3.11.2007 | 15:39
Snjórinn kominn til Danmerkur!
Fyrsti snjórinn féll í Danmörku í gærkvöldi, nánar tiltekið kl. 20:59.
Tuborg JULEBRYG er kominn í verslanir. Klassíker!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 21:54
Á Rimini um síðustu helgi.
Var á Rimini á Ítalíu, nánartiltekið á Emilia-Romagna svæðinu við Adríahafið nú um síðustu helgi. Þar vorum við í Come2 Scandinavia að taka þátt á TTG ferðakaupstefnunni í boði Sterling Airlines.
Auðvelt er að komast til Rimini frá Kaupmannahöfn. Ca. 2ja tíma flug með SAS til Milano Malpensa og svo 3ja tíma þægilega lestarferð til Rimini....með EuroStar lest!
Á laugardagskvöldinu var farið á besta veitingastað Rimini...að vísu var líka farið á föstudagskveldi þangað í boði Astra Charter Broker.
Á myndinni hér að neðan má sjá þau ósköp sem ég pantaði mér, og var lengi að velta fyrir mér hvort klárað yrði eða ekki! Mæli með Chi burdlaz veitingastaðnum á Rimini.
Nóg af góðu rauðvíni frá svæðinu var þó rennt niður með matnum, enda þörf á.
Rimini er þó ferðamannastaður eins og þeir gerast verstir. Löng og breið strönd. Langar ekki að vera þarna á sumrin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 22:28
Fín vika að baki!
Já það verður nú ekki annað sagt!
Byrjaði vikuna á hefðbundni mánudagsleti, en var þó að undirbúa komu FC Lens hingað til Kaupmannahafnar. Spiluðu þeir við FCK í gærkvöldi í mígandi rigningu í Parken. Það er ómældur tími sem fer í að snúast í kringum svona lið, þar sem allt þarf að vera 100%. Gaman að geta þess að þjálfari Lens er enginn annar en Jean-Marie Papin sem lék með Milan og Marseille hér áður fyrr.
Einstaklega undarlegt víti sem dómarinn gaf, færði Don Ø nokkrar millur í kassann, enda hoppaði hann um allan völl eftir leik á meðan forseti Lens nánast sprakk úr bræði út í dómarann.
Nú er það bara Rimini eftir viku; flogið til Milano og svo lest til Rimini. Brillíant!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2007 | 17:49
Að heilaþvo þjóð!
Já, ekki er að spyrja af karlgreyinu honum Chavez forseta Venezúela. Nú færist hann enn nær einræði sem er hans eina ósk. Tilraunir til að heilaþvo þegna Venezúela heldur áfram. Nú á að breyta menntun landsmanna, gera hana sósíalistavænni. Og bíddu, vorum við ekki búin að heyra þetta áður. Það á bara að loka þeim skólum sem fara ekki eftir nýju reglunum!?
Já, þetta er óskabarn Össurar og fleiri sósíalista.
Slóð: http://www.foxnews.com/story/0,2933,297134,00.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2007 | 21:54
Færeyjar
Var í Færeyjum frá 12. til 14. september. Skemmtilegt að koma þangað eftir 21 ár, en þá heimsótti ég Klakksvík. Skemmtilegur bær þar sem maður endurlifir "gömlu dagana" á höfuðborgarsvæðinu, ró og kyrrð og ber varla á neinni umferð.
Miðvikudagsmorgun í Þórshöfn er eins og sunnudagur hér í Kaupmannahöfn eða í Reykjavík, svo rólegt er um að vera í bænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 11:35
"Nótt eina í Venezúela"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 21:04
GSM rafhlaða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 14:21
24,5% tuð- og nöldurgjald!
Það þyrfti auðviað að taka tuð- og nöldurgjald á þetta líka! Við hæfi um 24,5%.
En, einstakt að Sjeffíld Júnæted menn algerlega útiloka að líta í eigin barm; kannski það hafi verið spilamennska þeirra sem fékk þá niður í 1.deild??
Sheffield United ætlar að lögsækja West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 18:31
Dönsk skattapólitík!
Nú keppast allir fjölmiðlar í Danmörku að spá og spekúlera í því hvort flokkarnir muni lækka skatta á fólk og fyrirtæki. Skattprósentan er með ólíkindum og á engan hátt réttlætanleg fyrir nokkurn mann. Hvað réttlætir 44% - 50% skatt á tekjur einstaklings? Síðan bætist topskat-urinn á í lokinn eða 15% af tekjum umfram ca. 3.6m ISK.
Í hinu íslenskættaða Nyhedsavisen er aðeins farið í gegnum þetta í dag.
Radikal Venstre sem er social-liberal miðjuflokkur vill lækka toppprósentuna niður í 42%, sem verður að teljast talsvert og góð viðleitni. Einnig vilja þeir afnema "bundskat" og "mellemskat" (einstaklega einfalt skattkerfi) og lækka hátekjuskattinn. Skynsamlegar tillögur, en ekki nóg.
SF er módernískur sósíall. Vilja minnka bilið á milli efnameiri og efnaminni (gömul fiðla); lækka tekjuskatt á hina lægst launuðu; afnema "bundskatten" og hækka persónuafsláttinn. Síðan vilja þeir hækka mörkin á hátekjuskatti, en afnema skattastoppið á eignaskatti og hækka fyrirtækjaskattinn. Þetta verður ekki mjög vinsælt, enda í þveröfuga við það sem er verið að kalla mest á hérna.
Konservative (Íhaldið) vill lækka hátekjuskattinn svo að þeir hæst launuðu geta unnið meira. Skynsamlegt, en ekkert meir??
Dansk Folkeparti er einhverskonar samsuða af félagshyggju, þjóðernishyggju og íhaldssemi. Hafa verið sakaðir um popúlisma (kjörorð Samfylkingarinnar á Íslandi) og útlendingahatri. Þau vilja ekki lækka skatta fyrr en sjúkrahús og stofnanir fyrir aldraða og aðra virki 100% - þá fyrst er hægt að lækka "botnskattinn", ekki fyrr! Og þá einungis á þá lægst launuðustu eða veikustu eins og þau orða það. Þetta er sem sagt dauðadæmd framtíðarsýn.
Venstre eða frjálslyndir, vilja lækka tekjuskatt á þá lægstlaunuðustu! Annars þora þeir ekki að segja neitt. Popúlismi? GEISP!
Ny Alliance er samsuða frjálslyndra, félagshyggjumanna og íhaldsmanna. Vilja gera skattakerfið hið danska það besta í heimi, sem getur séð fyrir heimsins besta velferðakerfi. Afnema á botnskattinn og milliskattinn og lækka hátekjuskattinn. FIÐLA! Algerlega óraunhæft og illa útskýrt.
Sósíaldemókratar: Þetta er varla prenthæft en látum slag standa. Vilja auðvitað ekki segja eitt eða neitt. Boða bara velferð á velferð ofan sem kallar bara á skattahækkanir. GEISP OG FIÐLA!
Enhedslisten er samansafn gamalla kommúnista. Þau vilja hækka fyrirtækjaskattinn og lækka skatt á alla nema þá "allra ríkustu"...sama hverjir þeir eru?? Með loðið og viðbjóðslegt! GEISPUM HÉR LÍKA!
Þessi samantekt sínir einfaldlega að danskir stjórnmálaflokkar eiga í stökustu erfiðleikum að tjá sig á skýran hátt um skattkerfið og lækkun tekjuskatta. Enginn kemur með hreint svar á borðið og stefnu.
Já, Íslendingar búa við einfaldasta og besta skattkerfi Norðurlandanna, svo einfalt er það.
Bloggar | Breytt 15.8.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 06:33
Fer áætlað tap minnkandi?
Heyrði ég ekki rétt að vælt var um meira en 100 milljóna tap fyrr í vikunni?
Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál að Akureyrarbær og skipuleggjendur hátíðarinnar, ná að halda fjölskylduhátíð án skrílsláta og eyðileggingar á tjaldsvæðinu!
Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar