Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.10.2008 | 17:17
Verður Ísland af Sovétlýðveldinu Ískistan ef......
1.10.2008 | 18:38
Að vera fyrrv. eigandi í Sjóð 9
Þá kom það í ljós. Þessir svokölluðu ráðgjafar í eignastýringu Glitnis vita greinilega ekki mikið annað en hvað þeir lesa í blöðunum eða heyra í fréttum. Það ætti kannski frekar að kalla þá spámenn en ekki ráðgjafa.
Í morgun hvarf dágóð summa af mínum vaxtatekjum í Sjóð 9. Bara afskrifuð. Ávöxtunin féll úr 14,8% í 6,6%. Maður spyr sig hvernig í andskotanum er það hægt, þegar þetta á að vera öruggur og áhættulítill sjóður?? Greinilegt að Stoðir hafa verið uppistaðan í eignasafninu!
Sem betur fer var ég búinn að innleysa ýmislegt en missirinn er samt mikill.
Fussum svei. Þýðir ekkert að dvelja við þetta heldur bara byrja aftur.
27.9.2008 | 21:01
Jarpur heldur að umhverfisfasistar geti eitthvað hjálpað til!
Það er sorglegt að sjá Jarp gamla gráan og utangátta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kemur ekkert annað en endurtekið væl í honum. Fara ekki umhverfisfasistar sjálfir að gefast upp á honum og Múllah Ögmundi?
Aumkunarvert væl!
21.9.2008 | 10:52
Spekingar landsins
Það er magnað að hlusta á spekinga eins og Bjarkar-pappa, kaffihúsaspekinga í 101 og aðra listamenn alltaf að vera tala um fyrir upptöku Evru sem einhverri heildarlausn á hallærinu sem ríkir nú á Íslandi. Almenningur þorir ekki að horfa í eigin barm. Einkaneysla og lántökur fóru algerlega framúr öllu. Lán voru slegin á methraða jafnvel fyrir brauðristum og flatskjáum. Íslendingar hafa aldrei kunnað að fara með fé, nema þá kannski sauðfé. Hvað ætli það séu margir lúxusjeppar og margar íbúðir til sölu með 85-95% áhvílandi? Hve margar á nauðungaruppboði? Ehhhh, er þetta allt Seðlabankanum eða Ríkinu um að kenna? Já, segja þessir aðilar.
Fyrir nokkrum árum var nánast ómögulegt að fá Íslendinga í vinnu á sjó sem háseta eða til að vinna almenn hótelstörf. Allir vildu auðvitað vera "stjórar" og helst mætta nógu seint í vinnu til að geta farið nógu snemma. Þegar maður hringdi á hótel eða á veitingahús reyndi á færni manns í einhverri samblöndu af slavnesku og ensku. Nú tala ég mjög góða ensku, og hana skilja ekki austur-Evrópubúar. Maður verður bara að fara niður að sama plan, eða bara skella á og salta málið.
Nú virðist öldin vera önnur. Umsóknum Íslendinga fjölgar til útgerða og hótela skv. góðum heimildum sem ég hef. Er það ekki jákvæð þróun, eða er það jafnvægi að hafa ótalandi en þó duglegt fólk í þessum störfum?
9.9.2008 | 19:43
Að skíta í ruslafötu - annar kapítuli!
Nú er ég sár! Egill Helgason er, að því virðist, búinn að banna mig á bloggsíðu sinni á Eyjunni. Ekki veit ég af hverju, nema þá að honum hafi sárnað mjög þegar ég sakaði hann um að njóta þess að skíta í ruslafötu. Bað hann um að skila kveðju til Sarah Palin næst þegar hún hringdi í hann, en hann hefur ómælda þráhyggju í hennar garð, og hann bara þurrkar mig út. Já, ég er sár!
Nokkrir vinir og félagar voru hér í Kaupinháfn um helgina og þar sem rennslið í klósettinu var bara ekki að fullnægja þörf bjórþyrstra og steikarsvangra manna, leit út fyrir að við myndum þurfa sameinast hugmyndum Egils um að skíta í ruslafötu. Sem betur fer gerðist það nú ekki; en ég held að Thai Massage stofan hérna á neðri hæðinni sé að nota allt of mikið vatn (sem ég greiði fyrir). Hmmmm....af hverju ætla ég ekki að fara út í, að sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2008 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:40
Hvar er Uglan?
Ugla sat á kvisti upp á hvern einasta dag, fyrir, á meðan og eftir flokksþing Sjálfstæði...nei demókrata gekk yfir og brosti sínu breiðasta þegar kom að honum í fréttatímum Sjónvarps. Nú bólar ekkert á honum þegar flokksþing repúblikana er í gangi? Fá landsmenn ekki að vita hvernig gengur þar? Eða er helsta málefnið að Sara Palin á dóttur sem er 17 ára og er að eignast barn; á sjálf barn með downs-einkenni og býr í Alaska?
1.9.2008 | 19:31
Að skíta í ruslafötu!
Já, miklum áfanga er náð. Egill Helgason eyddi athugasemd frá mér!
Gerði athugasemd á bloggi kaffihúsaspekingsins Egils Helgasonar í gær, þar sem hann sagði Söru Palin vera með furðulegar skoðanir. Ég sagði Egil sjálfan með furðulegar skoðanir, t.d. vill hann gera Ísland grískt og að óskar þess heitast að skíta í ruslafötur. Þeir sem hafa verið í Grikklandi og Kýpur og jafnvel víðar á þessum slóðum vita hvað ég meina. Eitthvað hefur þetta farið illa í vinstrisósíalistann sem þykist stundum vera hægrimaður.
Ég verð að segja eins og er að miklum áfanga er náð. Ekki var ég dónalegur á einn eða annan hátt eða eitthvað annað. Honum hefur greinilega eitthvað sárnað það að ég sakaði hann um að njóta þess að skíta í ruslafötu!
Mig annars hlakkar til að horfa á Silfrið í vetur, en geri ekki ráð fyrir því að hann muni taka upp þetta brýna málefni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2008 | 17:05
Icelandair American Express
24.8.2008 | 14:51
Hverjir eru sigurvegararnir í Peking?
Smá pæling eftir leikana.
Mér finnst dálítið merkilegt að Kínverja séu titlaðir sigurvegarar leikanna. Jú, þeir unnu flest gullverðlaun, en vinnur maður ekki silfur og brons líka? Eða tapar maður gullinu, sérstaklega þegar keppandinn hafi aldrei verið í gullsæti á meðan hlaupinu eða sundinu stóð?
Þær íþróttir sem Kínverjar vinna sín flestu gullverðlaun eru þær íþróttir sem þú mátt helst ekki vera hærri en 1,5m eða þyngri en 45kg.
Er þá íslenska landsliðið í handbolta ekki sigurvegarar eftir frábært mót, heldur töpuðu gullinu en unnu ekki silfrið?
Kínverjar unnu:
51 gull (missa væntanlega eitt eða tvö vegna brots á aldursreglum í fimleikum)
21 silfurverðlaun
28 bronsverðlaun
= 100 verðlaun
Bandaríkjamenn unnu:
36 gullverðlaun
38 silfurverðlaun
36 bronsverðlaun
= 110 verðlaun
Kínverjar kepptu í 27 greinum á móti 23 greinum sem Bandaríkjamenn kepptu í. Er þá ekki hlutfallið með BNA? Ekki finn ég hve margir keppendur voru frá Kína eða BNA, en þegar maður kíkir yfir fjölda keppnisgreina, þá virðist Kína vera með miklu fleiri en BNA (enda ætti svo að vera).
Er sú þjóð sem vinnur flest gullverðlaun sigurvegarinn, eða sú þjóð sem vinnur flest verðlaun?
17.8.2008 | 10:43
"Róum umræðuna!" - Hvar eru hernaðarandstæðingar Íslands, í Moskvu?
Svandís Svavarsdóttir er einhver almesti hræsnari íslenskra sveitastjórnarmála. Hún þráir bara völd. Það er kómískt að heyra hana segja að nýr meirihluti í borginni er umboðslítill. Nú froðufellir hún yfir því að Óskar Bergsson segir að sátt hafi nást um REI-málið. Óskar hefði kannski frekar átt að segja að það þyrfti að róa umræðuna, bara svona í tilefni þess að hann væri kominn aftur í meirihluta? Það vantaði ekki lætin í kerlinguna í október og svo loks þegar hún komst til valda, átti bara að róa umræðuna og forðast óþægilegar spurningar.
Ég legg það til Hönnu Birnu og Óskars, að þau segi við hina ívið mörgu getulausu fjölmiðlamenn landsins að það þurfi að róa umræðuna og banna eigi óþægilegar spurningar. Það væri gaman að sjá viðbrögð blaða- og fréttamanna við því, en ekki spurðu þeir Svandísi út í það af hverju það þyrfti og hvort það væri ekki lúalegt af henni að segja þetta í ljósi þetta að hún hafi komist til valda??
Svo er frábært að heyra það að froðusnakkarinn í Samfó vildi ekki mynda nýjan kvartett. Heldur vill hann að allir flokkar fyrir utan Sjálfstæðisflokk lofi honum að þeir vinni bara með honum einum, eftir næstu kosningar. Greyið hann!
Annað:
Hvar eru Hamasliðinn Ögmundur Jónasson, hernaðarandstæðingur númeró únó Stefán Pálsson, Jarpur og allir þeir sem hafa froðufellt og hótað að kveikja í sér (næstum því), yfir því að BNA sé í Afganistan og Írak, nú þegar Rússland ræðst inn í Georgíu? Af hverju er því ekki mótmælt eins og Ísrael, BNA og Bretlandi?? Það er augljóst að þeir tala og ganga í hringi þessir menn. Allt er BNA, Georg Bush, Davíð Oddssyni, Blair og Dóra Ásgríms að kenna, alveg sama hvað tautar og raular.
Bíð eftir dómi Ögmundar yfir Cheney, en nú eru vinstrimenn í BNA að saka Cheney um að hafa byrjað stríðið í Georgíu....AUMKUNARVERT!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar