Færsluflokkur: Bloggar

Danskan glötuð?

Ég hef verið að grínast við samstarfsmenn mína hér í Kaupinháfn að danska tungumálið er í raun og veru bara enska töluð með undarlegri ljótri mállýsku.  Wink  Einnig er ég duglegur við að nöldra í þeim um að þetta mál er ónýtt og gagnslaust, þeir ættu bara læra íslensku, hún yrði hvort sem er töluð um allt í Kaupinháfn amk eftir um 20 ár.Grin  

Ég fékk að vísu smá áfall þegar ég sat í lestinni hér innan Kaupinháfnarsvæðisins um daginn.  Þar kom hópur einhverra unglinga inn í sama vagn og ég, og einn þeirra settist á móti mér.  Kallaði hann svo á félagi sinn "Hey, Casper! Join mig herover!"   Er þetta ekki að ganga of langt?

 


Neitað um einræði.

Íbúar Venesúela ætla sem betur fer ekki láta Krusty the Clown vaða endalaust yfir sig með sósíalískum einræðistilburðum. 

Nú bíð ég bara eftir fréttum þess efnis að hann kenni George Bush persónulega um ósigur sinn og saki allt sem vestrænt er um kosningasvindl, sama hvernig hann fær það út.  

Verður spennandi að sjá hvað hann gerir næst til að fá aukin völd.


mbl.is Breytingum Chavez hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruka-Kuusamo

kv_kartta_eurÞá er tæp vika síðan ég kom frá Finnlandi.  Eitthvað ætla myndirnar frá ferðinni að láta á sér standa, en tölvan mín var svo góð að gefa upp öndina sama dag og ég kom til Kaupinháfnar, og því hef ég ekki hlaðið myndunum niður ennþá. 

Ruka-Kuusamo svæðið er um 200km suðaustur af Rovaniemi við landamæri Rússlands.  

Ekki var ógurlega kalt þarna norður frá, en þó fór frostið niður í -11°C einstaka daga.

Prófaði snjóbretti sem seint verður talin frægðarför niður brekkurnar, fórum á snjósleða og svo hundasleða (husky safari).  

Meira síðar. 


Helsinki

Þá er maður búinn að vera í hreinni afslöppun síðan á laugardaginn hér í Helsinki.  Ekki búið að gera mikið en að hitta vinafólk, borða með þeim og drekka.  Fórum t.d. á finnskan Sámi veitingastað á þriðjudaginn, þar sem við fengum hreindýr að borða í öllum útgáfum, nema auðvitað með hornunum og feldinum.Grin

Í gær var farið til Haikko sem er 46km frá Helsinki.  Þar er að finna ráðstefnuhótel og heilsulind.  Fórum við í nuddpottana, gufubað, reykgufu og svo í stutt kalt bað, um 12°C rétt í lokin. Toppurinn var þó að fara í svokallaða "Cryotherapy".  Sú meðferð á að fá blóðstreymið á fullt og á að "lækna" all verki í líkamanum.  Það versta við þetta er það, að maður fer inn í klefa þar sem það eru -110°C.Woundering  Stendur maður þar í max. þrjár mínútur.  Verð að segja að þetta var nú alls ekki eins erfitt og maður bjóst við.Joyful

Ferðinni er svo heitið til Rovaniemi í fyrramálið kl. 06:40 með Finnair.  Johnny, Vane, Vesa og Anu ætla að skröltast í næturlestinni í kvöld með krökkunum - sem var auðvitað ekki til umræðu hjá mér. Ætlum við að fara í Jólasveinaþorpið og gistum svo á Scandic Hotel Rovaniemi í eina nótt. Svo bætast Maria, Hans, Sæmi og Alfa í hópinn á laugardaginn, en þá verðum í eina viku í Ruka í tveimur bústöðum.

Nú er bara að fara í útvitstarverslun og gíra sig upp fyrir átökin við snjósleðana! 

 


Suomi

Það styttist í "sumarfríið".  Nú verður farið til Finnlands.finland-map 

Ein vika í Helsinki og svo farið í bústað í Kuusamo í eina viku, eftir heimsókn í Jólabæinn í Rovaniemi.  

Slær niður í 13°C frost þarna norður frá.  Smátilbreyting frá síðasta fríi sem var í Mexíkó.

Brottför frá Kastrup kl. 13:30 á laugardaginn með Finnair! 

 


Snjórinn kominn til Danmerkur!

Fyrsti snjórinn féll í Danmörku í gærkvöldi, nánar tiltekið kl. 20:59.julebryg

Tuborg JULEBRYG er kominn í verslanir. Klassíker!


Á Rimini um síðustu helgi.

PICT0090Var á Rimini á Ítalíu, nánartiltekið á Emilia-Romagna svæðinu við Adríahafið nú um síðustu helgi.  Þar vorum við í Come2 Scandinavia að taka þátt á TTG ferðakaupstefnunni í boði Sterling Airlines.  

Auðvelt er að komast til Rimini frá Kaupmannahöfn.  Ca. 2ja tíma flug með SAS til Milano Malpensa og svo 3ja tíma þægilega lestarferð til Rimini....með EuroStar lest!

Á laugardagskvöldinu var farið á besta veitingastað Rimini...að vísu var líka farið á föstudagskveldi þangað í boði Astra Charter Broker. 

Chi burdlazÁ myndinni hér að neðan má sjá þau ósköp sem ég pantaði mér, og var lengi að velta fyrir mér hvort klárað yrði eða ekki! Mæli með Chi burdlaz veitingastaðnum á Rimini.  

Nóg af góðu rauðvíni frá svæðinu var þó rennt niður með matnum, enda þörf á. 

Rimini er þó ferðamannastaður eins og þeir gerast verstir.  Löng og breið strönd.  Langar ekki að vera þarna á sumrin!PICT0009

 

 


Fín vika að baki!

Já það verður nú ekki annað sagt!

Byrjaði vikuna á hefðbundni mánudagsleti, en var þó að undirbúa komu FC Lens hingað til Kaupmannahafnar.  Spiluðu þeir við FCK í gærkvöldi í mígandi rigningu í Parken.  Það er ómældur tími sem fer í að snúast í kringum svona lið, þar sem allt þarf að vera 100%.  Gaman að geta þess að þjálfari Lens er enginn annar en Jean-Marie Papin sem lék með Milan og Marseille hér áður fyrr.

P_RC_Lens_Logo_195 FCK logo

 

 

 

 

 

 

Einstaklega undarlegt víti sem dómarinn gaf, færði Don Ø nokkrar millur í kassann, enda hoppaði hann um allan völl eftir leik á meðan forseti Lens nánast sprakk úr bræði út í dómarann. 

Nú er það bara Rimini eftir viku; flogið til Milano og svo lest til Rimini. Brillíant!

 

 


Að heilaþvo þjóð!

Já, ekki er að spyrja af karlgreyinu honum Chavez forseta Venezúela.  Nú færist hann enn nær einræði sem er hans eina ósk.  Tilraunir til að heilaþvo þegna Venezúela heldur áfram.  Nú á að breyta menntun landsmanna, gera hana sósíalistavænni.  Og bíddu, vorum við ekki búin að heyra þetta áður.  Það á bara að loka þeim skólum sem fara ekki eftir nýju reglunum!?   

Já, þetta er óskabarn Össurar og fleiri sósíalista.

Slóð: http://www.foxnews.com/story/0,2933,297134,00.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband