Hundrað þúsund milljónir!

Þegar Ómar labbaði niður Laugarveginn í den, þá áætluðu stuðningsmenn hans að um 20þ manns væru að taka þátt í göngunni.  Löggan sagði átta þúsund að mig minnir.   Aðstandendur Gay Pride segja að allt að 30þ manns hafi tekið þátt í skrúðgöngunni, löggan segir miklu minni tölu.  Nú segja kaffishúsaspekingar að nálægt 5þ manns hafi verið á Austurvelli.  Löggan segir um 500 manns.  Löggurnar eru fífl og fávitar vegna þess að þeir kunna ekki að telja rétt skv. spekingunum.  

Nú er það bara þannig að lögreglan er alltaf að meta og áætla fjölda fólks sem er í miðbænum í næturlífinu, skrúðgöngum eða opinberum tónleikum.  Er hún ekki hæfust til að gera þetta?


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dvergur

Það er ekkert óeðlilegt að menn séu ekki á sama máli varðandi þetta. Sérstaklega þegar ekki er nein talning, heldur "mat" eða "áætlun"

Það kemur vissulega betur út fyrir þann sem að samkomu stendur að geta sagt frá góðri sókn. 

Ég er einn af fjölmörgum sem átti leið um svæðið í dag. Hvort að lögreglan sem ætti að hafa meiri reynslu í að meta fólksfjölda eða  samkomuhaldarar séu nær réttu tölunni get ég ekki fullyrt um, en mér finnst nú 500 manns vera virkilega varlega áætlað.

Spurning hvort að "opinberar" tölur séu skrúfaðar niður, maður spyr sig a.m.k.

dvergur, 18.10.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Jæja, segjum 750 og málið er dautt.  Þessi mótmæli voru þó heimskuleg og illa ígrunduð, eins og margt sem kemur frá fólki á vinstri vængnum.

Guðmundur Björn, 18.10.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rangt að því hafi verið haldið fram að 20 þúsund manns hafi tekið þátt í Jökulsárgöngunni. Í Bankastrætisbrekku voru vanir fuglateljarar og þeim taldist svo til að þar niður hefðu gengið rúmlega 11 þúsund manns. Þá átti eftir að bætast við fólk á leiðinni sem eftir var og komið var niður í Lækjargötu, á Lækjartorg, Austurstræti og Austurvöll. Af þessu dró þetta vana talningafólk þá ályktun að á bilinu 13-15 þúsund manns hefðu tekið þátt í göngunni.

Fuglateljarar og fólk sem er sett í það að telja til dæmis hreindýr eru áreiðanlega þeir sem best kunna til verka í þessu tilliti því að þeir nota ákveðna aðferð við talningar sínar. Talningin í Bankastrætisbrekkunni var þar að auki mun nákvæmari en þegar skimað er yfir fund og giskað á tölu fundarmanna.

Ég veit ekki til þess að lögreglumenn hafi fengið kennslu eða leiðsögn í þessum fræðum og trúi því fuglateljurum betur.

Þegar um er að ræða góðar ljósmyndir þar sem allir fundarmenn sjást, á að vera hægt að fara nærri um fjölda þeirra. Ég hef séð nokkrar myndir af fundinum nú síðast á Austurvelli en ekki skoðað hvort hægt er að nota þær.

Ómar Ragnarsson, 21.10.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Þakka innlitið Ómar. 

20þ er bara eitthvað sem ég las. Var ekki á landinu sjálfur og hefði ekki tekið þátt í þessari göngu, frekar en einhverjum öðrum.

Það voru sem sagt 11þ fuglar og hreindýr sem tóku þátt í göngunni miklu?  Ég skal alveg kaupa það.

Guðmundur Björn, 21.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband