8.4.2008 | 07:14
Where is the chaos I'm reading about?
Ég átti nú leið þarna um frá Kaupmannahöfn með British Airways laugardaginn 29/3 og svo aftur tilbaka 31/3. Verð nú að segja eins og er að BA er flott flugfélag og flugstöðin er frábær. Engar tafir á neinu, nema hvað að einkennilegt hvað Bretinn er þver varðandi það að opna fleiri öryggishlið þegar það myndast laaaaaaaaaaaaangar raðir.
Mínútu bið við innritun og enginn biðtími eftir töskunum. Maður spurði bara flugfreyjurnar og stelpurnar við innritunina - where is the chaos I'm reading about in the papers?
Einhver flottasta flugstöð sem ég hef komið inn í og flottar verslanir.
Kannski var ég bara svona heppinn?
British Airways aðhlátursefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fór þarna um vegna flugs innanlands í Englandi 29. mars, eins og þú, og svo aftur 6. apríl. Ég varð ekki var við vandræði fyrr en ég stóð við færibandið í flugstöðinni í Manchester. Taskan mín skilaði sér ekki og er hún einhvers staðar með hinum 20.000 töskum sem eru týndar. Þar eru vandræðin sem talað er um. Þeir sem eru svo heppnir að fá farangurinn sinn verða ekki varir við neitt. Reyndar var seinkun á brottför frá T5 en það er ekki verra en vant er og skrifast á traffík á Heathrow. En töskuleysið plagaði mig og varð mér til mikilla vandræða.
ÓA.
Ólafur (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:57
Ég flaug heim frá Glasgow á sunnudaginn og þar varð maður virkilega var við þetta vesen. Það voru langar raðir við afgreiðsluborð BA þar sem öllum flugum frá Glasgow til Heathrow var aflýst, 5 vélum. Það var greynilega mikil kergja í fólkinu sem stóð í röðinni sem vafði sig um hálft innritunnargólfið.
María (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:10
Ok...ég var að vísu með handfarangur en félagi minn með eina tösku. Allt skilaði sér á báðum stöðum. Sjálfsagt lentu margir í veseni og rugli - enda var staffið ekki að reyna fegra þetta neitt þegar ég talaði við það.
Guðmundur Björn, 8.4.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.