8.2.2009 | 17:58
Bara snilld
Sé fyrir mér Davíðshatara lesa þetta bréf og gjörsamlega sturlast af bræði. Svarbréfið hjá honum er mjög gott og fróðlegt verður að sjá hvað Jóhanna gerir, hún hefur misstigið sig illilega í ferlinu finnst mér. Það er ljóst að hann á ekki að víkja á faglegu nótunum, það er bara vegna þess að hann heitir Davíð Oddsson er Sjálfstæðismaður og hataður af 50% þjóðarinnar. Popúlismi??
Ég vil svo minna fólk á það að það er JARÐFRÆÐINGUR sem er fjármálaráðherra landsins og flugfreyja sem er forsætisráðherra. Það er ekki verið að tala mikið um það, en að vera dýralæknir og ráðherra var bara fáránlegt og skömm!
Síðan var frostavetrinum 1918 Davíð Oddssyni að kenna og hérna rafmagnsleysinu í Kópavoginum 1981 sem stóð yfir í um 20 mínútur. Ég er með heimildir fyrir!
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHA góður! ég er þér algerlega sammála, einnig hef ég verið að benda á tvískinnungsháttinn með að gagnrýna það að hafa dýralækni sem fjármálaráðherra en það er bara frábært að hafa flugfreyju sem forsætisráðherra.
Svo hefði ég nú bara ekki svarað þessu bréfi frá henni Jóhönnu, það er ekki svaravert, maðurinn/mennirnir eru ráðnir til viss tíma og ef hún vill reka hann/þá þá gerir hún það bara.
Einnig með þessu einelti sínu nær samfylkingin að halda háum stýrivöxtum hérna hjá okkur þar sem IMF vill líklega ekki lækka þá með þessa óvissu um bankann eins og þeir vildu ekki lækka þá vegna óvissunar um ríkisstjórnina.
kv. Svavar
Svavar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:11
Flottur Davíð.
Sigurgeir Jónsson, 8.2.2009 kl. 18:22
Svarbréfið frá DO var eins og margt og flest hjá honum, hreinir útúrsnúningar. Maðurinn þekkir ekki sinn vitjunartíma og viðurkennir bara ekki að það sem hann hefur sér til saga unnið er að missa það litla traust sem hann hafði og það eitt á að nægja hverjum heilvita manni til að stíga til hliðar. Hann eða hans áhagnendur sjá ekki og koma aldrei til með að sjá að það er algjörlega út úr öllu velsæmi að labba sig út úr valdamesta embætti þjóðar í valdamesta fjármálaembætti þjóðar. Sjálfstæðismenn hafa verið manna duglegastir við að koma sér á ríkisjötuna sem þeir þykjast svo mikið hafa á móti.
Jónína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:30
Davíðshatararnir= Davíðsheilkenni
Þeir meiga ekki vera að því að setja inn komment hér núna, þeir eru allir að rembast við að gera þarfir sínar í plastpoka fyrir morgundaginn.
Björn Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:32
Þetta er með ólíkindum hvernig staðið er að þessu. Samfó og VG geta ekki beðið eftir því að koma Þorvaldi Gylfasyni inn í Seðlabankann. Flokkast það fagleg ráðning eða pólitísk?
Guðmundur Björn, 8.2.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.