Færsluflokkur: Ferðalög

Ævintýraferð á hálendinu

punda_ur_dekkjunum_828536.jpgFór í mikla ævintýraferð á fimmtudagsmorguninn með björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi og Varmahlíð.  Keyrt var frá Varmahlíð austur eftir þjóðveginum, inn á Kjalveg og svo í suður á Hveravelli. Sól og blíða var á leiðinni þangað.  Sóðaskapurinn var með ólíkindum á Hvervöllum.  Traðkaðar bjórdósir, timbur og allskyns drasl á víð og dreif.    Frá Hveravöllum var svo keyrt í átt að Kerlingarfjöllum en áfangastaðurinn var skálinn í Setri.  Ekki fengum við að njóta útsýnisins norðan við Kerlingafjöll þar sem það gerði smá muggu.  Birti þó til þegar komið var framhjá Illahrauni. 

Haldið var svo í átt að Nýadal frá Setri suður fyrir Hofssjökul.  Á leið þangað var komið stutt við í flottum skála við Þúfuvötn.  Keyrt var upp með Kvíslavatni og svo austur í Nýadal.  Ekki var búin að vera mikil umferð á þessum slóðum eins og jafnan er á þessum tíma.  Ein bíll í Setri og sáum svo þrjá bíla á leiðinni frá Setri í Nýadal.  Það var allt og sumt.  

hveravellir_-_laugafell_april_2009_087.jpgFrá Nýadal var svo ákveðið að halda heim á leið með viðkomu í Laugafellsskála, en þar ætluðu snjósleðateymi úr björgunarsveitinni í Varmahlíð að vera.  Frá Nýadal yfir í Laugafellsskála er um 31km, eða miðað við aksturinn á okkur svona rétt undir klukkustund.  Þegar búið að var að keyra um 10 km frá Nýadal lentu við í smá óhappi sem tafði förinna ansi mikið, en að lokum gerði hana bara safaríkari og meira ævintýri.   Komið var í Laugafell milli níu og tíu og dvalið þar til morguns, en þá var lagt af stað til byggða.  Snjóalög voru ekki mikil en tafði okkur þó, þar sem pundað var í dekkinn. Komum við svo á Hóla í Hjaltadal um kl. 08:30 eða 24 tímum seinna.  hveravellir_-_laugafell_april_2009_001.jpgÉg rankaði við mér um fimmleytið um síðdegið þegar brósi hringdi, en hann var að leika sér á skíðum á Tindastóli þann sama dag.

 


Cancúnferðin

Jæja, þá nennir maður loks að skrifa eitthvað um þessa frábæru Cancúnferð:

img_0245.jpgGist var á fínu hóteli, Blue Bay Club Cancún (Marina) sem er um 25 mínútna akstur frá Cancún-eyrinni sjálfri.  Á hótelinu voru aðallega Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Mexíkóar og Bretar.  

Náð var í okkur út á flugvöll og keyrt beint að hóteli þar sem maður fékk G&T við komu og tékk inn.  Íbúðin var síðan risastór.  Tvö svefnherbergi með baðherbergjum og svo stór stofa.  Við létum þrjár svalir duga okkur.  Eins og sést á myndinni, þá er ströndin nánast á svölunum hjá okkur.  

"All-inclusive" pakkinn hélt manni vel maríneruðum í G&T í ca. 15 daga, en það verður að segja að eftir kl. 10:00, þá var nánast bannað að vera með tómt í glasinu.  Þjónarnir sáu til þess.  Eitt var þó dálítið kómískt:  Við fengum rauð armbönd sem þýddi að við voru í gegnum RCI Timeshare og vorum þá í einhverskonar VIP á hótelinu með þeim sem höfðu gyllt armbönd.  Allir Bretarnir og þeir sem komu í gegnum ferðaskrifstofur voru með blá armbönd.  Það þýddi að þeir fengu ekki "jafngott" áfengi á barnum og þeir sem höfðu rauð eða gyllt.  Þar sem ég sat alloft á spjalli við nokkra Breta með blátt og þau sóttu drykki á barinn, fékk ég að kynnast mexíkósku ginhráolíu mjög oft.GetLost  Minnir margt á olíuna sem Spánverjar gerðu sem svar við Gordon. LARIOS laxerolíu.

Veðrið lék við okkur alla dagana fyrir utan síðasta daginn (brottfarardaginn).  Um 30°C og sólríkt nánast allan tíman en síðasta daginn dró fyrir sólu og það var hvasst og "kalt" 25°C.Wink

img_0855.jpgUtan þess að liggja á ströndinni í steikjandi sól, baða sig í Karíbahafinu og sitja við sundlaugarbarinn og þjóra G&T og einstaka Tom Collins, var farið í nokkrar skoðunarferðir.  Fyrst var farið í dagstúr til Chichen Itzá sem er um 200km akstur frá Cancún; siglt til Isla Mujeres og svo skoðunarferð til Xel-há og Tulum.  Johnny og Vanessa buðu okkur svo eina langhelgi til Mexíkóborgar, þar sem þau komust ekki í planlagða fríið til Cancún. 1t 30m flug til Toluca frá Cancún og svo ca. klst akstur til borgarinnar.   

Johnny tók fram grillspaðann síðast kvöldið í Mexíkóborg og grillaði einhverjar bestu Chorizo pylsur sem ég hef smakkað:

 

 

 

 

 

 

 

 

 Yfir heildina þá er Cancún frábær staður að vera á, og mikið meira spennandi en Benidorm, Mallorca, Kýpur og Playa de Inglés á Gran Canaria.  Maður verður yfirleitt að kaupa "all-inclusive" pakka þar og svo er stjanað við þig allan tímann.  Maður er alveg laus við að eignast "vini" frá svörtustu Afríku sem angra mann endalaus á t.d. Playa de Inglés.   Ein hætta er þó í Cancún, að það getur verið ansi dýrt að vera þar, ef maður er mikið á pöbbaröltinu.  Bjórinn á um $5 sem er ekki ókeypis í dag fyrir Íslendinga!

Farið verður aftur til Cancún eftir tvö til fjögur ár, svo mikið er víst!


Kominn heim eftir tvær vikur í Cancún

Blue Bay CancúnÞá er maður lentur í Kaupinháfn eftir tveggja vikna legu í Cancún í Mexíkó.  Níu tíma flug með Martinair til Amsterdam og svo 90mín flug með KLM til Kaupinháfn.  Var þar á mjög góðu hóteli, Blue Bay Cancun Club Marina sem er rétt utan við Cancún eyrina.  Allt innifalið pakki og ströndin ca. 10m frá íbúðinni.  Maður fékk varla að vera með tómt glas þegar maður var á barnum, og þótt maður ætlaði að taka sér svona hálftíma drykkjuhlé, þá var komið að manni fimm mínútum seinna með drykk!  

28°C og sól allan tíman nema brottfarardaginn var þungbúið, rok og farið að kólna. 

Heimsótti Chichen Itzá, Tulum, Xel-há og Isla Mujeres.  Einnig fór ég í langhelgarferð til Johnny og Vane í Mexíkóborg, en þau þurftu að hætta við að koma til Cancún á síðustu stundu.  

Fleiri myndir koma inn á næstu dögum inn á myndasíðuna mína.


Veruleikafirrt fólk finnst allsstaðar.

Þetta er tekið af dagbladet.no, og er athugasemd frá einhverri misjafnri konu, að því virðist frá Ungverjalandi.  Hún er greinilega að misskilja "concept" Sterling Airlines. Þið fyrirgefið enskukunnáttu hennar:

 It appares that low price airline of Sterling is for sale. I have unfortunatley traveled with Sterling several times between Ferihegy(BUD) and Copehagen(CPH) a few times, and i would not buy them if i got them for free! First of all they fly from the old terminal of Ferihegy, and it sucks. No vip lounge! And Sterling does not have first class. It is most irritating to share economey seats with sweat and noisey tourists. Id much rather buy Málev or Lufthansa. They are my favoritts! But i imagine they are not for sale as cheap as Sterling!

It seems that some one already bid on Sterling so i do not think it will be necesarrey for me to give the employes economic help.

 

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.


Cancún!

Jæja, þá er búið að ganga frá öllum lausum endum varðandi Mexíkóferðina í nóvember.  Gisti á Blue Bay Cancún Club og all-inclusive pakki með.  Skutl til og frá flugvelli og væntanlega G&T hvenær sem er.  Ströndin 50m frá og nóg af sundlaugum og sundlaugabar að sjálfsögðu.   

Maggi (sem verður með í för og kemur af Fróni) gerir örugglega ekkert annað þangað til en að fylgjast með gengi DKK, EUR og USD, enda flugmiðinn keyptur í DKK og gistingin í USD.

Frí frá pappír, reikningum og "vinnustaðanöldri" frá 31.október til og með 18.nóvember.  Í tímabelti langt frá vinnutíma, bara snilld. 

Sjá:  http://www.all-inclusive-family-bbclub.com/multimedia/index.asp?media=fotos&Title=1

Flýg með KLM frá Kaupinháfn til Amsterdam árla morguns og svo með Martinair til Cancún (beint).  Lendi í Cancún síðdegis 1.nóv. Skelli mér á Comfort Class hjá Martinair, en hrikaleg raun með Iberia fyrir tveimur árum þegar ég flaug frá Madrid Barajas til Mexíkóborga á Economy Class gerði útslagið.  Comfort Class gefur manni 10% meira rými (stórt spurningarmerki), exclusive coffee service (hvað sem það þýðir) og fullt af kvikmyndum að horfa á á leiðinni.  Bara að þeir eigi G&T, þá er ferðinni borgið.  

Johnny, Vane og Juanma mæta frá Mexíkóborg 2.nóv og verða fyrstu vikuna.

Brillíant.  

 

 


Egyptaland

Tha erum vid bunir ad heimsaekja Kairo og pyramidana.  Flugum med EuroCypria fra Pafos til Kairo sem er um 55min flug.  I fyrsta skiptid i morg ar thar sem eg er thatttakandi i turistagrupppu sem faerist eins og hopur af saudfe.  Mikil oryggisgaesla var med rutunum fjorum sem fluttu okkur um Kairo.  Oryggisvordur med aevigamla velbyssu, orugglega Kalishnikov, sat i rutunni allan timan med okkur. 

Tourism & Antique Police sa svo um ad ruturnar komust leidar sinnar an stopps.  Mikid i hufi fyrir Egyptana ad ferdathjonustan dafni thar a ny.  Forum ad pyramidunum.  Mjog athyglisvert fyrir utan areitid a solumonnunum sem letu mann einfaldlega ekki i fridi.  Pyramidarnir i Kairo eru allt odruvisi en their sem eru i Teotihuacan, meira skipulag i Mexiko.  Forum sidan ad Sphinx-num.  Ekki jafnstor eins og madur bjost vid, en stor samt.  Magnad ad sja thetta og taka fullt af myndum.  Thaer koma seinna.  Eftir pyramidana forum vid i Papyrussafn og Egypska thjodminjasafnid.  Saum thar nokkra Ramses mumiur og fjoldan allan af munum fra xxxx BC. 

Peningaplokkid var i algleymingi tharna. Evrurnar fuku ur vosunum.  Athyglisvert at Egyptarnir vildu ekki sja eigin gjaldmidil. Euro, $ eda Kypur pund voru malid.  Egypska pundid (LE) er kannski ekki thad hardasta i heimi, eins og ISK en 100 ISK eru um 15 LE.

Ferdin var long og strong, voknudum kl. 3 ad nottu og flugid var kl. 8.30.  Vorum svo lentir aftur a Kypur a midnaetti og a hotelinu um kl. 2.30. 

Athyglisvert var ad heyra leidsogukonuna sem var Egypti segja ad Egyptaland og Arabar hafi unnid Yom Kippur stridid i oktober 1973.  Ein adalgata Kairo heitir October 6th Street til heidurs meintum sigri og er dagurinn lika Thjodhatidardagur Egypta.  Their halda hann tho ekki lengur hatidlegan eftir ad Anwar el-Sadat var myrtur a thessum degi arid 1981.   Storkostleg stadreyndarvilla, en ekki stadur ne stund ad leidretta konuna.  Samt magnad hvernig arabar skilgreina sigra, thegar thad er algerlega keyrt yfir tha.

Meira sidar.


Egypt By Air

Fékk góðan tölvupóst frá umboðsfólki okkar í Kýpur í morgun.  "Egypt By Air" complimentary for two persons!  Eyði sem sagt nk. þriðjudegi í Egyptalandi...BRILLLLLLLLÍANT!  Eini gallinn; þurfum að vakna eldsnemma til að fara í rútu frá Agia Napa til Paphos og svo aftur við komu.  En, eins og ég hef nefnt áður, þá er bara mikilvægt að hafa nóg af G&T við hliðina á sér. 

Það verður spennandi að sjá hvort The Sideliner geti haldið að sér og sleppt því að "rökræða" stjórnmál við Egyptana, rétt á meðan maður er að smella myndum af pýramídunum, þannig að maður komist aftur heilu höldnu aftur til Kýpur...í meira G&T.  Smile  

 

 

 


Dregur að Kýpurferð

  1. Þá styttist í Kýpurförina með The Sideliner.  Kemur svo í ljós í vikunni hvort við getum farið í dagsferð til Egyptalands, Kaíró, og séð m.a. pýramídana sem eru ekki svo langt frá borginni.  Förum annars af stað til Kýpur eldsnemma á mánudagsmorguninn 5.maí.  Ætli maður fái sér ekki G&T í morgunmat, í hádegismat og svo kannski einn eða tvo fyrir kvöldmatinn.  Smile
  2. Nýr Carlsberg og Tuborg litu dagsins ljós ekki fyrir löngu síðan hér í Danmörku.  Carlsberg og Tuborg Lite.  Ekki mikið um það að segja, annað en ÓDREKKANLEGT!Sick
  3. Liverpool vinnur svo 3:1 á stamford bridds nk. miðvikudag og mætir Barcelona í úrslitum í Moskvu.
  4. Greyið Sóley Tómasdóttir.  Nú á loksins að leggja niður þessa furðulegu stofnun sem mannréttindastofa Rvíkur er.  Hún var þar í áskriftarvinnu umhverfisfasista.  Sóley er einhver sú forskrúfaðasta í menningunni í dag, eða eins og hún sagði svo eftirminnlega í Silfri Egils um árið; DÖÖÖÖÖHHH!
  5. Sumarið er að koma hingað til Danmerkur. Rétt undir 20°C hita hérna yfir daginn núna en ennþá kalt á næturna.

 


Where is the chaos I'm reading about?

Ég átti nú leið þarna um frá Kaupmannahöfn með British Airways laugardaginn 29/3 og svo aftur tilbaka 31/3.  Verð nú að segja eins og er að BA er flott flugfélag og flugstöðin er frábær.  Engar tafir á neinu, nema hvað að einkennilegt hvað Bretinn er þver varðandi það að opna fleiri öryggishlið þegar það myndast laaaaaaaaaaaaangar raðir.

Mínútu bið við innritun og enginn biðtími eftir töskunum.  Maður spurði bara flugfreyjurnar og stelpurnar við innritunina - where is the chaos I'm reading about in the papers?Woundering 

Einhver flottasta flugstöð sem ég hef komið inn í og flottar verslanir. Smile

Kannski var ég bara svona heppinn? 


mbl.is British Airways aðhlátursefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband