Færsluflokkur: Bloggar

Flutningur til Íslands!

Nú fer að styttast í að ég flytjist í hallærið á Íslandi úr kreppunni í Danmörku.  Gekk með ólíkindum hratt að finna gott og spennandi starf í Skagafirðinum.  Verður gaman að flytja heim á Klakann og í Skagafjörðinn þar sem myndavélin mín og gönguskórnir fá loksins að njóta sín aftur, eftir ryksöfnunina í Kaupinháfn sl. þrjú ár.

Fer til Kanaríáður en að flutningnum verður þann 24.janúar, en maður verður auðvitað að nota alla þá frídaga sem maður á eftir.

Bara kúl!

 


Sindri Sindra með drottningarviðtal við fyrrverandi yfirmann sinn ! Aumkunarvert.

Er ekki dálítið kómískt að Sindri Sindrason sé að taka HLUTLAUST viðtal við Jón Ásgeir á málgagni Baugs og Samfylkingarinnar....Stöð 2?? HALLÓ!!  Var hann ekki fjölmiðla- eða eitthvað fulltrúi hans fyrir nokkrum árum?

Er þetta eitthvað það aumkunarverðasta sem maður hefur séð í lengri tíma? Sindri auðvitað spurði Jón flókinna spurninga og gagnrýnna, eða var hann með spurningarlista fyrir framan sig sem ónefndir aðilar skrifuðu niður fyrir hann?

Þorsteinn Már var svo ekki nógu sannfærandi í Kastljósi í kvöld.  Hef þó fulla trú á honum í þessu starfi stjórnarformanns enda þekktur til tiltektar þar sem hann sér sukk.

En stóra spurningin er; mun ég eiga peninga í Sjóði 9 í fyrramálið?

 


Aðalbóndinn giftur!

Þá er Benedikt Hálfdanarson "stórbóndi" úr Aðaldal og reiknimeistari Hagstofu Íslands giftur maður.  Ausarigning í dag þegar hann gifti sig í Lágafellskirkju.  Falleg lítil kirkja.  Hógvær og góð veisla í Hlégarði strax á eftir. Hélt mig við venjuna og gaf Gogga Jens hönnun.  Alltaf traustur í brúðkaupsgjafir.  

 


Blogg!

Jæja, þá er fyrirhuguð ferð á Klakann í "vinnufrí" 27.ágúst til 1.september eða svo. Fer eftir því hvort Iceland Express eigi pláss fyrir mig í síðdegisvélinni á sunnudeginum 30.ágúst.  Það er auðvitað ekki fyrir hvítan mann að rísa úr rekkju kl. 04 til að ná flug til Evrópu!  Þá er bara að athuga Icelandair og fá sig öppgreidaðann til Saga Class með vildarpunktum.

Á DR1 var ansi gott myndefni á ferðinni í kvöld.  Fræðslumynd um áróðursmeistara Hitlers, Göbbels.  Skemmtilega sett upp í dagbókarstíl.  Nokkrar stormræður Hitlers og Göbbels voru sýndar.  Næsta sunnudag verður Göring tekinn fyrir.   Alltaf gaman að sjá vel gert efni um geðveilu Nasista - en samt snilldargáfu, enda er mjög stutt á milli geðveiki og snilligáfu og er munurinn bara árangur.  Fræðslumyndinni var fylgt eftir með klassíker.  Per qualche dollaro in piú eða For a few dollars more.  Clint Eastwood og Lee van Cleef fara auðvitað á kostum í þessum klassíker.

Fékk nýjan síma um daginn.  Læsti óvart Motorola símanum mínum og ætlaði að fá 3G til að opna hann fyrir mig.  Fór í 3G búðina á Vesterbrogade 50.  Þar vinnur strákur einn sem er að vera heyrnarlaus.  Búðin liggur mjög nálægt götunni, og alltaf er opið út.  Mikill hávaði myndast við þetta - þá sérstaklega þegar sírenuvælið þeysist um götuna. Hann öskraði á mig allan tímann, án þess að átta sig á því að hljóðmengunin væri yfir hættumörkum. Hann sagði mér að fá nýjan og bauð mér einhvern síma sem mér leist ekki á.  Þá spurði hann hve mikið ég nota símann. Tja, 3-4þ DKK á mánuði.  Núnú....veldu þér síma - hann valdi að vísu Nokia 6500 Classic fyrir mig án þess að ég sagði nokkuð.  Víst rándýr sími með öllu draslinu sem ég hef engin not fyrir.

Það er orðið magnað hvað það eru margir aumkunarverðir bloggarar hérna á mbl.is.  Þá meina ég þá sem hafa ekkert annað að segja en að þeir sem eru ekki sammála þeim, séu bara fífl og fávitar.  Ef þú kemur Ísrael eða USA (Bush) til varnar þá ertu bara heimskingi.  Kemur ekki á óvart að allt eru þetta mannvitsbrekkur á öfga vinstrivængnum sem eiga margt ólært - eða munu aldrei læra neitt.

Af hverju fara vinstrimenn alltaf upp á há-céið þegar þeir eru ekki sammála? Af hverju kalla þeir alltaf það fólk fífl, fávita, idióta eða álíka nöfnum? Eru vinstrimenn yfirleitt þroskað fólk?  Vitibornir menn?  Eða er þetta bara hrætt og bælt fólk sem á erfitt heimafyrir?

Ég ætla samt að taka fram að tuð er bannað á þessari bloggsíðu - og þá sérstaklega frá vinstrimönnum.


Dálítið Af hverju

Af hverju er Derby svona lélegt?  Gátu ekki einu sinni unnið Everton!

Af hverju er Fjallagrasa-Jón Bjarnason svona hrútleiheiðinlegur og með ólíkindum vitlaus? Þarfnast enga útskýringa

Af hverju eru Vinstir-grænir svona ruglaðir....almennt?

Af hverju er Arsene Wenger svona pirraður? Það er eins og hann hafi ekki unnið neitt síðustu árin!

Af hverju er Förguson ALLTAF að rífast í dómurunum eftir hvern einasta leik? Alltaf þegar úrslitin henta ekki verður karlgreyið brjálaður út í dómarana!

 


Draumur rætist!

Já, þá er það ákveðið!  Ég er að fara til Liverpool á laugardaginn og verð þar í borg í tvær nætur.  Kl. 16 á sunnudaginn er svo leikur Liverpool - Everton! Brillíant!  

Fyrsta skiptið til Englands, og markmiðið næst að fara á Anfield áður en Liverpool flytur sig yfir á Stanley Park.

Brillíant!

 


Liverpool-Everton 30.mars

Ætli það endi ekki með því að ég fari með félaga mínum á Liverpool-Everton þann 30.mars.  Hef ferðast nánast um alla Evrópu og verið í Mexíkó - en aldrei já aldrei verið á Englandi sem er hinu megin við heiðina á íslenskum mælikvarða. Inga mælti með góðu hóteli og ég held að við göngum bara frá þessu á morgun.

 YNWA


Sófakaup og Kýpurferð í vændum!

800px-Flag_of_Cyprus.svgGerði mér ferð húsgagnaverslunina Ilva í gær og fjárfesti í nýjum svefnsófa og sófaborði.  Sá gamli sem ég fékk gefins um árið er úr sér gengin og ekki mönnum bjóðandi lengur.

Fæ nýja sófann á þriðjudagskvöldið - enda mikil þörf á þar sem Páskahittingur verður hér á laugardagskvöldið á meðal Guðrúnarmanna.

Ég og Glitnisstarfsmaðurinn, The Sideliner, erum svo á leið til Kýpur 5.maí í eina viku.  Áfangastaðurinn er Agia Napa á austurströndinni.  Aldrei komið á Kýpur og verður spennandi að sjá eyjuna og keyra um tyrkneska hlutann.  

 


Blogg

Er að huga að Kýpurferð 5.maí með The Sideliner.  Er annars að drukkna í vinnu, þar sem aðstoðarkona mín er í veikindafríi og endurskoðun í gangi! 

Á svona stundum verður maður að drekka mikið af áfengi! 


Að Kanarí loknu!

Amadores að kvöldi tilKom heim til Kaupinháfnar í gærkvöldi um hálftíuleytið.  1,5 klst seinkun á flugi NB 484 með Sterling Airlines, sem kom þó ekki af sök.  Mútta og Sá Gamli flugu með Binter Canarias til Tenerife Sur og verða á Tenerife næstu vikurnar.

Byrjað var að rigna á Playa Amadores, þó bara sýnishorn, en úrhelli gerði á flugvellinum sem kenndur er við Las Palmas.

Frábær vika að baki, róleg og sólrík.  Nú er bara að bíða janúar 2009. 

Lauk ég lestri á Guðni Ágústsson - Af lífi og sál þarna úti, og svo fór ég langt með Harðskafa eftir Arnald Indriðason sem klárast örugglega í dag.

Myndin hér til hliðar er tekin frá Jardin Amadores Resort yfir Playa Amadores Beach og Resort.  Hótelið sem lýsir upp bergið til hægri er Dunas Amadores (ferðaskrifstofuhótel).

 


Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband