Færsluflokkur: Bloggar

Islänningarna är på väg att bli fiskpuré...

...segir sænskur íþróttafréttaþulur!

Já, þá eru Svíarnir vonandi búnir að koma Eyjólfi í skilning um að hann eigi ekki heima í þessu starfi!  

Aftonbladet er allavega búið að finna það út líka, að Haiti er betra í fótbolta en Ísland!

Þjóðarskömmin er alger.  Búið að byggja stærri leikvang í Reykjavík svo að sem flestir geti séð hið frábæra íslenska karlalandslið!  Sú framkvæmd hlýtur að dæmast alfarið nú sem brandari.  Vonandi nær kvennalandslið okkar að fylla stúkurnar svo KSÍ fái nú eitthvað í kassann.


 


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing!

Einhver háskólanemi, mannvitsbrekka með eindæmum, hefur kært Christian Poulsen leikmann Danmerkur vegna "hægri króksins" sem Markus Rosenberg fékk í vömbina sl. laugardag. Kæran er byggð á hvar mörkin fyrir ofbeldi inn á fótboltavellinum eru.  

Nú er mér bara spurn:  Get ég mögulega kært einhvern Moggabloggara fyrir eintóm leiðindi og viðbjóð? Bara til að athuga hvar leiðindamörkin lægju á Moggablogginu?


Skömm!!!

Þetta er hrein skömm fyrir íslensku þjóðina.  Hver er réttlætingin að halda úti þessu ömurlega landsliði sem er mannað mönnum úr hinni geysisterku NORSKU deild, og Eiði Guðjohnsen sem allir treysta á að reddi þessu!???

Þetta er hrein hneisa og sóun á skattpeningum okkar að eyða tíma í þessa heimsku og vitleysu.  Leggjum þetta landslið niður og forðum landi og þjóð frá frekari skömm!

 

 


mbl.is Gríðarleg vonbrigði að fara í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsimenni!

Þótt mér líki algjörlega EKKERT í fari Vinstri-grænna, þá verður það ekki tekið af Steingrími að hann er snillingur í ræðustól!

Megi Íslendingar njóta ræðusnilldar hans, en forðast stjórnar hans!


mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chavez the Clown!

hugoHugo Chavez er ekki hættur að berja niður andstæðinga sína í Venezúela.  Lyktin af einræði er komin of nálægt og hann sér sig sem einhvern "frelsara" heimsins.  Þvílíkur brandari.Grin  Hvað yrði sagt hér í Evrópu eða BNA ef forsetinn eða forsætisráðherrann myndi saka einhverja sjónvarpsstöð um að hún væri að hvetja til þess að hann yrði myrtur...bara svona út í bláinn?

Já, þessi maður kallaði Bush djöfulinn.  Held satt að segja að djöfullinn í trúðsmynd hafi birst í mannsmynd í Venezúela.  Þetta nafn ætti þó betur við hann; Chavez the Clown - ætli það verði nafn sem festist á þennan vitleysing í framtíðinni? 

Þessi mynd á allavega vel um þennan kengruglaða mann. 


Þjóðernissinnaður sósíalismi!

09212006Já, Hugo Chavez færir Venezúela nær og nær borgarastyrjöld með aðgerðum sínum.  Nú lokar hann einkarekinni sjónvarpsstöð sem er honum ekki að skapi og hefur gagnrýnt hann.  Mótmæli eru í Caracas vegna þessa, en samt merkilegt að lesa blogg nokkurra hér á mbl.is, sem vilja bara trúa því að þetta sé fámennur hópur kapítalista og háskólamanna, og lofsyngja sjálfir aðgerðir Chavez.  

Þegar maður "gúgglar" orðið national socialism sem Chavez reynir að fylgja statt og stöðugt, koma einungis greinar og fræði um Nasisma og nýnasisma.  Sýnir þetta ekki okkur hve hættuleg stefna þessa manns er?

Spænskur vinur minn sem heimsótti mig um daginn, sagði mér að spænskir fjölmiðar litu á Chavez sem trúð sem ekki væri hægt að taka alvarlega.  Það fannst mér gott að heyra frá vinstrisinnuðum Spánverja, og vita af því að jafnvel þeir geta séð myrkustu hliðar sósíalismans og gagnrýnt hann.

Frjáls umræða er ekki velkomin lengur í Venezúela...frekar en í Zimbabwe.


VG veit ekki hver munurinn á einkarekstri og einkavæðingu er!

c_documents_and_settings_brynjar_desktop_sjs_143783Verða allir VG-menn velkomnir hingað!Devil

Eru þá VG ekki á móti öllum ehf. fyrirtækjum á landinu?  Og hf.? Svei mér þá!

Kolla Klám opinberaði stefnu VG í viðskiptamálum í kvöld.  VG er á móti fyrirtækjum sem ekki eru ríkisrekin.   Það var að vísu löngu vitað..óopinberlega þó!

Má fólk ekki hafa val í heilbrigðisgeiranum? Mega þeir sem vilja, ekki leita annað og mögulega í dýrari þjónustu, ef þeir vilja?  Já, VG hefði komið á neyslustýringu dauðans á Íslandi hefðu þeir komist til valda.

 

 

 


C'est la vie!

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær það tækifæri að hafna ókeypis miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Já, það gerðist í gær og það ömurlegast er, að ég á flug til Aþenu daginn eftir.  Tilboðið um miðann kom bara of seint og ég gat ekki einu sinni breytt Business Class fluginu með SAS frá Kaupinháfn!

Ég mun þá bara gera gott úr þessu, og taka þátt í eftirpartýinu með Liverpoolmönnum! Wink

Ætla líka að hafa það gott í Aþenu til sunnudags! 

C'est la vie! 

 


Kaupmannahafnarmaraþonið í boði Glitnis!

PICT0037Já, það styttist í það að Íslendingar kaupi Kaupmannahöfn.  Maraþon borgarinnar er orðið "íslenskt"!!  

Starfsmenn maraþonsins voru allir klæddir í rauðar treyjur merktum Glitnir og svo voru auðvitað auglýsingaskilti bankans  út um allt í borginni í dag.

Ég stend við þá kenningu mína, að innan 20 ára munu Kaupmannahafnarbúar tala íslensku sem fyrsta mál og Kaupmannahöfn verður "Litla Reykjavík"!Wink


Bullið í Skallagrími!

Hvernig fær hann það út að eðlilegt sé að flokkur sem tapaði tveimur þingmönnum og rúmlega 4% í fylgi, ætti að fá stjórnarmyndunarumboð en ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er sigurvegari kosninganna og stærsti flokkur landsins.  

Já, aumkunarverðari stjórnmálamaður finnst ekki á Íslandi nú um stundir.   Bullið í honum nær engri átt, hann reynir eins og hann getur til að tala sig inn í ríkisstjórn.

Það verður gaman að sjá greyið og bullukollana í VG í stjórnarandstöðu aftur. 

Það eitt er Íslandi til heilla. 


mbl.is Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband