Færsluflokkur: Bloggar

Færeyjar

TorshavnVar í Færeyjum frá 12. til 14. september.  Skemmtilegt að koma þangað eftir 21 ár, en þá heimsótti ég Klakksvík.  Skemmtilegur bær þar sem maður endurlifir "gömlu dagana" á höfuðborgarsvæðinu, ró og kyrrð og ber varla á neinni umferð.

Torshavn1

 

 

 

 

Miðvikudagsmorgun í Þórshöfn er eins og sunnudagur hér í Kaupmannahöfn eða í Reykjavík, svo rólegt er um að vera í bænum.


"Nótt eina í Venezúela"

07.08.07.PennPal-X

GSM rafhlaða!

JackBauerMig vantar jafn lífsseiga rafhlöðu í gemsan minn og Jack Bauer!  Óendanleg!

24,5% tuð- og nöldurgjald!

Það þyrfti auðviað að taka tuð- og nöldurgjald á þetta líka!  Við hæfi um 24,5%.

En, einstakt að Sjeffíld Júnæted menn algerlega útiloka að líta í eigin barm; kannski það hafi verið spilamennska þeirra sem fékk þá niður í 1.deild?? 


mbl.is Sheffield United ætlar að lögsækja West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsk skattapólitík!

Nú keppast allir fjölmiðlar í Danmörku að spá og spekúlera í því hvort flokkarnir muni lækka skatta á fólk og fyrirtæki.  Skattprósentan er með ólíkindum og á engan hátt réttlætanleg fyrir nokkurn mann.  Hvað réttlætir 44% - 50% skatt á tekjur einstaklings? Síðan bætist topskat-urinn á í lokinn eða 15% af tekjum umfram ca. 3.6m ISK.

Í hinu íslenskættaða Nyhedsavisen er aðeins farið í gegnum þetta í dag. 

Radikal Venstre sem er social-liberal miðjuflokkur vill lækka toppprósentuna niður í 42%, sem verður að teljast talsvert og góð viðleitni.  Einnig vilja þeir afnema "bundskat" og "mellemskat" (einstaklega einfalt skattkerfiWoundering) og lækka hátekjuskattinn.  Skynsamlegar tillögur, en ekki nóg.

SF er módernískur sósíall.  Vilja minnka bilið á milli efnameiri og efnaminni (gömul fiðla); lækka tekjuskatt á hina lægst launuðu; afnema "bundskatten" og hækka persónuafsláttinn. Síðan vilja þeir hækka mörkin á hátekjuskatti, en afnema skattastoppið á eignaskatti og hækka fyrirtækjaskattinn.  Þetta verður ekki mjög vinsælt, enda í þveröfuga við það sem er verið að kalla mest á hérna.

Konservative (Íhaldið) vill lækka hátekjuskattinn svo að þeir hæst launuðu geta unnið meira.  Skynsamlegt, en ekkert meir??

Dansk Folkeparti er einhverskonar samsuða af félagshyggju, þjóðernishyggju og íhaldssemi.  Hafa verið sakaðir um popúlisma (kjörorð Samfylkingarinnar á Íslandi) og útlendingahatri.  Þau vilja ekki lækka skatta fyrr en sjúkrahús og stofnanir fyrir aldraða og aðra virki 100% - þá fyrst er hægt að lækka "botnskattinn", ekki fyrr!  Og þá einungis á þá lægst launuðustu eða veikustu eins og þau orða það.  Þetta er sem sagt dauðadæmd framtíðarsýn.

Venstre eða frjálslyndir, vilja lækka tekjuskatt á þá lægstlaunuðustu! Annars þora þeir ekki að segja neitt.  Popúlismi? GEISP!  

Ny Alliance er samsuða frjálslyndra, félagshyggjumanna og íhaldsmanna. Vilja gera skattakerfið hið danska það besta í heimi, sem getur séð fyrir heimsins besta velferðakerfi.  Afnema á botnskattinn og milliskattinn og lækka hátekjuskattinn.  FIÐLA!  Algerlega óraunhæft og illa útskýrt.

SósíaldemókratarÞetta er varla prenthæft en látum slag standa.  Vilja auðvitað ekki segja eitt eða neitt.  Boða bara velferð á velferð ofan sem kallar bara á skattahækkanir.  GEISP OG FIÐLA! 

Enhedslisten er samansafn gamalla kommúnista.  Þau vilja hækka fyrirtækjaskattinn og lækka skatt á alla nema þá "allra ríkustu"...sama hverjir þeir eru??  Með loðið og viðbjóðslegt! GEISPUM HÉR LÍKA! 

Þessi samantekt sínir einfaldlega að danskir stjórnmálaflokkar eiga í stökustu erfiðleikum að tjá sig á skýran hátt um skattkerfið og lækkun tekjuskatta.  Enginn kemur með hreint svar á borðið og stefnu.   

Já, Íslendingar búa við einfaldasta og besta skattkerfi Norðurlandanna, svo einfalt er það. 


Fer áætlað tap minnkandi?

Heyrði ég ekki rétt að vælt var um meira en 100 milljóna tap fyrr í vikunni? 

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál að Akureyrarbær og skipuleggjendur hátíðarinnar, ná að halda fjölskylduhátíð án skrílsláta og eyðileggingar á tjaldsvæðinu! 

 

 


mbl.is Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitni eða öfund?

Hef aldrei skilið þetta með opinberun skattskýrslna.  

Af hverju ætti maður að vera að hnýsast í skattskýrslum nágrannans?Woundering

Forvitnin ein eða er öfundin svona mikil?


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Trúðurinn mikli"

09212006Seint þreytist ég á því að skrifa um "Trúðinn mikla" í Venesúela.  Nú færist landið ennþá nær einræði hans.

Ég vil þó þakka Trúðnum fyrir það, að hann minnir mann alltaf á hve sósíalisminn getur verið slæmur.

Nú er bara að bíða eftir hvað hann gerir næst.

Ég bíð spenntur! 

 


mbl.is Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglega heimskar yfirlýsingar!

Og Ísland er kjarni veraldar skv. þessum umhverfispappakössum!

Hverjum er ekki sama "í öllum heiminum", um að það sé verið að reisa álver eða virkjanir á Íslandi?   

 


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm...

...flutti manneskjan heim til þess eins að fara á bætur?? 

Nei, að öllu gamni slepptu, þá var mælt eindregið með því að ég slasaði mig ekki í sex mánuði eftir að ég flutti heim frá Noregi fyrir nokkrum árum.  Það tók hálft ár að komast aftur inn í sjúkratryggingakerfi á Íslandi. 

Ætli íslensk lög eins gömul og þau eru orðin mörg hver, hafi gert ráð fyrir því að fólk myndi yfir höfuð flytja erlendis, og ef svo yrði, að flytja aftur tilbaka??   

 


mbl.is Réttindalaus eftir dvöl erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 648

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband