28.10.2008 | 20:13
"Eina virka stjórnarandstaðan er Spaugstofan"
Fyrir fimm árum síðan var ég staddur við Veiðivötn með bróður mínum og eiginkonu hans. Hópur jeppamanna var með í för (ferð á vegum Útivistar), þar af Gylfi Arnbjörnsson nýkrýndur forseti ASÍ. Eitt kvöldið var slegið upp varðeldi í kuldanum, en þetta var í nóvembermánuði. Sungið var og drukkið allt kvöldið og ágætis skemmtun varð úr. Þegar á leið var greinilega farið að tala um þjóðmál á einum stað í hópnum, jú einmitt þar sem hinn nýkrýndi forseti stóð. Allt í einu stundu hátt úr Gylfa "Eina virka stjórnarandstaðan á Íslandi er Spaugstofan". Gylfi Arnbjörnsson, sósíalisti (kalla sig jafnaðarmenn í dag) og klappstýra Enginbjargar Slorrúnar bar greinilega ekki mikið traust til eigin flokks árið 2003. Gerir hann það nú?
Nú var Gylfi kosinn forseti ASÍ eins og kom fram hér áður. Bar hann sigurorð af Ingibjörgu eitthvað um stólinn. Ekki heyrðist mikið í fasistadúkkunni Sóleyju Tómasdóttir við þá kosningu!? Ha, karl kosinn umfram konu!?? Heyrist ekkert í kellu, þar sem um vinstrisinnaða kosningu er að ræða og mjög heppilega? Var hann kannski búinn að lofa henni stöðu jafnréttisdúkku ASÍ?
21.10.2008 | 18:55
Ég styð hryðjuverk?
Skv. Hr. Skítabrúnum, elskunni hans og flokksbræðrum í ríkisstjórn Bretlands styð ég óbeint hryðjuverk með því að hafa sparifé mitt hjá Landsbankanum.
Vona að Hr. Skítabrúnn lesi þetta ekki eða einhverjir veruleikafirrtir SÍÆEI-menn í BNA, en ég er búinn að mæla mér mót við Osama Bin Laden og Akkkkmeddddjani Íransforseta í næsta mánuði, þar sem við ætlum að fara yfir efnahags- og rekstrarreikning Al-Kaída og gera rekstraráætlun fyrir 2009.
20.10.2008 | 19:44
IMF: Krónuna á flot og háa stýrivexti
Hmmmm....er þetta ekki það nákvæmlega sama og Seðlabankinn er búinn að vera að gera síðan ég veit ekki hvenær?
Hvern munu öfgavinstrimenn, ofurbloggarar og kaffishúsaspekingar vilja fá hengdan núna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2008 | 22:37
Megi moggabloggið fara til helvítis!
Sú mikla þörf sem margir hafa að skrifa og tengja skoðun sína við hverja andskotans frétt sem er birt hérna á mbl.is er aumkunarverð og viðbjóðsleg. Hefur þetta fólk virkilega ekkert annað að gera?? Er lífið virkilega svona innantómt hjá mörgum?
Nefni enga á nafn, en þetta er yfirónáttúrulegt. Megi moggabloggið fara til fjandans, norður og niður og megi Húgó Chavez þjóðnýta bloggið sem fyrst í þágu skrattans og frænda hans.
E.s: Er þetta kannski óviðeigandi blogg??
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2008 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.10.2008 | 10:30
Kóngurinn í Kaupinháfn
Fór á tónleika Bubba Morthens sem voru í boði Iceland Express hér í Kaupinháfn í gærkvöldi. Voru þeir haldnir í Falconer Centret í Frederiksberg Kaupinháfn.
Ætli það hafi ekki verið um 700 manns í salnum. Þetta voru annars bara ágætir tónleikar en því miður tók Bubbi ekki nægilega mikið af sínum lögum. Tók, Synetu, Kyrrlátt kvöld, Rómeó og Júlía, Þingmannagæla, Brotin loforð, Afgan....man ekki eftir fleiru en ég gleymi örugglega einhverju.
Mér fannst Bubbi eitthvað pirraður og skil ég það vel. Nokkrir tónleikagestir sem sátu mjög framarlega voru þarna bara til að drekka bjór og nánast eyðileggja fyrir öðrum sem voru að reyna að njóta tónleikanna. Íslendingar í hnotskurn?
Bubbi var þó í flottasta og svalasta jakkanum í gærkvöldi! Það sama verður ekki sagt um trúðsmúnderinguna sem Frikki Weiss var í.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 17:42
Hundrað þúsund milljónir!
Þegar Ómar labbaði niður Laugarveginn í den, þá áætluðu stuðningsmenn hans að um 20þ manns væru að taka þátt í göngunni. Löggan sagði átta þúsund að mig minnir. Aðstandendur Gay Pride segja að allt að 30þ manns hafi tekið þátt í skrúðgöngunni, löggan segir miklu minni tölu. Nú segja kaffishúsaspekingar að nálægt 5þ manns hafi verið á Austurvelli. Löggan segir um 500 manns. Löggurnar eru fífl og fávitar vegna þess að þeir kunna ekki að telja rétt skv. spekingunum.
Nú er það bara þannig að lögreglan er alltaf að meta og áætla fjölda fólks sem er í miðbænum í næturlífinu, skrúðgöngum eða opinberum tónleikum. Er hún ekki hæfust til að gera þetta?
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 21:16
Heimskan blómstrar!
Í fréttum RÚV var talað um ung hjón MEÐ BARN Á LEIÐINNI sem voru svo gæfusöm að ákveða að taka myntkörfuBÍLAlán þegar íslenska krónan var sem sterkust. Nú rýkur allt upp og afborganir hækka og hækka. Nú segir hin hugaða húsmóðir stopp, best sé að "parkera" bílnum þar sem afborgunin er fáránleg!!!
Hmmm.....bíddu nú við. Þarf ekki að borga af láninu þótt bíllinn sé kyrrsettur?? Heimskuleg fréttamennska eða heimskuleg ung hjón?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008 | 16:11
Er nú lán?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 23:44
365 í hræðsluáróðri fyrir Baug?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 21:15
Jarpur samur við sig!
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar