Cancúnferðin

Jæja, þá nennir maður loks að skrifa eitthvað um þessa frábæru Cancúnferð:

img_0245.jpgGist var á fínu hóteli, Blue Bay Club Cancún (Marina) sem er um 25 mínútna akstur frá Cancún-eyrinni sjálfri.  Á hótelinu voru aðallega Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Mexíkóar og Bretar.  

Náð var í okkur út á flugvöll og keyrt beint að hóteli þar sem maður fékk G&T við komu og tékk inn.  Íbúðin var síðan risastór.  Tvö svefnherbergi með baðherbergjum og svo stór stofa.  Við létum þrjár svalir duga okkur.  Eins og sést á myndinni, þá er ströndin nánast á svölunum hjá okkur.  

"All-inclusive" pakkinn hélt manni vel maríneruðum í G&T í ca. 15 daga, en það verður að segja að eftir kl. 10:00, þá var nánast bannað að vera með tómt í glasinu.  Þjónarnir sáu til þess.  Eitt var þó dálítið kómískt:  Við fengum rauð armbönd sem þýddi að við voru í gegnum RCI Timeshare og vorum þá í einhverskonar VIP á hótelinu með þeim sem höfðu gyllt armbönd.  Allir Bretarnir og þeir sem komu í gegnum ferðaskrifstofur voru með blá armbönd.  Það þýddi að þeir fengu ekki "jafngott" áfengi á barnum og þeir sem höfðu rauð eða gyllt.  Þar sem ég sat alloft á spjalli við nokkra Breta með blátt og þau sóttu drykki á barinn, fékk ég að kynnast mexíkósku ginhráolíu mjög oft.GetLost  Minnir margt á olíuna sem Spánverjar gerðu sem svar við Gordon. LARIOS laxerolíu.

Veðrið lék við okkur alla dagana fyrir utan síðasta daginn (brottfarardaginn).  Um 30°C og sólríkt nánast allan tíman en síðasta daginn dró fyrir sólu og það var hvasst og "kalt" 25°C.Wink

img_0855.jpgUtan þess að liggja á ströndinni í steikjandi sól, baða sig í Karíbahafinu og sitja við sundlaugarbarinn og þjóra G&T og einstaka Tom Collins, var farið í nokkrar skoðunarferðir.  Fyrst var farið í dagstúr til Chichen Itzá sem er um 200km akstur frá Cancún; siglt til Isla Mujeres og svo skoðunarferð til Xel-há og Tulum.  Johnny og Vanessa buðu okkur svo eina langhelgi til Mexíkóborgar, þar sem þau komust ekki í planlagða fríið til Cancún. 1t 30m flug til Toluca frá Cancún og svo ca. klst akstur til borgarinnar.   

Johnny tók fram grillspaðann síðast kvöldið í Mexíkóborg og grillaði einhverjar bestu Chorizo pylsur sem ég hef smakkað:

 

 

 

 

 

 

 

 

 Yfir heildina þá er Cancún frábær staður að vera á, og mikið meira spennandi en Benidorm, Mallorca, Kýpur og Playa de Inglés á Gran Canaria.  Maður verður yfirleitt að kaupa "all-inclusive" pakka þar og svo er stjanað við þig allan tímann.  Maður er alveg laus við að eignast "vini" frá svörtustu Afríku sem angra mann endalaus á t.d. Playa de Inglés.   Ein hætta er þó í Cancún, að það getur verið ansi dýrt að vera þar, ef maður er mikið á pöbbaröltinu.  Bjórinn á um $5 sem er ekki ókeypis í dag fyrir Íslendinga!

Farið verður aftur til Cancún eftir tvö til fjögur ár, svo mikið er víst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband