Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2008 | 23:30
Afríkuvindar
Heitur góður dagur í dag hér á Playa de Amadores. Hitinn fór í um 30°C og sólin skein sem aldrei fyrr. Nokkur vindur frá Afríku úr austri færði okkur þennan allhlýja dag, en úti á hafi var mikið mistur eða sandrok, allavega sást ekkert til Tenerife eða til sjóndeildarhringsins.
Aldrei er til nóg af tónik til að blanda í ginbirgðirnar sem voru stækkaðar í dag.
Á myndinni hér til hægri sést Playa de Amadores. Ef myndin er stækkuð sést í El Teide (3.718m), eldfjallið á Tenerife.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 23:34
Playa Amadores
Hitinn fór í um 30°C í dag hér á Playa Amadores í dag. Lúxus að liggja hér á svölunum í friði og ró. Skroppið var til Playa de Inglés í dag - húmbúkk og viðbjóður í algleymingi. Maður áttaði sig best á því þegar maður kom heim til Playa Amadores aftur. Þvílíkur munur!
Samt forvitnilegt að koma á Ensku ströndina aftur. Desmond Tutu, Idi Amin, Roger Milla og Robert Mugabe voru allir þarna eða tvífarar þeirra að selja gæða úr eða sólgleraugu.
Drukkið mikið af G&T í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 22:25
SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!
Skellti mér á Playa de Amadores til foreldranna á föstudaginn. Endalaust 5 klst og 40 mín flug frá Kaupinháfn til Las Palmas + 15 mínúta seinkun frá Kastrup.
Verð til laugardagsins 9.febrúar - ef pláss leyfir í vélinni!?
Kom svo á Club Playa de Amadores, íbúðasamstæðuna þar sem Mútta og Sá Gamli hafa fjárfest í spænskri steypu sl. ár. Glæsilegar íbúðir, um 80-90fm með um 30fm svölum og einkasundpolli.
Mætti velvopnaður Tanqueray og Bombay Shappire gini og svo Talisker 18 ára - þar sem ég þóttist vita að Sá Gamli var að drekka Larios gin og eitthvað órithæft brandí frá Spáni. Sú varð raunin, enda karlinn í sjöunda himni núna.
Brillíant staðsetning, rétt við ströndina, útsýni yfir Atlantshafið í suður; friður og ró. Maður þarf ekki að fara niður á strönd, þar sem aðstaðan er öll á svölum íbúðarinnar. Framtíðarstaður fyrir familíu Eydda Mó og frú...og auðvitað góðra vina.
Frá Amadores strönd sést Tenerife í fjarska. Tignarlega eldfjallið El Teide gnæfir þar yfir enda 3.718 metrar að hæð. Sá Gamli vill meina að þetta sé í fyrsta skiptið í mörg ár, þar sem snjór er ekki á tindi fjallsins.
25°C hiti og brakandi sól allan tímann. Maður er þegar orðinn rauðbrúnn, og geri ráðfyrir mikilli rauðbrúnku þegar ég kem heim í Frederiksberg á laugardagskvöldið næsta.
Fórum yfir til Puerto Rico í dag. Ömurlegt. Alltof margir túrhestar með tilheyrandi skítalykt og viðbjóði en þar sem alltof margir túrhestar koma saman, þar eru oftast margir afríkunegrarnir, sem viljavera vinir manns og selja manni sólgleraugu, þrátt fyrir að þeim var ljóst að maður ber rándýr sólgleraugu fyrir augum. Þetta lið fer einstaklega í taugarnar á manni; ágengt og eltir mann uppi, hleypur svo í burtu eins og það á lífið að leysa þegar La Políca sést í 50m radíus. Sagði orð sem ekki eru ritbær við Múttu og Þann Gamla um skoðun mína á þessum lýð. Minnugur þess að ég eignaðist um 150 - 300 "vini" þegar ég var á Playa de Inglés í janúar 2001 með útskriftarhópi HA.
SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2008 | 18:23
Nú er bara að fá Ulrik Wilbek sem næsta þjálfara!
Mæli með Ulrik Wilbek til starfans. Hann er búinn að ná stórkostlegum árangri með danska kvennalandsliðið og nú karlalandsliðið.
Er viss um að hann muni ná að snúa íslenska landsliðinu til betri árangurs....þótt árangurinn sé nú bara ágætur hingað til.
Ég tel mig hafa reynt að gera mitt besta í starfinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 20:11
Markvarslan skiptir öllu...ja fyrir Dani og sérstaklega Norðmenn!
Nú hef ég horft á leiki Danmerkur og Svíþjóðar í milliriðlunum. Það er með ólíkindum hvað Norðmenn komast eitt áfram á stórkostlegri markvörslu Steinar Ege, hins 35 ára gamla markmanns FCK Kaupmannahöfn. Bara í leiknum í gær gegn Póllandi varði hann 5 eða sex vítaköst. Norska liðið er annars ekkert sérstakt, hefur heimavöllinn með sér og er að nýta sér það. Með ólíkindum gróft lið með mannvitsbrekku eins og Johnny Jensen innanborðs. Annars er búið að útiloka frá leiknum gegn Slóveníu....nánast vegna heimsku. Gunnar Pettersen landsliðsþjálfari fór nú eitthvað fínna í að útskýra það.
Nú eru Norðmenn að halda í Slóvena, vegna frábærar markvörslu Ege. Já, markvarslan hefur greinilega sitt hvað að segja.
Danirnir eru að toppa á réttum tíma. Kasper Hvíti lokar markinu, en á móti kemur óaðfinnanlega spilamennska danska liðsins og svo eru þeir auðvitað með kolbrjálaðan Ulrik Wibæk á bekknum.
Danir eru orðnir langþreyttir á að hirða brons í EM og vilja minnst silfur...en það er jú ekkert gaman að vinna silfur - svo gullið er aktúellt!
Íslenska liðið stefnir bara niður á við á meðan við fáum ekki heimsklassa markmann eins og Ege eða Kasper Hvíta...ekki má gleyma Svensson sem vann leikinn fyrir Svía á móti okkur. Höfum ekki átt slíkan markmann síðan Einar Markvarðar stóð á milli stangana.
Rétta vonandi úr kútnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 23:41
Kominn tími á á blogga!
Var í Helsinki á Nordic Travel Fair Matka frá því á fimmtudaginn. Fór þangað sem kaupandi í leit að finnskum "kontöktum" upp á framtíðina fyrir innanlandsdeild okkar hjá Hekla Travel, Come2 Scandinavia. Kom víst einum degi of seint þar sem ég var víst VIP kaupandi, en það kom ekki að sök. Sýningin var skilvirk fyrir mig og fyrirtækið og engum tíma sóað í innihaldslaust hjal. Hitti svo fyrir þungavigtarmenn í ferðaþjónustunni á Íslandi, sem voru á bás Icelandair.
Margt spennandi við Helsinki. Þar mætir maður menningu vesturs og austurs. Rússneskur blær er yfir borginni og góð stemmning. "Stór"borg en samt ekki t.d. eins og Stokkhólmur eða Kaupinháfn. Eitthvað meira róandi og menningarlegt við hana - líka stutt til St. Pétursborgar sem án efa er einhver stórkostlegasta borg Evrópu.
---
Kom heim í kvöld frá Helsinki. Vinur minn benti mér á síðasta lið Silfur Egils frá því 13.janúar, en einhverja hluta vegna sá ég hann ekki. Þar var Egill að tala við einhvern heimspeking (Viðar Þorsteinsson að mig minnir) sem hefur unnið það sér til frægðar að vera talsmaður íslam og ritstýrði bók um íslam. Verð að segja eins og er, að aðra eins rassskellingu hef ég ekki séð í íslensku sjónvarpi síðan ég sá þáttinn frá 1985 þegar Milton Friedman tók sósíalstann Stefán Ólafsson og Óla Grís í nefið og kenndi þeim hagfræði á 50 mínútum.
Manni fannst eins og að Egill átti í fullu fangi að byrja ekki að hlægja, svo barnalegur og fáránlegur var málflutningur Viðars, enda fór hann strax í vörn og fór að bendla hægri öfgahyggju við allt þegar hann lenti í vandræðum. Hann hljómaði eins og góður sósíalisti í málþurrð, en þá kemur nafn Sjálfstæðisflokksins eða Davíðs Oddssonar alltaf upp??
---
Nú eru það Kanaríeyjar 1.febrúar sem bíða ef allt gengur eftir. Löngu búinn að kaupa flugmiðann hjá Sterling og alles, og kannski á Frónið um Páskana??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 01:00
Gleðilega árið!
Gustaði nú aðeins hér í Blásölunum í Kópavogi, en landinn fann þó sprengiþráðinn auðveldlega eins og sést á þessari mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 10:26
PC og hræddir við öfgafemínista?
Sagði við tvo vini mína á fimmtudagskvöldið þegar við vorum að lesa yfir þá íþróttamenn sem tilnefndir voru til Íþróttamanns ársins, að það væri ljóst að Margrét Lára yrði valin; bara engin umræða um það. Þeir voru efins, þangað til að ég útskýrði landið fyrir þeim.
- Hún yrði valin - ekki vegna þess að hún vann eitthvað stórkostlegt afrek á árinu eða gerði eitthvað annað stórkostlegt.
- Það væri bara kominn tími á konu og íþróttafréttamenn gætu bara ekki valið Óla Stefáns, Eið, Guðjón Val eða einhvern boltaíþróttamann aftur og aftur.
- Það væri ekki PC, og öfgafemínistar myndu drulla yfir þá, ef þeir myndu velja Eiða eða Óla Stef.
Ekki það að þeir áttu það skilið, en svona er bara Ísland í dag því miður. Mér skilst að einhver badmintonkona hefði náð mjög góðum árangri á árinu og færst langt upp heimslistann?
Mín skoðun er sú að verið er að bæta henni upp "samsærið" frá í sumar. Veit ekki hvað hún gerði meira á árinu, en að vera besta knattspyrnukonan á Íslandi. Hún var líka fallegust kandítatanna, kannski það hafði ráðið úrslitum í þetta skiptið!?
Óska henni til hamingju að lokum!
Íþróttafréttamenn eiga líka þakkir skilið, fyrir að fyrirbyggja ömurlega umræðu frá öfgafemínistunum um áramótin. Þeim vantar nefnilega eitthvað nýtt að mjatla á, eftir jólasveinaruglið og tómleikan um jólin.
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 21:41
Vilníus heimsótt um síðustu helgi.
Var í Litháen um síðustu helgi, en árlegur "Julefrokost" Hekla Travel AS og AB fór þar fram. Skemmtilegt að gera eitthvað annað en að fara til Íslands t.d. eða vera hér í Kaupinháfn. Aðeins tekur um eina og hálfa klst að fljúga til Vilníus frá Kastrup. Flogið var með Air Baltic flugfélaginu sem danskar ferðaskrifstofur eru að "stræka" á vegna aukagjalda sem það er að setja á farþegar með farangur!!
Gist var á Hotel EuropaCity, fínu hóteli í miðbæ borgarinnar. Við komum þangað rétt um hálftíma fyrir miðnætti, eða þegar stelpugreyin voru í þann mund að loka BARNUM!??? Ekki var það tekið í mál, eða svo, heldur kom stórfelld pantanahrina greyjunum til mikils ama. Gin og tónik tvöfaldur á góðu verði, eða um 22 Litas sem eru um 570 íslenskar spesíur. Manni vöknaði um augun af hamingju í þessu útópíulandi þeirra sem eru mikið fyrir tvöfaldan gin og tónik!
Á föstudagskveldi var drukkið ótæpilega mikið af lélegu áfengi sem gerði mann þunnan og þreyttan morguninn eftir. Lélegt áfengi er t.d. Lauders viskí og litháískir brjóstdropar sem finnast í minibörum hótela í Litháen og kosta um 4 Litas eða rúmar 100 ISK.
Laugardagurinn var notaður í göngu um borgina með leiðsögukonu, sem talaði mjög góða sænsku með sterkum rússneskum-litháískum hreim. Að því loknu var hádegisverður á veitingastaðnum Bastejas (held að það sé rétt) þar sem drukkið var og étið af bestu lyst.
Um kvöldið var farið á einhvern veitingastað sem ég man ekki hvað heitir. Þar fengum við að borða fjögurra rétta máltíð og drukkið Chardonnay og Amarone með.
Litháen er mjög ódýrt land. Startgjaldið í leigubíla er um 100 ISK, og aukalega gengur mælirinn ekkert alltof hratt. Það er samt ekki sagt það sama um suma leigubílstjóra þarna í borg. Matur ódýr og áfengi. Litháar þurfa samt aðeins að taka sig á varðandi flugvallamál, en hinn alþjóðlegi flugvöllur þeirra er til skammar svo lítill og ömurlegur er hann.
Mæli með heimsókn til Vilníus!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 09:34
Ætli hann leggi ekki niður gregoríska dagatalið fyrir 2013?
Loksins sýnir hann einhverja skynsemi. Kemur samt ekki á óvart að hann fullyrði að þeir kjósendur sem kusu á móti honum, hefðu verið kúgaðir til að kjósa á móti óskum hans. Ætli það hefði þá ekki verið hina leiðina líka?
Þetta er auðvitað allt George Bush að kenna?
Vona samt að honum takist ekki að gera Venesúela að einræðisríki fyrir 2013 þegar hann ætlar að hætta....eða hvað? Breytir hann kannski dagatalinu?
Chavez ætlar að láta af embætti 2013 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar