun. "Egypt By Air" complimentary for two persons! Eyði sem sagt nk. þriðjudegi í Egyptalandi...BRILLLLLLLLÍANT! Eini gallinn; þurfum að vakna eldsnemma til að fara í rútu frá Agia Napa til Paphos og svo aftur við komu. En, eins og ég hef nefnt áður, þá er bara mikilvægt að hafa nóg af G&T við hliðina á sér.
Það verður spennandi að sjá hvort The Sideliner geti haldið að sér og sleppt því að "rökræða" stjórnmál við Egyptana, rétt á meðan maður er að smella myndum af pýramídunum, þannig að maður komist aftur heilu höldnu aftur til Kýpur...í meira G&T.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 21:43
Dregur að Kýpurferð
- Þá styttist í Kýpurförina með The Sideliner. Kemur svo í ljós í vikunni hvort við getum farið í dagsferð til Egyptalands, Kaíró, og séð m.a. pýramídana sem eru ekki svo langt frá borginni. Förum annars af stað til Kýpur eldsnemma á mánudagsmorguninn 5.maí. Ætli maður fái sér ekki G&T í morgunmat, í hádegismat og svo kannski einn eða tvo fyrir kvöldmatinn.
- Nýr Carlsberg og Tuborg litu dagsins ljós ekki fyrir löngu síðan hér í Danmörku. Carlsberg og Tuborg Lite. Ekki mikið um það að segja, annað en ÓDREKKANLEGT!
- Liverpool vinnur svo 3:1 á stamford bridds nk. miðvikudag og mætir Barcelona í úrslitum í Moskvu.
- Greyið Sóley Tómasdóttir. Nú á loksins að leggja niður þessa furðulegu stofnun sem mannréttindastofa Rvíkur er. Hún var þar í áskriftarvinnu umhverfisfasista. Sóley er einhver sú forskrúfaðasta í menningunni í dag, eða eins og hún sagði svo eftirminnlega í Silfri Egils um árið; DÖÖÖÖÖHHH!
- Sumarið er að koma hingað til Danmerkur. Rétt undir 20°C hita hérna yfir daginn núna en ennþá kalt á næturna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 07:14
Where is the chaos I'm reading about?
Ég átti nú leið þarna um frá Kaupmannahöfn með British Airways laugardaginn 29/3 og svo aftur tilbaka 31/3. Verð nú að segja eins og er að BA er flott flugfélag og flugstöðin er frábær. Engar tafir á neinu, nema hvað að einkennilegt hvað Bretinn er þver varðandi það að opna fleiri öryggishlið þegar það myndast laaaaaaaaaaaaangar raðir.
Mínútu bið við innritun og enginn biðtími eftir töskunum. Maður spurði bara flugfreyjurnar og stelpurnar við innritunina - where is the chaos I'm reading about in the papers?
Einhver flottasta flugstöð sem ég hef komið inn í og flottar verslanir.
Kannski var ég bara svona heppinn?
British Airways aðhlátursefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 21:37
Dálítið Af hverju
Af hverju er Derby svona lélegt? Gátu ekki einu sinni unnið Everton!
Af hverju er Fjallagrasa-Jón Bjarnason svona hrútleiheiðinlegur og með ólíkindum vitlaus? Þarfnast enga útskýringa
Af hverju eru Vinstir-grænir svona ruglaðir....almennt?
Af hverju er Arsene Wenger svona pirraður? Það er eins og hann hafi ekki unnið neitt síðustu árin!
Af hverju er Förguson ALLTAF að rífast í dómurunum eftir hvern einasta leik? Alltaf þegar úrslitin henta ekki verður karlgreyið brjálaður út í dómarana!
Bloggar | Breytt 7.4.2008 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 22:14
Í Liverpool um helgina!
Þá er maður kominn heim frá London eftir mjög svo góða ferð til Englands og Liverpool, þar sem leikur Liverpool og Everton var hápunkturinn. Mættum til London á laugardagsmorgun og tókum svo lest til Liverpool. Flogið var með British Airways til TERMINAL 5 á Heathrow. Eftir fljótt tékk út, tókum við Heathrow Express til Paddington Station. Eftir að hafa klórað okkur vandlega í hausnum yfir Metroyfirlitskortinu (sem er í fyrstu algerlega óskiljanlegt), var haldið til Euston Square þar sem lestin til Liverpool fer frá. GBP 66 fyrir London-Liverpool-London. Komum til Liverpoolborgar eftir þriggja tíma ferðalag og tékkuðum inn á International Inn á South Hunter Street, en við höfðum pantað fína íbúð fyrir GBP 70 á mann í tvær nætur. Fluttum okkur að vísu í hótelherbergi, þar sem eitthvað hafði
pöntun okkar ruglast þar sem við fengum ekki twin herbergi og búið var að stela sjónvarpinu úr íbúðinni. Á leikdegi var haldið snemma af stað til Anfield, eða 5 tímum fyrir leik. Var setið á The Park alllengi og stemmingin fengin í beint í æð. Mjög mikið um Norðmenn og Íslendinga...og einhverjir Danir. Svo hófst leikurinn - eftir að YNWA hafði verið kyrjaður út í eitt! Sátum á langhliðinni fjarri The Kop og heyrðum eiginlega of mikið í stuðningsmönnum Everton...en hvað um það, þetta voru bara "örfáar" hræður. Torres þaggaði fljótlega niður í þeim með marki á 7. mínútu! Leikurinn í heild var allt í lagi, en síðari hálfleikur verður seint talinn til betri hálfleika í enskri knattspyrnu, bara
svona dæmigerður derbyleikur síðustu 45 mínúturnar. Sætin á Anfield verða líka seint talin til þeirra þægilegustu, en leigubílsstjóri einn sagði okkur að þetta væri nú bara standardinn á enskum völlum. Annar leigubílstjóri sem var stuðningsmaður Everton sagði líka að þar sem þetta var fyrsti leikur okkar, þá gætum við ekki valið betri leik. Stemmningin væri rafmögnuð - sem hún var! Því miður gátum við ekki skoðaða leikvanginn þar allt var fullbókað á þeim tíma sem hentaði okkur, þannig að brunað var til London snemma dags. Mættum svo tímanlega til Terminal 5 á Heathrow til að athuga hvort allt væri ekki með felldu, en maður heyrði bara martraðarsögur um helgina um British Airways! Engin vandmál, flott flugstöð og frábært flugfélag! Mæli með British Airways!
21.3.2008 | 19:31
Draumur rætist!
Já, þá er það ákveðið! Ég er að fara til Liverpool á laugardaginn og verð þar í borg í tvær nætur. Kl. 16 á sunnudaginn er svo leikur Liverpool - Everton! Brillíant!
Fyrsta skiptið til Englands, og markmiðið næst að fara á Anfield áður en Liverpool flytur sig yfir á Stanley Park.
Brillíant!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar