Zzzzzzzzzz!

Sýnist að fólk sé algjörlega að gefast upp á vitleysunni í Jóku og Skallagrími.   Kannski Jóka þurfi túlk til að skilja vinstri-græna? 

Gylfi Magnússon átti að vera svo menntaður og klár til að gera hlutina. Ekkert gerist.  

Steingrímur kallaði á glæsilega niðurstöðu úr IceSave-málunum, þar sem lærimeistari hans og sendiherra Íslands í DK fer fyrir.  Ekkert heyrist.  Lobbi talaði í dag um sögusagnir um góða niðurstöðu í þessum málum, en þjóðin fær ekki að vita neitt.  Ekki það að þetta var eitthvað betra í október - janúar, en þetta hrúgald boðaði UPPLÝSINGAFLÆÐI til þjóðarinnar.

Held að þjóðin sé í enn meiri óvissu í dag en strax eftir hrun.   

 


Egill Helga alltaf með málefnalega aðila í símasambandi frá útlandinu!

Var þetta Leoncie í símaviðtali frá Ameríku?  Held að Egill sjálfur hafi verið að hugsa um að skella á hana undir lokin. 

"Sko það verður bara að hreinsa til"

"Þetta er bara djók"

"Ég meina hvað er í gangi?"

 

 


Greyið litla sæta þæga hústökufólkið!

Löggan er svo vond.  Við gerðum ekki neitt.  Kapítalisminn er vondur.  Vorum bara að ræn...nei vernda húsið.   Já, og löggan er vond.  

Það vantaði bara í grátkórinn að þetta væri allt Davíð Oddssyni að kenna og auðvitað Birni Bjarnsyni.  Hefði kórónað fréttina. 


Ævintýraferð á hálendinu

punda_ur_dekkjunum_828536.jpgFór í mikla ævintýraferð á fimmtudagsmorguninn með björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi og Varmahlíð.  Keyrt var frá Varmahlíð austur eftir þjóðveginum, inn á Kjalveg og svo í suður á Hveravelli. Sól og blíða var á leiðinni þangað.  Sóðaskapurinn var með ólíkindum á Hvervöllum.  Traðkaðar bjórdósir, timbur og allskyns drasl á víð og dreif.    Frá Hveravöllum var svo keyrt í átt að Kerlingarfjöllum en áfangastaðurinn var skálinn í Setri.  Ekki fengum við að njóta útsýnisins norðan við Kerlingafjöll þar sem það gerði smá muggu.  Birti þó til þegar komið var framhjá Illahrauni. 

Haldið var svo í átt að Nýadal frá Setri suður fyrir Hofssjökul.  Á leið þangað var komið stutt við í flottum skála við Þúfuvötn.  Keyrt var upp með Kvíslavatni og svo austur í Nýadal.  Ekki var búin að vera mikil umferð á þessum slóðum eins og jafnan er á þessum tíma.  Ein bíll í Setri og sáum svo þrjá bíla á leiðinni frá Setri í Nýadal.  Það var allt og sumt.  

hveravellir_-_laugafell_april_2009_087.jpgFrá Nýadal var svo ákveðið að halda heim á leið með viðkomu í Laugafellsskála, en þar ætluðu snjósleðateymi úr björgunarsveitinni í Varmahlíð að vera.  Frá Nýadal yfir í Laugafellsskála er um 31km, eða miðað við aksturinn á okkur svona rétt undir klukkustund.  Þegar búið að var að keyra um 10 km frá Nýadal lentu við í smá óhappi sem tafði förinna ansi mikið, en að lokum gerði hana bara safaríkari og meira ævintýri.   Komið var í Laugafell milli níu og tíu og dvalið þar til morguns, en þá var lagt af stað til byggða.  Snjóalög voru ekki mikil en tafði okkur þó, þar sem pundað var í dekkinn. Komum við svo á Hóla í Hjaltadal um kl. 08:30 eða 24 tímum seinna.  hveravellir_-_laugafell_april_2009_001.jpgÉg rankaði við mér um fimmleytið um síðdegið þegar brósi hringdi, en hann var að leika sér á skíðum á Tindastóli þann sama dag.

 


Þá er það ljóst hver verður seðlabankastjóri

Eftir að Þorvaldi Gylfasyni var hampað eins og hetju hér í vetur af vinstriflokkunum á borgarafundunum, var vitað þeir vildu hann í stöðu seðlabankastjóra vegna þess að hann leit svo geðsjúkislega vel út í pontu.  Ég hef sagt þetta frá því í október og stend við það.  Það er löngu búið að ákveða hver myndi fá stólinn.  Þetta umsóknarferli er bara upp á grín.  Pólitísk ráðning á gauche!?

Nú byrjar spillingin fyrir alvöru.


Öfgar íslams

"Við munum ná valdi á landi Vatíkansins, við munum stjórna Róm og innleiða íslam þar. Þannig að kristnir þurfa að greiða okkur djizya [sérstakur skattur sem dhimmíar þurfa að greiða múslimskum valdhöfum] í auðmýkt eða snúa sér til íslam." (Íslamistar og Naívistar bls. 197).

Þetta var haft eftir áhrifamiklum ímam í Saudi-Arabíu sem er helsti fjárhagslegur bakhjarl framrásar íslamismans í Evrópu.

cartoon362.jpgjohncolepopeandmuslims.gif


Umhverfistalibanar farnir að skipuleggja ofurskattlagningu á almenning!

steingrimur_j_sigfusson_819026.jpgJarpur og co. eru á skömmum tíma búin að koma smá í verk.  Ekki er það þó til að bæta hag fólks. Jarpur er búinn að stofna nefnd til að skoða áfengislögin. Gríðarlega brýnt verkefni á þessum tímum, og svo auðvitað hið geysi mikilvæga mál að koma reglugerð á, um að sælgæti má ekki vera í hillum verslana þar sem börn sjá til!?!?  Síðan er það auðvitað brýnt mál að þóknast yfirstrumpi öfgafemínismans og banna nektardans.  Já, það glymur hátt í tómum tunnum.  

Nú vill hann hækka fjármagnstekjuskattinn í 14%, leggja 5% hátekjuskatt á milllitekjufólk, fólk sem síst má við þessu skatti þar sem það er langflest í mesta skuldapakkanum; og auðvitað taka upp eignarskatt aftur.

Þetta eru auðvitað brýn mál í kreppunni?  Hmmm...hverju var verið að mótmæla á Austurvelli?  Of fáum reglugerðum og nektardansi eða aðgerðarleysi og upplýsingaskorti um stöðu mála í þjóðarbúskapnum?

Þessi hugmynd um aukna skattlagningu bitnar líka á eldra fólki sem er búið að selja húsin sín, sem þau byggðu fyrir tugi ára, og eru að lifa á því fé + ellilífeyrinum.

 

socialism_explained_819027.jpgEldra fólk sem er búið að selja húsin sín og fengu vel fyrir eru að ávaxta fé sitt á hávaxta- eða verðtryggðum reikningi á nú að greiða 14% fjármagnstekjuskatt af sparnaðinum og svo x% skatt af öllum eignum sínum??  Er eitthvað réttlæti í því?  Jarpur og co. fullkomna heimskuna.  Það á að skattpína þjóðina til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, og eftir standa gjaldþrota þegnar landsins í enn meira vonleysi, eða eldra fólk sem ekki er stóreignafólk sem byggði upp landið, ávaxtaði sínar eignir og er að nota mögru árin til að njóta ágóðans sem þau svo sannarlega unnu fyrir. 

Bið vinstrimenn um að tyggja róandi og Prozac eftir lestur á þessum pistli. 


"Litla svarta Sambó heilkennið"...

...felst í því að ekki þykir viðeigandi að gera sömu kröfur til fólks af framandi uppruna, þar á meðal múslima, og gerðar eru til Vesturlandsbúa. Múslimskir innflytjendur vita bara ekki betur. Það er ekki hægt að gera þá ábyrga, enda er það ekki þeim að kenna.  Þeir eru fórnarlömb og það er hlutverk okkar á Vesturlöndum að bera ábyrgðina fyrir þá - taka á okkur sökina, ef illa gengur.  Í stuttu máli: menn vilja ekki líta á múslímska innflytjendur sem fullorðið, ábyrgt fólk.  Á bak við sektarkennd og, að því er virðist einkar húmanískt viðhorf, er í raun litið mjög niður á múslímska innflytjendur. En fólkið á vinstri væng sem er haldið "litla svarta Sambó heilkenninu" hefur ekki áhuga á því hvernig raunveruleikinn í innflytjendamálum lítur út.  Það er fremur hugsað um hvernig það sjálft lítur út með tilliti til pólitískrar rétthugsunar.  Með aðstoð litla svarta Sambós geta menn ástundað tvöfalt siðgæði: þeir geta haldið uppi frjálslyndri ímynd með harkalegri gagnrýni á kristna og aðra "afturhaldsseggi," sem upprunnir eru í Evrópu.  Á sama tíma styðja þeir trúarpólitík af íslömskum uppruna sem er andstæð frelsi.  Þeir auðsýna mikinn skilning ef múslimar óska bænaherbergja á vinnustöðum, en ef kristnir bæðu um altari á sama stað yrðu þeir fremstir í flokki með nístandi háð (Íslamistar og Naívistar, 2006; bls. 184-185).

Er að lesa magnaða bók eftir hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow, Íslamistar og Naívistar sem gefin var út árið 2006 og í íslenskri þýðingu árið 2007.  

Varð einfaldlega að skrifa þetta, en þessi texti á við svo margt þröngsýnt fólk.

 

 

 

 


Mikið áhyggjuefni og áfall fyrir íslenska fjölmiðlamenn!

Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og áfall fyrir íslenska fjölmiðlamenn þegar fjölmiðlakona með greindarvísitölu á við jarðhnetu hlýtur verðlaun sem besti blaðamaðurinn. 

Ég hef nú almennt verið mjög gagnrýninn á íslenskt fjölmiðlafólk, því það er of upptekið af yfirborðskenndri dramatík, æsifréttum og ekki-fréttum.  Einhliða umræða fer þeim best.  Held að menntunar- og dómgreindarleysið sé algert í þessari stétt. 

Þið verðið bara að fyrirgefa.  Íslensk fjölmiðlun er ömurleg og mun vart batna nú.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband