9.10.2008 | 19:27
Bakland bankana
Ef að Seðlabanki Bandaríkjanna metur það svo að fjármálakerfið á Íslandi hafi verið alltof stórt fyrir þjóðarbú Íslands, og því treystir hann sér ekki til að lána Seðlabankanum; hvernig er þá hægt að búast við því að hinn "litli" Seðlabanki Íslands hafi haft nokkur tök á því að fylgja Kaupþing, Landsbankanum og Glitni eftir og bakka skuldir þeirra upp?? Er það einfaldlega bara ekki óraunhæft að ætlast til þess að SÍ hafi mátt (NB! sama hver stýrir bankanum), til að leysa svona rosalegt vandamál?
Ísland er ekki stórasta land í heimi.....lengur og Grísinn að fá kransæðarstíflu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrun kapítalismans er að verða staðreynd. Ekki vegna þess að kapítalismi sem slíkur sé í sjálfu sér slæm hugmyndafræði, heldur vegna þess að hún gengur aldrei upp í sinni hreinustu mynd því mannskepnan er svo gölluð. Við erum búin að sjá græðgina, eigingirnina og alla verstu eiginleika sem prýða okkur og hvernig þessir mannkostir okkar valda því að vantraust á hvort öðru veldur kreppu af því tagi sem við stöndum frammi fyrir. Já, og deilurnar við Breta valda því að Rússar hlæja hærra en áður og íslenska sendinefndin í Rússíá mun koma heim með úttroðna vasa áspootvöxtum. Og fljótlega kemur Hugo Chavez í opinbera heimsókn til Íslands. Móttökustjórn í höndum Hekla Travel....................
Grétar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:57
Ekki alveg rétt. Það er bara ósk öfgasósíalisma.
Guðmundur Björn, 9.10.2008 kl. 21:17
Einmitt það!? Öfgasósíalisma? Ástæða þess að kommúnismi gengur ekki heldur er sú sama - breyskleiki mannsins. Renndu í gegnum 1984 eftir Orwell, Guðmundur. Eða þá að lesa bara kenningar breska heimspekingsins Thomas Hobbs um eðli mannsins.
Gretar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:32
Æ, ætlaði nú að segja Animal Farm eftir Orwell.......
Gretar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:10
Af hverju er kapítalismi slæm hugmyndafræði? Það er nú altalað að undirrót alþjóðkreppunnar sé ekki beint kapítalismanum um að kenna, heldur það að marxistar/sósíalistar í BNA hafi náð að pressa þessi undirmálslán í gegn í BNA. Það má ekki dæma heila hugmyndafræði út frá nokkrum misheppnuðum kapítalistum.
Er það slæm hugmyndafræði að reyna nýta fjármagn á sem skynsamlegastan hátt??
Er það sem sagt góð hugmyndafræði að nota það á sem óskynsamlegastan hátt??
Guðmundur Björn, 12.10.2008 kl. 18:09
Kjarni málsins er að það er ekki endilega hugmyndafræðin sem er slæm. Dýrategundin sem á að útfæra hana er of gölluð til að málið gangi upp.
Grétar (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.