"Litla svarta Sambó heilkennið"...

...felst í því að ekki þykir viðeigandi að gera sömu kröfur til fólks af framandi uppruna, þar á meðal múslima, og gerðar eru til Vesturlandsbúa. Múslimskir innflytjendur vita bara ekki betur. Það er ekki hægt að gera þá ábyrga, enda er það ekki þeim að kenna.  Þeir eru fórnarlömb og það er hlutverk okkar á Vesturlöndum að bera ábyrgðina fyrir þá - taka á okkur sökina, ef illa gengur.  Í stuttu máli: menn vilja ekki líta á múslímska innflytjendur sem fullorðið, ábyrgt fólk.  Á bak við sektarkennd og, að því er virðist einkar húmanískt viðhorf, er í raun litið mjög niður á múslímska innflytjendur. En fólkið á vinstri væng sem er haldið "litla svarta Sambó heilkenninu" hefur ekki áhuga á því hvernig raunveruleikinn í innflytjendamálum lítur út.  Það er fremur hugsað um hvernig það sjálft lítur út með tilliti til pólitískrar rétthugsunar.  Með aðstoð litla svarta Sambós geta menn ástundað tvöfalt siðgæði: þeir geta haldið uppi frjálslyndri ímynd með harkalegri gagnrýni á kristna og aðra "afturhaldsseggi," sem upprunnir eru í Evrópu.  Á sama tíma styðja þeir trúarpólitík af íslömskum uppruna sem er andstæð frelsi.  Þeir auðsýna mikinn skilning ef múslimar óska bænaherbergja á vinnustöðum, en ef kristnir bæðu um altari á sama stað yrðu þeir fremstir í flokki með nístandi háð (Íslamistar og Naívistar, 2006; bls. 184-185).

Er að lesa magnaða bók eftir hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow, Íslamistar og Naívistar sem gefin var út árið 2006 og í íslenskri þýðingu árið 2007.  

Varð einfaldlega að skrifa þetta, en þessi texti á við svo margt þröngsýnt fólk.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er hatursfullt rugl.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hilmar!  Hvað ert þú að skipta þér að þessu?  Hér er ekkert verið að tala um kynferðismðál, mansal, vændi eða sleipefni.  Vertu úti!

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 25.3.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Hilmar minn; ert þú ekki bara dálítið mikill naívisti og mögulega KENGRUGLAÐUR?

Guðmundur Björn, 25.3.2009 kl. 08:10

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Bendi þér svo á Hilmar að lesa þessa bók sem textinn er tekin úr.  Það myndi fræða þig um margt, enda þykir mér þörf á.

Guðmundur Björn, 25.3.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Já, takk fyrir.  Þetta var dramatísk ákvörðun hjá mér.  Ákvað að gera þetta til að vernda póstboxið mitt frá ruslpósti.

Guðmundur Björn, 27.3.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 542

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband