Færsluflokkur: Bloggar

Fjölmiðlar á Íslandi?

fox slutEr það ekki stórkostlegt áhyggjuefni hve greiða leið sumt fólk á í fjölmiðla á Íslandi?  Það er hluti Kastljósþáttar notaður í að spyrja einhvern ungling af hverju hann mögulega kannski eða kannski ekki sparkaði í þetta forljóta kvikindi, á meðan hann var á ferð í Húnavatnssýslum?  Hann vissi greinilega ekkert um málið.

Er þetta ekki orðið gott af viðbjóðslegri gúrkutíð fjölmiðla á Íslandi?  Það kemst allt núorðið í ekki-fréttirnar eða í umræðuþætti.  Maður þarf bara að þekkja einn fjölmiðlamann og bingó...þú er í sviðsljósinu með ekkert að segja. 

 


mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið komið til Kaupinháfnar?

Nyhavn

Jæja, þá loksins fengum við ágætan sólardag hér í Kaupinháfn, eftir stanslausar rigningar og eiginlega kaldan júní og fyrripart júlí.  Ekki lengur þessi kaldi/volgi vindur sem blæs, heldur fann maður virkilega fyrir að hitinn væri að komast í gott horf.  Spáð bara upp undir 30°C í komandi viku!

Fyrirgef heljarinnar hitaskúrum síðdegis í dag og stökum þrumum, sem fengu mann til að halda þetta væri bara gabb.


Viltu tryggja þig fyrir gjaldþroti flugfélags?

PICT0028Ég fer til Finnlands nú í nóvember til að hitta þar fyrir finnskt vinafólk mitt og mexíkóska vini sem er að koma alla leið frá Mexíkóborg.  

Var í gamni mínu að skoða fargjöld héðan frá Kaupinháfn til Helsinki, og að þessu sinni á síðunni www.kelkoo.dk.   Finn ég þar hræbyrlegt flug (1.174 DKK) með Finnair til Helsinki á mjög svo hentugum tímum fyrir mig.  Ég skoðaði nánar ferlið á síðunni og fór yfir á bókunarstigið þar sem maður gefur upp persónuupplýsingar og annað.  Brá mér örlítið þegar ég sá að verðið var búið að hækka í 1.627 DKK.  Skoðaði ég það nánar, en bjóst strax við að ég þyrfti að haka úr ferðatryggingu og forfallatryggingu.  Jújú, það var auðvitað raunin, en viti menn, sat sat ekki enn ein tryggingin eftir sem ég hef aldrei séð áður á boðstólnum:

 Forsikring mod konkurs hos flyselskab

Ja tak! Jeg vil gerne tegne forsikring mod konkurs hos flyselskab. 75 DKK pr. Person.

 

Já góðir hálsar, trygging gegn gjaldþroti flugfélagsi!   Ekki er það flugfélagið sem setur þetta upp, heldur er það hlutlausa bókunarsíðan sem er að reyna drýgja tekjurnar.Woundering

Á sunnanverðum Vestfjörðum sl. helgi!

Snæfellsnes - glacierSkellti mér á Patreksfjörð sl. helgi til vinafólks míns, Sverris og Nínu.  Ekki oft sem maður notar tækifærið og flýr rigningar í Kaupinháfn til að komast í sólina á Íslandi, en svo varð nú raunin sl. helgi.  Byrjaði á því að taka morgunflug Icelandair á fimmtudagsmorgun, sem verður að segjast að sé hið hentugasta flug fyrir Íslendinga búsetta í Kaupinháfn eða nærsveitum Kaupinháfnar.  Lentur á Fróni kl. 09:00 í blíðskaparveðri.  

Flogið á Bíldudal með flugfélaginu Erni á föstudagsmorgni í einstakri blíðu, en þessi mynd hér til hliðar var tekinn á leið þangað. (Snæfellsnes, Grundarfjörður og Snæfellsjökull).  Bara blíða og hiti á Bíldudal og Patró alla helgina, grillsteikur, viskí og koníaksdrykkja óhófleg.  Sverrir gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér að drekka embættismannadrykkinn Campari, og tókst kannski bara með ágætum.  Ekki var svo verra að hafa nokkra Cohibavindla meðferðis, sem þóttu einstaklega góðir eins og áður.

 Einstaklega góð helgi og mjög afslappandi.  Verst að vera mættur aftur í rigninguna í Kaupinháfn aftur!


Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum!

Þetta hlýtur að fara í bókhaldið sem erlendar gjaldeyristekjur ferðaþjónustu, er það ekki? 
mbl.is Ferðamaður sviptur ökuleyfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

????

Segir þetta ekki ýmislegt um gæði íslenskrar knattspyrnu....og við erum að grenja karlalandsliðið?
mbl.is Valur tapaði fyrir Cork City, 0:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf dómsdagur í augum ASÍ?

ragnaroek2Nú kemur Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ fram í fjölmiðla og lýsir þungum áhyggjum yfir væntanlegu hækkandi atvinnuleysi á Íslandi.  Atvinnuleysi hefur nú ekki mælst mikið á Íslandi undanfarin ár eða um 1,3%, sem verður að teljast með ólíkindum lágt. ASÍ hefur ekki mikið tuðað yfir atvinnuleysisprósentunni, vegna þessa.   Á hinn bóginn hefur verðbólgan verið í hærra lagi, og Ólafur Darri og dómsdagssamstarfsmenn hans duglegir við að spá endalokum lífs á Jörðinni vegna "óstjórnar" í efnahagsmálum á Íslandi.

Nú er það þannig að sterkt samband er á milli verðbólgu og atvinnuleysis (kúrfa Filippusar).  Lág atvinnuleysisprósenta orsakast af mikilli þenslu og eftirspurn eftir vinnuafli m.a. fyrir austan.  Nú þegar það stórkostlega mannvirki er á lokastigi, er raunhæft að spá því að atvinnuleysi aukist þar sem ekki verður (væntanlega) jafnmikið að gera þar og áður.   Á móti kemur að verðbólgan mun örugglega lækka hratt.  3% atvinnuleysi og 2,5% verðbólga verður að teljast raunhæft og eðlilegt ástand í landi eins og Íslandi. Eða er það ekki? 

Eigum við ekki að leggja ASÍ niður og spara okkur fleiri dómsdagsspám?  Vil bara spara peninga og forða eyrum þjóðarinnar frá endalausu, næstum því innihaldslausu tuði! 


Hvað getur maður sagt skemmtilegt?

serve.phpFékk hringingu norðan af Íslandi nú rétt í þessu, þar sem kvartað var sáran yfir einstöku bloggleti mínu!  Fór ég að velta því fyrir mér hvað skemmtilegt ég gæti sagt hér.  

Jú, mikil hitabylgja hefur verið hér í Kaupmannahöfn síðastliðnu daga.  25°C til 30°C hiti og sólarmikið. Mánudagsveiki þurfti nú ekki að koma svo mikið á óvart hjá nokkrum starfsmönnum, þar sem það hlýtur að vera skelfilegt að fá kvef vegna hitabreytinga!?  

Á laugardaginn, slúttuðum við vetrinum hjá IF Guðrúnu með veislu á Klubben á Enghavevej og mikilli öldrykkju langt fram á kvöld. Nú er bara að vera í efri helming deildar á komandi tímabili

Það er einhver gúrkutíð í gangi!  Engar fréttir af trúðnum Chavez í Venezúela.  Maður getur þó róað sig yfir því að ruglið í Vinstri-grænum ætlar engan endi að taka!  

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband