Liverpool-Everton 30.mars

Ætli það endi ekki með því að ég fari með félaga mínum á Liverpool-Everton þann 30.mars.  Hef ferðast nánast um alla Evrópu og verið í Mexíkó - en aldrei já aldrei verið á Englandi sem er hinu megin við heiðina á íslenskum mælikvarða. Inga mælti með góðu hóteli og ég held að við göngum bara frá þessu á morgun.

 YNWA


Sófakaup og Kýpurferð í vændum!

800px-Flag_of_Cyprus.svgGerði mér ferð húsgagnaverslunina Ilva í gær og fjárfesti í nýjum svefnsófa og sófaborði.  Sá gamli sem ég fékk gefins um árið er úr sér gengin og ekki mönnum bjóðandi lengur.

Fæ nýja sófann á þriðjudagskvöldið - enda mikil þörf á þar sem Páskahittingur verður hér á laugardagskvöldið á meðal Guðrúnarmanna.

Ég og Glitnisstarfsmaðurinn, The Sideliner, erum svo á leið til Kýpur 5.maí í eina viku.  Áfangastaðurinn er Agia Napa á austurströndinni.  Aldrei komið á Kýpur og verður spennandi að sjá eyjuna og keyra um tyrkneska hlutann.  

 


Blogg

Er að huga að Kýpurferð 5.maí með The Sideliner.  Er annars að drukkna í vinnu, þar sem aðstoðarkona mín er í veikindafríi og endurskoðun í gangi! 

Á svona stundum verður maður að drekka mikið af áfengi! 


Að Kanarí loknu!

Amadores að kvöldi tilKom heim til Kaupinháfnar í gærkvöldi um hálftíuleytið.  1,5 klst seinkun á flugi NB 484 með Sterling Airlines, sem kom þó ekki af sök.  Mútta og Sá Gamli flugu með Binter Canarias til Tenerife Sur og verða á Tenerife næstu vikurnar.

Byrjað var að rigna á Playa Amadores, þó bara sýnishorn, en úrhelli gerði á flugvellinum sem kenndur er við Las Palmas.

Frábær vika að baki, róleg og sólrík.  Nú er bara að bíða janúar 2009. 

Lauk ég lestri á Guðni Ágústsson - Af lífi og sál þarna úti, og svo fór ég langt með Harðskafa eftir Arnald Indriðason sem klárast örugglega í dag.

Myndin hér til hliðar er tekin frá Jardin Amadores Resort yfir Playa Amadores Beach og Resort.  Hótelið sem lýsir upp bergið til hægri er Dunas Amadores (ferðaskrifstofuhótel).

 


Afríkuvindar

Amadores - El TeideHeitur góður dagur í dag hér á Playa de Amadores.  Hitinn fór í um 30°C og sólin skein sem aldrei fyrr.  Nokkur vindur frá Afríku úr austri færði okkur þennan allhlýja dag, en úti á hafi var mikið mistur eða sandrok, allavega sást ekkert til Tenerife eða til sjóndeildarhringsins.

Aldrei er til nóg af tónik til að blanda í ginbirgðirnar sem voru stækkaðar í dag.  

Á myndinni hér til hægri sést Playa de Amadores.  Ef myndin er stækkuð sést í El Teide (3.718m), eldfjallið á Tenerife.


Playa Amadores

Sunset at Playa de AmadoresHitinn fór í um 30°C í dag hér á Playa Amadores í dag.  Lúxus að liggja hér á svölunum í friði og ró.  Skroppið var til Playa de Inglés í dag - húmbúkk og viðbjóður í algleymingi.  Maður áttaði sig best á því þegar maður kom heim til Playa Amadores aftur.  Þvílíkur munur!

Samt forvitnilegt að koma á Ensku ströndina aftur.  Desmond Tutu, Idi Amin, Roger Milla og Robert Mugabe voru allir þarna eða tvífarar þeirra að selja gæða úr eða sólgleraugu.

Drukkið mikið af G&T í dag. Smile


SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!

PICT0033Skellti mér á Playa de Amadores til foreldranna á föstudaginn.  Endalaust 5 klst og 40 mín flug frá Kaupinháfn til Las Palmas + 15 mínúta seinkun frá Kastrup.  

Verð til laugardagsins 9.febrúar - ef pláss leyfir í vélinni!? 

Kom svo á Club Playa de Amadores, íbúðasamstæðuna þar sem Mútta og Sá Gamli hafa fjárfest í spænskri steypu sl. ár.  Glæsilegar íbúðir, um 80-90fm með um 30fm svölum og einkasundpolli. 

Mætti velvopnaður Tanqueray og Bombay Shappire gini og svo Talisker 18 ára - þar sem ég þóttist vita að Sá Gamli var að drekka Larios gin og eitthvað órithæft brandí frá Spáni.  Sú varð raunin, enda karlinn í sjöunda himni núna.

Brillíant staðsetning, rétt við ströndina, útsýni yfir Atlantshafið í suður; friður og ró.  Maður þarf ekki að fara niður á strönd, þar sem aðstaðan er öll á svölum íbúðarinnar.  Framtíðarstaður fyrir familíu Eydda Mó og frú...og auðvitað góðra vina.

Frá Amadores strönd sést Tenerife í fjarska.  Tignarlega eldfjallið El Teide gnæfir þar yfir enda 3.718 metrar að hæð. Sá Gamli vill meina að þetta sé í fyrsta skiptið í mörg ár, þar sem snjór er ekki á tindi fjallsins.  

25°C hiti og brakandi sól allan tímann.  Maður er þegar orðinn rauðbrúnn, og geri ráðfyrir mikilli rauðbrúnku þegar ég kem heim í Frederiksberg á laÚtsýnið frá veröndinniugardagskvöldið næsta.  

Fórum yfir til Puerto Rico í dag.  Ömurlegt.  Alltof margir túrhestar með tilheyrandi skítalykt og viðbjóði en þar sem alltof margir túrhestar koma saman, þar eru oftast margir afríkunegrarnir, sem viljavera vinir manns og selja manni sólgleraugu, þrátt fyrir að þeim var ljóst að maður ber rándýr sólgleraugu fyrir augum.   Þetta lið fer einstaklega í taugarnar á manni; ágengt og eltir mann uppi, hleypur svo í burtu eins og það á lífið að leysa þegar La Políca sést í 50m radíus.  Sagði orð sem ekki eru ritbær við Múttu og Þann Gamla um skoðun mína á þessum lýð.    Minnugur þess að ég eignaðist um 150 - 300 "vini" þegar ég var á Playa de Inglés í janúar 2001 með útskriftarhópi HA.  

SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!

 


Nú er bara að fá Ulrik Wilbek sem næsta þjálfara!

Pressem_de_inden_EM_230440eMæli með Ulrik Wilbek til starfans.  Hann er búinn að ná stórkostlegum árangri með danska kvennalandsliðið og nú karlalandsliðið. 

Er viss um að hann muni ná að snúa íslenska landsliðinu til betri árangurs....þótt árangurinn sé nú bara ágætur hingað til.


mbl.is „Ég tel mig hafa reynt að gera mitt besta í starfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markvarslan skiptir öllu...ja fyrir Dani og sérstaklega Norðmenn!

Nú hef ég horft á leiki Danmerkur og Svíþjóðar í milliriðlunum.  Það er með ólíkindum hvað Norðmenn komast eitt áfram á stórkostlegri markvörslu Steinar Ege, hins 35 ára gamla markmanns FCK Kaupmannahöfn.  Bara í leiknum í gær gegn Póllandi varði hann 5 eða sex vítaköst. Norska liðið er annars ekkert sérstakt, hefur heimavöllinn með sér og er að nýta sér það.  Með ólíkindum gróft lið með mannvitsbrekku eins og Johnny Jensen innanborðs.  Annars er búið að útiloka frá leiknum gegn Slóveníu....nánast vegna heimsku.  Gunnar Pettersen landsliðsþjálfari fór nú eitthvað fínna í að útskýra það.

Nú eru Norðmenn að halda í Slóvena, vegna frábærar markvörslu Ege.  Já, markvarslan hefur greinilega sitt hvað að segja. 

Danirnir eru að toppa á réttum tíma.  Kasper Hvíti lokar markinu, en á móti kemur óaðfinnanlega spilamennska danska liðsins og svo eru þeir auðvitað með kolbrjálaðan Ulrik Wibæk á bekknum.

Danir eru orðnir langþreyttir á að hirða brons í EM og vilja minnst silfur...en það er jú ekkert gaman að vinna silfur - svo gullið er aktúellt!

Íslenska liðið stefnir bara niður á við á meðan við fáum ekki heimsklassa markmann eins og Ege eða Kasper Hvíta...ekki má gleyma Svensson sem vann leikinn fyrir Svía á móti okkur.  Höfum ekki átt slíkan markmann síðan Einar Markvarðar stóð á milli stangana.   


mbl.is Rétta vonandi úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á á blogga!

63871238.DvQV5iGeVar í Helsinki á Nordic Travel Fair Matka frá því á fimmtudaginn. Fór þangað sem kaupandi í leit að finnskum "kontöktum" upp á framtíðina fyrir innanlandsdeild okkar hjá Hekla Travel,  Come2 Scandinavia.  Kom víst einum degi of seint þar sem ég var víst VIP kaupandi, en það kom ekki að sök.  Sýningin var skilvirk fyrir mig og fyrirtækið og engum tíma sóað í innihaldslaust hjal.  Hitti svo fyrir þungavigtarmenn í ferðaþjónustunni á Íslandi, sem voru á bás Icelandair. 

Margt spennandi við Helsinki.  Þar mætir maður menningu vesturs og austurs.  Rússneskur blær er yfir borginni og góð stemmning.  "Stór"borg  en samt ekki t.d. eins og Stokkhólmur eða Kaupinháfn.  Eitthvað meira róandi og menningarlegt við hana - líka stutt til St. Pétursborgar sem án efa er einhver stórkostlegasta borg Evrópu.   

---

Kom heim í kvöld frá Helsinki.  Vinur minn benti mér á síðasta lið Silfur Egils frá því 13.janúar, en einhverja hluta vegna sá ég hann ekki.  Þar var Egill að tala við einhvern heimspeking (Viðar Þorsteinsson að mig minnir) sem hefur unnið það sér til frægðar að vera talsmaður íslam og ritstýrði bók um íslam.  Verð að segja eins og er, að aðra eins rassskellingu hef ég ekki séð í íslensku sjónvarpi síðan ég sá þáttinn frá 1985 þegar Milton Friedman tók sósíalstann Stefán Ólafsson og Óla Grís í nefið og kenndi þeim hagfræði á 50 mínútum.

Manni fannst eins og að Egill átti í fullu fangi að byrja ekki að hlægja, svo barnalegur og fáránlegur var málflutningur Viðars, enda fór hann strax í vörn og fór að bendla hægri öfgahyggju við allt þegar hann lenti í vandræðum.  Hann hljómaði eins og góður sósíalisti í málþurrð, en þá kemur nafn Sjálfstæðisflokksins eða Davíðs Oddssonar alltaf upp??

---

Nú eru það Kanaríeyjar 1.febrúar sem bíða ef allt gengur eftir. Löngu búinn að kaupa flugmiðann hjá Sterling og alles, og kannski á Frónið um Páskana?? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband