Megi moggabloggið fara til helvítis!

Sú mikla þörf sem margir hafa að skrifa og tengja skoðun sína við hverja andskotans frétt sem er birt hérna á mbl.is er aumkunarverð og viðbjóðsleg. Hefur þetta fólk virkilega ekkert annað að gera?? Er lífið virkilega svona innantómt hjá mörgum?

Nefni enga á nafn, en þetta er yfirónáttúrulegt.  Megi moggabloggið fara til fjandans, norður og niður og megi Húgó Chavez þjóðnýta bloggið sem fyrst í þágu skrattans og frænda hans.

E.s:  Er þetta kannski óviðeigandi blogg??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Það er ekki nóg með að þú sért gúmmígæi, heldur ertu holur að innan líka. ég gæti verið sammála þér , ef þú værir ekki undir sömu sökina seldur.

Oddur Helgi Halldórsson, 19.10.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Ég er þó ekki að blogga mikið við fréttir gamli!

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Pálmi Guðmundsson

Ef þú ert svona voðalega ósáttur við moggabloggið, þá er til ein góð lausn!. Hættu að blogga og hættu að lesa blogg annnara

Pálmi Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 22:49

4 identicon

Er ekki alveg að ná þér. eftir að hafa lesið síðuna þína sé ég ekki betur en að þú sért í hrópandi mótsögn við sjálfan þig (eða er það einhver annar ?

hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Það geri ég ekki Pálmi, þess vegna er ég að blogga um þetta. Og ef þið lesið aðeins athugasemdina með lesgleraugunum þá skiljið þið hvað ég er að fara.

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Hilmar...enga heimsku. Lestu bloggið aftur og athugaðu hvort hún sé tengd við einhverja frétt.

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Er ánægður með viðbrögðin. Greinilegt að ég hef snert viðkvæma taug hjá ofurbloggggggggurum landsins!

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Pálmi Guðmundsson

Má þá ekki "blogga við frétt" Nú jæja. Þá er bara að fara að tala um allt og ekkert.

Er þá kannski eitthvað betra að lesa um að einhver gerði eitthvað og fór eitthvað með einhverjum og sagði eitthvað við hann og ekkert. 

Pálmi Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Pálmi minn...ég er ekki að segja að eitthvað má ekki.  Það eina sem ég er að segja að mér ofbýður hvað sumir eyða miklum tíma í að skrifa löng blogg um ekki neitt.  Vil svo ítreka að ég nenni vart að lesa blogg annarra, kannski fárra útvaldra.

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 23:13

10 identicon

Ég sé núna að þetta hvílir þungt á þér

hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Guðmundur Björn

Er blogg áhugamál?  Ég ætlaði nú ekki að snerta sárar taugar með þessu. 

Hilmar: Lestu athugasemd 7, þá sérðu kannski tilganginn með þessari bloggfærslu.

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: H G

Guðm. Björn! Þú varst að blogga við frétt síðast í gær !? 

H G, 19.10.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: H G

Margra áratuga árátt löggunar í Rvk að vanmeta/vantelja mótmælahópa er þekkt mál! - Fullyrðing þessi heyrir undir 'Vinstrisinnað tuð ' og er því trúlega bannfærð hér  

H G, 19.10.2008 kl. 23:57

14 Smámynd: Guðmundur Björn

H G:  Er einu sinni oft og alltaf?  Ef þú lest fyrstu athugasemdina þá er ég að gagnrýna það fólk sem hefur mikla þörf á að blogga við, nánast, við hverja einustu frétt sem birtisti á mbl.is.

Og, nei fullyrðing þín um að löggan sé vanhæf til að meta fjölda á samkomum í miðbæ Rvíkur eða annarsstaðar flokkast ekki undir vinstrisinnað tuð.  Þú getur kannski upplýst okkur hin hver er þá hæfastur til þess?  Kolfinna Jóns Baldvinssonar eða þeir aðilar sem skipuleggja svona samkomur? Einmitt!

Guðmundur Björn, 20.10.2008 kl. 07:07

15 Smámynd: Sævar Einarsson

múhahahaha núna ætla ég að brjóta af mér og skrifa færslu hér sem er ólögleg !

Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !

Mánudagur, 20. október 2008

Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá ef

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:16

16 Smámynd: Sævar Einarsson

gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:17

17 Smámynd: Guðmundur Björn

Sævarinn:  Hvernig færðu út að þessi færsla þín sé ólögleg?

Guðmundur Björn, 20.10.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband