9.10.2008 | 19:27
Bakland bankana
Ef að Seðlabanki Bandaríkjanna metur það svo að fjármálakerfið á Íslandi hafi verið alltof stórt fyrir þjóðarbú Íslands, og því treystir hann sér ekki til að lána Seðlabankanum; hvernig er þá hægt að búast við því að hinn "litli" Seðlabanki Íslands hafi haft nokkur tök á því að fylgja Kaupþing, Landsbankanum og Glitni eftir og bakka skuldir þeirra upp?? Er það einfaldlega bara ekki óraunhæft að ætlast til þess að SÍ hafi mátt (NB! sama hver stýrir bankanum), til að leysa svona rosalegt vandamál?
Ísland er ekki stórasta land í heimi.....lengur og Grísinn að fá kransæðarstíflu!
7.10.2008 | 17:17
Verður Ísland af Sovétlýðveldinu Ískistan ef......
1.10.2008 | 18:38
Að vera fyrrv. eigandi í Sjóð 9
Þá kom það í ljós. Þessir svokölluðu ráðgjafar í eignastýringu Glitnis vita greinilega ekki mikið annað en hvað þeir lesa í blöðunum eða heyra í fréttum. Það ætti kannski frekar að kalla þá spámenn en ekki ráðgjafa.
Í morgun hvarf dágóð summa af mínum vaxtatekjum í Sjóð 9. Bara afskrifuð. Ávöxtunin féll úr 14,8% í 6,6%. Maður spyr sig hvernig í andskotanum er það hægt, þegar þetta á að vera öruggur og áhættulítill sjóður?? Greinilegt að Stoðir hafa verið uppistaðan í eignasafninu!
Sem betur fer var ég búinn að innleysa ýmislegt en missirinn er samt mikill.
Fussum svei. Þýðir ekkert að dvelja við þetta heldur bara byrja aftur.
Er ekki dálítið kómískt að Sindri Sindrason sé að taka HLUTLAUST viðtal við Jón Ásgeir á málgagni Baugs og Samfylkingarinnar....Stöð 2?? HALLÓ!! Var hann ekki fjölmiðla- eða eitthvað fulltrúi hans fyrir nokkrum árum?
Er þetta eitthvað það aumkunarverðasta sem maður hefur séð í lengri tíma? Sindri auðvitað spurði Jón flókinna spurninga og gagnrýnna, eða var hann með spurningarlista fyrir framan sig sem ónefndir aðilar skrifuðu niður fyrir hann?
Þorsteinn Már var svo ekki nógu sannfærandi í Kastljósi í kvöld. Hef þó fulla trú á honum í þessu starfi stjórnarformanns enda þekktur til tiltektar þar sem hann sér sukk.
En stóra spurningin er; mun ég eiga peninga í Sjóði 9 í fyrramálið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2008 | 21:01
Jarpur heldur að umhverfisfasistar geti eitthvað hjálpað til!
Það er sorglegt að sjá Jarp gamla gráan og utangátta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kemur ekkert annað en endurtekið væl í honum. Fara ekki umhverfisfasistar sjálfir að gefast upp á honum og Múllah Ögmundi?
Aumkunarvert væl!
27.9.2008 | 13:42
Everton flengdir á Gúddisson Park
21.9.2008 | 10:52
Spekingar landsins
Það er magnað að hlusta á spekinga eins og Bjarkar-pappa, kaffihúsaspekinga í 101 og aðra listamenn alltaf að vera tala um fyrir upptöku Evru sem einhverri heildarlausn á hallærinu sem ríkir nú á Íslandi. Almenningur þorir ekki að horfa í eigin barm. Einkaneysla og lántökur fóru algerlega framúr öllu. Lán voru slegin á methraða jafnvel fyrir brauðristum og flatskjáum. Íslendingar hafa aldrei kunnað að fara með fé, nema þá kannski sauðfé. Hvað ætli það séu margir lúxusjeppar og margar íbúðir til sölu með 85-95% áhvílandi? Hve margar á nauðungaruppboði? Ehhhh, er þetta allt Seðlabankanum eða Ríkinu um að kenna? Já, segja þessir aðilar.
Fyrir nokkrum árum var nánast ómögulegt að fá Íslendinga í vinnu á sjó sem háseta eða til að vinna almenn hótelstörf. Allir vildu auðvitað vera "stjórar" og helst mætta nógu seint í vinnu til að geta farið nógu snemma. Þegar maður hringdi á hótel eða á veitingahús reyndi á færni manns í einhverri samblöndu af slavnesku og ensku. Nú tala ég mjög góða ensku, og hana skilja ekki austur-Evrópubúar. Maður verður bara að fara niður að sama plan, eða bara skella á og salta málið.
Nú virðist öldin vera önnur. Umsóknum Íslendinga fjölgar til útgerða og hótela skv. góðum heimildum sem ég hef. Er það ekki jákvæð þróun, eða er það jafnvægi að hafa ótalandi en þó duglegt fólk í þessum störfum?
15.9.2008 | 00:33
Á Klakanum
Er nú staddur á Klakanum þar sem ég mun taka þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldinn verður 15.september til 17.september. Ég kvaddi Kaupinháfn á föstudagskvöldið í skítakulda og roki - ljóst að haustið er komið til Danmerkur. Ísland tók við mér með rigningu og týpískum velkominnvindi. Síðan er búið að rigna meira og blása meira. Horfði á Liverpool flengja júnæted hjá félaga Púlara Hr. Sett og bankamanninum The Sideliner sem er júnætedmaður. Yfirspilun!
Djamm á föstudagskvöldið. Mjög góð og sanngjörn verð á börunum og sérstök ánægja að borga um 2.500 ISK fyrir leigubíl úr miðbænum í Salahverfið í Kópavogi þar sem ég gisti á Hótel Mömmu *****. Það eina sem er jákvætt við að greiða fyrir þetta næstumþvíokur er það að gengið er jákvætt fyrir mig.
Meira segja á Sá Gamli Tanqueray í skápnum sem verður að segjast vera framför þar sem glundrið Bífeter og Gordons hefur einokað ginskápinn hingað til. Nú er það eitt eftir að kenna honum að drekka G&T með limesneið líka!
Hélt mér svo þurrum á laugardagskvöldið en fór samt til Apótekarans um seint um kvöldið til að hitta Hr. Sett og félaga. The Sideliner var með í för. Hr. Sett blæddi Mojito á línuna (fyrir utan bindindismanninn). 5 x 1.700 = 8.500 ISK. Bærilegt og sanngjarnt verð.
Punktur
9.9.2008 | 19:43
Að skíta í ruslafötu - annar kapítuli!
Nú er ég sár! Egill Helgason er, að því virðist, búinn að banna mig á bloggsíðu sinni á Eyjunni. Ekki veit ég af hverju, nema þá að honum hafi sárnað mjög þegar ég sakaði hann um að njóta þess að skíta í ruslafötu. Bað hann um að skila kveðju til Sarah Palin næst þegar hún hringdi í hann, en hann hefur ómælda þráhyggju í hennar garð, og hann bara þurrkar mig út. Já, ég er sár!
Nokkrir vinir og félagar voru hér í Kaupinháfn um helgina og þar sem rennslið í klósettinu var bara ekki að fullnægja þörf bjórþyrstra og steikarsvangra manna, leit út fyrir að við myndum þurfa sameinast hugmyndum Egils um að skíta í ruslafötu. Sem betur fer gerðist það nú ekki; en ég held að Thai Massage stofan hérna á neðri hæðinni sé að nota allt of mikið vatn (sem ég greiði fyrir). Hmmmm....af hverju ætla ég ekki að fara út í, að sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2008 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:40
Hvar er Uglan?
Ugla sat á kvisti upp á hvern einasta dag, fyrir, á meðan og eftir flokksþing Sjálfstæði...nei demókrata gekk yfir og brosti sínu breiðasta þegar kom að honum í fréttatímum Sjónvarps. Nú bólar ekkert á honum þegar flokksþing repúblikana er í gangi? Fá landsmenn ekki að vita hvernig gengur þar? Eða er helsta málefnið að Sara Palin á dóttur sem er 17 ára og er að eignast barn; á sjálf barn með downs-einkenni og býr í Alaska?
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar