5.7.2007 | 17:28
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum!
Ferðamaður sviptur ökuleyfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 22:38
????
Valur tapaði fyrir Cork City, 0:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 18:46
Alltaf dómsdagur í augum ASÍ?
Nú kemur Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ fram í fjölmiðla og lýsir þungum áhyggjum yfir væntanlegu hækkandi atvinnuleysi á Íslandi. Atvinnuleysi hefur nú ekki mælst mikið á Íslandi undanfarin ár eða um 1,3%, sem verður að teljast með ólíkindum lágt. ASÍ hefur ekki mikið tuðað yfir atvinnuleysisprósentunni, vegna þessa. Á hinn bóginn hefur verðbólgan verið í hærra lagi, og Ólafur Darri og dómsdagssamstarfsmenn hans duglegir við að spá endalokum lífs á Jörðinni vegna "óstjórnar" í efnahagsmálum á Íslandi.
Nú er það þannig að sterkt samband er á milli verðbólgu og atvinnuleysis (kúrfa Filippusar). Lág atvinnuleysisprósenta orsakast af mikilli þenslu og eftirspurn eftir vinnuafli m.a. fyrir austan. Nú þegar það stórkostlega mannvirki er á lokastigi, er raunhæft að spá því að atvinnuleysi aukist þar sem ekki verður (væntanlega) jafnmikið að gera þar og áður. Á móti kemur að verðbólgan mun örugglega lækka hratt. 3% atvinnuleysi og 2,5% verðbólga verður að teljast raunhæft og eðlilegt ástand í landi eins og Íslandi. Eða er það ekki?
Eigum við ekki að leggja ASÍ niður og spara okkur fleiri dómsdagsspám? Vil bara spara peninga og forða eyrum þjóðarinnar frá endalausu, næstum því innihaldslausu tuði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:17
Hvað getur maður sagt skemmtilegt?
Fékk hringingu norðan af Íslandi nú rétt í þessu, þar sem kvartað var sáran yfir einstöku bloggleti mínu! Fór ég að velta því fyrir mér hvað skemmtilegt ég gæti sagt hér.
Jú, mikil hitabylgja hefur verið hér í Kaupmannahöfn síðastliðnu daga. 25°C til 30°C hiti og sólarmikið. Mánudagsveiki þurfti nú ekki að koma svo mikið á óvart hjá nokkrum starfsmönnum, þar sem það hlýtur að vera skelfilegt að fá kvef vegna hitabreytinga!?
Á laugardaginn, slúttuðum við vetrinum hjá IF Guðrúnu með veislu á Klubben á Enghavevej og mikilli öldrykkju langt fram á kvöld. Nú er bara að vera í efri helming deildar á komandi tímabili
Það er einhver gúrkutíð í gangi! Engar fréttir af trúðnum Chavez í Venezúela. Maður getur þó róað sig yfir því að ruglið í Vinstri-grænum ætlar engan endi að taka!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 20:19
Islänningarna är på väg att bli fiskpuré...
...segir sænskur íþróttafréttaþulur!
Já, þá eru Svíarnir vonandi búnir að koma Eyjólfi í skilning um að hann eigi ekki heima í þessu starfi!
Aftonbladet er allavega búið að finna það út líka, að Haiti er betra í fótbolta en Ísland!
Þjóðarskömmin er alger. Búið að byggja stærri leikvang í Reykjavík svo að sem flestir geti séð hið frábæra íslenska karlalandslið! Sú framkvæmd hlýtur að dæmast alfarið nú sem brandari. Vonandi nær kvennalandslið okkar að fylla stúkurnar svo KSÍ fái nú eitthvað í kassann.
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 23:00
Hugleiðing!
Einhver háskólanemi, mannvitsbrekka með eindæmum, hefur kært Christian Poulsen leikmann Danmerkur vegna "hægri króksins" sem Markus Rosenberg fékk í vömbina sl. laugardag. Kæran er byggð á hvar mörkin fyrir ofbeldi inn á fótboltavellinum eru.
Nú er mér bara spurn: Get ég mögulega kært einhvern Moggabloggara fyrir eintóm leiðindi og viðbjóð? Bara til að athuga hvar leiðindamörkin lægju á Moggablogginu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 23:33
Skömm!!!
Þetta er hrein skömm fyrir íslensku þjóðina. Hver er réttlætingin að halda úti þessu ömurlega landsliði sem er mannað mönnum úr hinni geysisterku NORSKU deild, og Eiði Guðjohnsen sem allir treysta á að reddi þessu!???
Þetta er hrein hneisa og sóun á skattpeningum okkar að eyða tíma í þessa heimsku og vitleysu. Leggjum þetta landslið niður og forðum landi og þjóð frá frekari skömm!
Gríðarleg vonbrigði að fara í leikbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.6.2007 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2007 | 20:54
Glæsimenni!
Þótt mér líki algjörlega EKKERT í fari Vinstri-grænna, þá verður það ekki tekið af Steingrími að hann er snillingur í ræðustól!
Megi Íslendingar njóta ræðusnilldar hans, en forðast stjórnar hans!
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 21:41
Chavez the Clown!
Hugo Chavez er ekki hættur að berja niður andstæðinga sína í Venezúela. Lyktin af einræði er komin of nálægt og hann sér sig sem einhvern "frelsara" heimsins. Þvílíkur brandari. Hvað yrði sagt hér í Evrópu eða BNA ef forsetinn eða forsætisráðherrann myndi saka einhverja sjónvarpsstöð um að hún væri að hvetja til þess að hann yrði myrtur...bara svona út í bláinn?
Já, þessi maður kallaði Bush djöfulinn. Held satt að segja að djöfullinn í trúðsmynd hafi birst í mannsmynd í Venezúela. Þetta nafn ætti þó betur við hann; Chavez the Clown - ætli það verði nafn sem festist á þennan vitleysing í framtíðinni?
Þessi mynd á allavega vel um þennan kengruglaða mann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 20:04
Þjóðernissinnaður sósíalismi!
Já, Hugo Chavez færir Venezúela nær og nær borgarastyrjöld með aðgerðum sínum. Nú lokar hann einkarekinni sjónvarpsstöð sem er honum ekki að skapi og hefur gagnrýnt hann. Mótmæli eru í Caracas vegna þessa, en samt merkilegt að lesa blogg nokkurra hér á mbl.is, sem vilja bara trúa því að þetta sé fámennur hópur kapítalista og háskólamanna, og lofsyngja sjálfir aðgerðir Chavez.
Þegar maður "gúgglar" orðið national socialism sem Chavez reynir að fylgja statt og stöðugt, koma einungis greinar og fræði um Nasisma og nýnasisma. Sýnir þetta ekki okkur hve hættuleg stefna þessa manns er?
Spænskur vinur minn sem heimsótti mig um daginn, sagði mér að spænskir fjölmiðar litu á Chavez sem trúð sem ekki væri hægt að taka alvarlega. Það fannst mér gott að heyra frá vinstrisinnuðum Spánverja, og vita af því að jafnvel þeir geta séð myrkustu hliðar sósíalismans og gagnrýnt hann.
Frjáls umræða er ekki velkomin lengur í Venezúela...frekar en í Zimbabwe.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar