Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2007 | 17:08
Flaut Paul Nikolov til Íslands?
Maður á ekki að vera gera grín af þessu, en þetta er nú samt fyndið!
Umhverfisfasistinn Paul Nikolov flaut til Íslands árið 1999! Það segir hann allavega í eigin bloggi!
"Ég vissu ekki hvað Eurovision var fyrir en ég flaut til Íslands í 1999"
Tekið af: http://paul.blog.is/blog/paul/#entry-209766
Birt með fyrirvara um að um stafsetningarvillu sé að ræða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 13:32
Brandari dagsins hjá Mogganum?
Ávallt gaman að svona bröndurum - minnihlutastjórn vinstrimanna með Framsókn sem hjálparhjól!!
Valdaþorstinn er með ólíkindum í SJS og IGS. IGS er auðvitað að fara á taugum vegna útreiðarinnar um helgina og verður að komast til valda til að bjarga pólitískum ferli sínum, á meðan SJS lifir ekki af aðrar kosningar í stjórnarandstöðu.
Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 19:18
Kynjakvótakjaftæðið!
Ætlar þessi vitleysa engan endi að taka? Öfgafemínistar eru ekki ánægðir með að hlutfall kvenna sé ekki nóg á þingi, eftir kosningar gærdagsins. Nú vilja þær bara setja kvóta til að tryggja ákveðinn fjölda kvenna á þingi.
Á bara að setja konu inn á þing vegna þess að hún er kona? Þarf hún virkilega ekki að hafa eitthvað til málanna að leggja, og hafa áhuga að fara inn á þing? Hverslags vitleysa er þetta? Er þetta ekki bara val hjá konum; þær fara í prófkjör og ákveða að sækjast eftir ákveðnum sætum. Ef þær fá góða kosningu þá bara gott; ef ekki þá bara sorrí!
Þetta snýst alltaf út í öfgar á endanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 09:28
Islands regeringskoalition vinder valget
Það var léttir að lesa þessa fyrirsögn í vefútgáfu Jyllands-Posten í morgun. Sé þó ekki fyrir sömu flokka vinna saman, S kemur inn fyrir B?
Nú er bara að dýfa sér inn á mbl.is og visir.is og kryfja kosninganóttina!
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 20:27
Með ólíkindum...
Mikki Mús" heldur áróðrinum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 19:10
Íslendingar vs. nordisk socialisme
Já drepfyndið atriði átti sér stað á morgunfundi okkar í vinnunni hér í Kaupinháfn í morgun. Þegar liðað var á þennan annars létta fund, biður einn reyndasti og elsti Daninn um orðið og bendir á það, að nú fara fleiri og fleiri viðskiptavinir að koma inn á skrifstofuna. Þess vegna þyrfti að taka einhverja kassa og hillur í burtu, sem honum þótti eitthvað vera fyrir, og alls ekki sæmandi vinnustaðnum.
Svarar framkvæmdastjórinn (íslenskur, en búsettur lengi í DK) honum þannig að Íslendingar sem þættu þetta eitthvað "vandamál" myndu nú bara gera eitthvað í málinu og taka á því, en ekki bíða eftir næsta fundi og ræða málið og taka það í gegnum eitthvað sósíalískt ferli með tilheyrandi langlokugerð og skriffinnsku!
Verð ég nú að segja að mér og framkvæmdastjóranum þóttum þetta með eindæmum fyndið, en eitthvað varð Daninn hissa og smámóðgaður yfir svarinu. Þetta endaði allt samt vel og ákveðið var að setja þetta í "referat"bókina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 10:42
Naser Khader og Ny Alliance í Danmörku
Nú þegar Naser Khader klauf sig úr Radikal Venstre og stofnaði nýjan flokk, Ny Alliance hér í Danmörku, hafa fjölmiðlar lítið fjallað um annað. Þarf það nú ekki mikið á óvart. Ny Alliance ætlar að vera einhverskonar miðjumoðsflokkur miðað við það sem kemur fram á heimasíðu þeirra.
Nú í gær var hringt í mig frá einhverju fyrirtæki sem hefur það að atvinnu að skoðanakannast. Kom það mér dálítið á óvart, þar sem ég má ekki kjósa hér í DK í alþingiskosningum og ekki er ég með ríkisborgararétt hér í DK. Maður spyr sig þá, hver er áreiðanleiki skoðanakannana hér í DK ef það er bara hringt handahófskennt í fólk, óháð því hvort það séu með ríkisborgara- eða kosningarrétt, í því landi sem það er búsett? Ekki getur verið að könnunin gefi rétta mynd af málunum, er það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 06:18
Snilldarmyndband!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 21:55
"Dvergakastið góða"
Alltaf gaman að sjá gömul skaup og sérstaklega Skaupið frá 2001. Dvergakastið stendur þar upp úr og auðvitað Mr.Soprano. Enn, sex árum eftir þessi "tæknilegu mistökum" Mr. Soprano eru vinstrimenn að tuða um þetta sem eitthvað kosningarmál...og Falun Gong. Sýnir þetta ekki málefnaþurrðina í þeim?
Um dvergakastið, þá fannst SJS það standa upp úr, en honum fannst líka hann og öðrum vinstrimönnum gerðir ansi litlir i Skaupinu sem var auðvitað raunin.
Þetta Skaup sýnir líka í hnotskurn hve fordæmisfullir Íslendingar geta verið, þegar Mr.Soprano var kennt um allt og ekkert. Veit ekki hve margir áttuðu sig á því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 20:00
Rjómablíða í Kaupinháfn um helgina!
Tók þess mynd á föstudaginn, þegar ég fór niður á Nyhavn með félaga mínum til þess eins að taka myndir og fá mér öl! Íslenskur prís í Nyhavn 55 DKK fyrir ölið!
Carls Special af krana drukkinn ískaldur. Eðalöl sem fæst ekki á Klakanum.
Sólbarinn er maður eftir setuna með ölið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar