Enginn kann að telja lengur

Þegar löggan (að ég held) taldi um 8þ manns á Austurvelli fyrir viku síðan, heyrðust engin mótmæli eða tuð í Herði Torfasyni eða öðrum misvitrum mótmælendum.  Allavega rak ég ekki augun í neitt um það í liðinni viku. 

Nú þegar löggan telur 4þ manns, þá allt í einu kann hún ekki að telja eins og fyrir þremur vikum síðan og eru bara fífl og fávitar.  Hörður Torfason er bestur í að meta fjöldann, enda sér hann tvöfalt skv. þeim sem standa fyrir þessu sem er hentugur eiginleiki núna.

Maður er að sjá blogg frá fólki sem labbaði þarna um og metur að um 1þ manns hafi verið þarna og margir flúið kuldann eftir smátíma. 

Hvað er rétt?  Það er erfitt fyrir mig að meta þetta á sjónvarpsmyndum eða blaðamyndum. En þetta virðist alltaf vera sami fjöldinn, eða um 3þ manns fyrir mér. Allavega virðist vera mikið pláss á Austurvelli þegar sjónvarpið er að labba þarna um og taka viðtöl.

Er kannski Hörður að telja alla sem labba um Austurvöll á meðan mótmælunum stendur, jafnvel þá sem vilja ekki kenna sig við mótmælin? Kannski lögguna líka? Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég tók einmitt eftir því að sjónvarpskonan sem var stödd þarna virtist annað hvort hafa verið þarna fyrir eða eftir fundinn því það var alveg troðinn austurvöllurinn og erfitt að smokra sér á milli fólks svo þett var staðið. Og það tók töluverðan tíma að komast heim..þar sem traffíkin var mikil og bílar alls staðar. Og ég spyr mig..hverra hagsmuna er verið að gæta með svona fréttaflutningi þar sem mjög greinilegt er að það er verið að telja niður frekar en upp og enn verið að gera lítið úr þeim þúsundum sem mæta vikulega til að mótmæla. Mæli með því að fólk komi og kanni málin sjálft í stað þess að treysta á fréttaflutning..sem greinilega gætir einhverra hagsmuna annarra en fólksins.  Því miður!!!  Og bara svo það sé á hreinu þá er ég hvorki vinstri sinnið né vinstri græn...vil bara alvöru lýðræði og spillinguna burt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Já, þú segir nokkuð. 

En hvað um þá sem eru að labba þarna um og segja 4þ manns alltof mikið?  Ekki það að mér er sama hvað margir eru að mótmæla.  Það er bara svo fyndið að heyra Hörð Torfason og þá sem eru að skipuleggja þessi mótmæli, fara upp á há-céið þegar löggan kemur með óhentugt mat á fjölda þátttakenda.

Það er spilling allsstaðar, alveg sama hver þú ert í pólitík.  Það verður líka spilling í nýjum framboðum og/eða flokkum.  

Guðmundur Björn, 30.11.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Já rétt 1%.  Mér eiginlega brá þegar ISG sagði að borgarafundurinn talaði ekki fyrir þjóðina og uppskar mikið baul fyrir.  Hún vann sér inn stórt prik hjá mér fyrir að þora að segja þetta. Ekki í anda popúlismans sem Samfó hefur unnið undir.

Guðmundur Björn, 30.11.2008 kl. 17:05

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Var búinn að gleyma því.  Úff.....ætli hún hafi ekki verið að reyna að bæta upp fyrir þau heimskulegu orð?

Guðmundur Björn, 30.11.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband