Að vera fyrrv. eigandi í Sjóð 9

Þá kom það í ljós.  Þessir svokölluðu ráðgjafar í eignastýringu Glitnis vita greinilega ekki mikið annað en hvað þeir lesa í blöðunum eða heyra í fréttum.  Það ætti kannski frekar að kalla þá spámenn en ekki ráðgjafa. 

Í morgun hvarf dágóð summa af mínum vaxtatekjum í Sjóð 9.  Bara afskrifuð.  Ávöxtunin féll úr 14,8% í 6,6%.  Maður spyr sig hvernig í andskotanum er það hægt, þegar þetta á að vera öruggur og áhættulítill sjóður?? Greinilegt að Stoðir hafa verið uppistaðan í eignasafninu!  

Sem betur fer var ég búinn að innleysa ýmislegt en missirinn er samt mikill. 

Fussum svei.  Þýðir ekkert að dvelja við þetta heldur bara byrja aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varðst heppinn það fór meir en bara ávöxtun af annarri inneign minni (var með 2 reikninga) annar fór í -3% þannig að það lækkaði höfuðstóllinn. Sem reyndar 3 mismunandi starfsmenn Glitnis voru búnir að segja mér á síðustu dögum að gæti ekki gerst. Mín reynsla af þjónustufulltrúum er þannig að ég treysti aðeins einum af þeim 4 eða 5  sem ég hef talað við í gegnum tíðina. Hinir einfaldlega vita ekki rassg.... !!

Ég er búinn að sannreyna að ekkert mark er takandi á neinni ráðgjöf, eða yfirlýsingum frá þessu fólki sem stundar óprúttna sölumennsku á lélegri þjónustu og ránum á sparifé almennings. Hefur þú heyrt einhverjar góðar eignastýringarsögur?? Sumir halda því fram að þar hafi verið stundaður skipulagður þjófnaður á eigum fólks.

Ekkert að marka greiningardeildar puntprikin sem tróna í fínu fötunum í fjölmiðlum og varlegt er að treysta því sem landsfeðurnir kjósa að blaðra í kastljósinu. Sem sagt allt á sömu bókina lært.

Ekki græt ég þá peninga sem ég tapaði í morgun, ræð vel við það en ég græt með unga fólkinu sem ginnt var til að taka alltof há lán, í erlendri mynt o.sv.fr. Mer fannst, þegar veislan stóð sem hæst, eins og bankarnir væru viljandi eða óviljandi að steypa fólki í glötun, þessi tilfinning reyndist rétt. Það er þá bara að vona að fólk muni læra eitthvað af þessu. Dýr skóli fyrir marga því miður.

jbh (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Hjartanlega sammála þessu hjá þér. Ekki gekk þetta á höfuðstólinn hjá mér sem betur fer, en magnað þó að "spámaður" Glitnis sagði mér í gær að eignin ætti nú ekki að rýrna mikið!  Húmbúkk!  

En að lokum er þetta alltaf mín ákvörðun auðvitað.

Guðmundur Björn, 1.10.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Bjarni Baukur

Allir sem lesa blöðin og fylgjast með- gátu séð fyrir margt löngu að sjóðir eins og Sjóður 9,- eru áhættusjóðir ! Lesa blöðin og vera vakandi ! Ekki kenna ráðgjafanum um þetta !

Besta og öruggasta leiðin til að geyma fjármuni - er í ríkisskuldabréfum !  Árinni kennir slæmur ræðari !

Bjarni Baukur, 1.10.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Ertu þá að meina Berlingske Tidene eða JP?  Er ekki mikið að fylgjast með eða lesa blöðin á Íslandi.  Ef þú lest athugasemdina að ofan, þá er þetta auðvitað bara mín ákvörðun.  Þú getur nú samt ekki neitað því að þessir "ráðgjafar" eru einskis virði.

Guðmundur Björn, 1.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband