31.7.2007 | 16:23
Forvitni eða öfund?
Hef aldrei skilið þetta með opinberun skattskýrslna.
Af hverju ætti maður að vera að hnýsast í skattskýrslum nágrannans?
Forvitnin ein eða er öfundin svona mikil?
Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 08:20
"Trúðurinn mikli"
Seint þreytist ég á því að skrifa um "Trúðinn mikla" í Venesúela. Nú færist landið ennþá nær einræði hans.
Ég vil þó þakka Trúðnum fyrir það, að hann minnir mann alltaf á hve sósíalisminn getur verið slæmur.
Nú er bara að bíða eftir hvað hann gerir næst.
Ég bíð spenntur!
Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 17:12
Sorglega heimskar yfirlýsingar!
Og Ísland er kjarni veraldar skv. þessum umhverfispappakössum!
Hverjum er ekki sama "í öllum heiminum", um að það sé verið að reisa álver eða virkjanir á Íslandi?
Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 11:18
Hmmm...
...flutti manneskjan heim til þess eins að fara á bætur??
Nei, að öllu gamni slepptu, þá var mælt eindregið með því að ég slasaði mig ekki í sex mánuði eftir að ég flutti heim frá Noregi fyrir nokkrum árum. Það tók hálft ár að komast aftur inn í sjúkratryggingakerfi á Íslandi.
Ætli íslensk lög eins gömul og þau eru orðin mörg hver, hafi gert ráð fyrir því að fólk myndi yfir höfuð flytja erlendis, og ef svo yrði, að flytja aftur tilbaka??
Réttindalaus eftir dvöl erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2007 | 18:14
Fjölmiðlar á Íslandi?
Er það ekki stórkostlegt áhyggjuefni hve greiða leið sumt fólk á í fjölmiðla á Íslandi? Það er hluti Kastljósþáttar notaður í að spyrja einhvern ungling af hverju hann mögulega kannski eða kannski ekki sparkaði í þetta forljóta kvikindi, á meðan hann var á ferð í Húnavatnssýslum? Hann vissi greinilega ekkert um málið.
Er þetta ekki orðið gott af viðbjóðslegri gúrkutíð fjölmiðla á Íslandi? Það kemst allt núorðið í ekki-fréttirnar eða í umræðuþætti. Maður þarf bara að þekkja einn fjölmiðlamann og bingó...þú er í sviðsljósinu með ekkert að segja.
Hundurinn Lúkas á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 18:44
Umhverfispappakassar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 16:42
Sumarið komið til Kaupinháfnar?
Jæja, þá loksins fengum við ágætan sólardag hér í Kaupinháfn, eftir stanslausar rigningar og eiginlega kaldan júní og fyrripart júlí. Ekki lengur þessi kaldi/volgi vindur sem blæs, heldur fann maður virkilega fyrir að hitinn væri að komast í gott horf. Spáð bara upp undir 30°C í komandi viku!
Fyrirgef heljarinnar hitaskúrum síðdegis í dag og stökum þrumum, sem fengu mann til að halda þetta væri bara gabb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 15:48
Viltu tryggja þig fyrir gjaldþroti flugfélags?
Ég fer til Finnlands nú í nóvember til að hitta þar fyrir finnskt vinafólk mitt og mexíkóska vini sem er að koma alla leið frá Mexíkóborg.
Var í gamni mínu að skoða fargjöld héðan frá Kaupinháfn til Helsinki, og að þessu sinni á síðunni www.kelkoo.dk. Finn ég þar hræbyrlegt flug (1.174 DKK) með Finnair til Helsinki á mjög svo hentugum tímum fyrir mig. Ég skoðaði nánar ferlið á síðunni og fór yfir á bókunarstigið þar sem maður gefur upp persónuupplýsingar og annað. Brá mér örlítið þegar ég sá að verðið var búið að hækka í 1.627 DKK. Skoðaði ég það nánar, en bjóst strax við að ég þyrfti að haka úr ferðatryggingu og forfallatryggingu. Jújú, það var auðvitað raunin, en viti menn, sat sat ekki enn ein tryggingin eftir sem ég hef aldrei séð áður á boðstólnum:
| |||
Ja tak! Jeg vil gerne tegne forsikring mod konkurs hos flyselskab. 75 DKK pr. Person. |
Já góðir hálsar, trygging gegn gjaldþroti flugfélagsi! Ekki er það flugfélagið sem setur þetta upp, heldur er það hlutlausa bókunarsíðan sem er að reyna drýgja tekjurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meintur hryðjuverkamaður hringdi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 20:00
Á sunnanverðum Vestfjörðum sl. helgi!
Skellti mér á Patreksfjörð sl. helgi til vinafólks míns, Sverris og Nínu. Ekki oft sem maður notar tækifærið og flýr rigningar í Kaupinháfn til að komast í sólina á Íslandi, en svo varð nú raunin sl. helgi. Byrjaði á því að taka morgunflug Icelandair á fimmtudagsmorgun, sem verður að segjast að sé hið hentugasta flug fyrir Íslendinga búsetta í Kaupinháfn eða nærsveitum Kaupinháfnar. Lentur á Fróni kl. 09:00 í blíðskaparveðri.
Flogið á Bíldudal með flugfélaginu Erni á föstudagsmorgni í einstakri blíðu, en þessi mynd hér til hliðar var tekinn á leið þangað. (Snæfellsnes, Grundarfjörður og Snæfellsjökull). Bara blíða og hiti á Bíldudal og Patró alla helgina, grillsteikur, viskí og koníaksdrykkja óhófleg. Sverrir gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér að drekka embættismannadrykkinn Campari, og tókst kannski bara með ágætum. Ekki var svo verra að hafa nokkra Cohibavindla meðferðis, sem þóttu einstaklega góðir eins og áður.
Einstaklega góð helgi og mjög afslappandi. Verst að vera mættur aftur í rigninguna í Kaupinháfn aftur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar