21.9.2008 | 10:52
Spekingar landsins
Það er magnað að hlusta á spekinga eins og Bjarkar-pappa, kaffihúsaspekinga í 101 og aðra listamenn alltaf að vera tala um fyrir upptöku Evru sem einhverri heildarlausn á hallærinu sem ríkir nú á Íslandi. Almenningur þorir ekki að horfa í eigin barm. Einkaneysla og lántökur fóru algerlega framúr öllu. Lán voru slegin á methraða jafnvel fyrir brauðristum og flatskjáum. Íslendingar hafa aldrei kunnað að fara með fé, nema þá kannski sauðfé. Hvað ætli það séu margir lúxusjeppar og margar íbúðir til sölu með 85-95% áhvílandi? Hve margar á nauðungaruppboði? Ehhhh, er þetta allt Seðlabankanum eða Ríkinu um að kenna? Já, segja þessir aðilar.
Fyrir nokkrum árum var nánast ómögulegt að fá Íslendinga í vinnu á sjó sem háseta eða til að vinna almenn hótelstörf. Allir vildu auðvitað vera "stjórar" og helst mætta nógu seint í vinnu til að geta farið nógu snemma. Þegar maður hringdi á hótel eða á veitingahús reyndi á færni manns í einhverri samblöndu af slavnesku og ensku. Nú tala ég mjög góða ensku, og hana skilja ekki austur-Evrópubúar. Maður verður bara að fara niður að sama plan, eða bara skella á og salta málið.
Nú virðist öldin vera önnur. Umsóknum Íslendinga fjölgar til útgerða og hótela skv. góðum heimildum sem ég hef. Er það ekki jákvæð þróun, eða er það jafnvægi að hafa ótalandi en þó duglegt fólk í þessum störfum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýsköpun og meiri framleiðni er alltaf af hinu góða, enda bendir Geir H. Haarde á að þjóðin þurfi að auka framleiðni, þ.a.l. meiri nýsköpun.
Skal ekki segja neitt um þessa hugmynd ykkar enda veit ég ekki meir en það sem þú segir Erlingur; en mjög tæp rök eru það að hafna ykkar hugmynd vegna þess að engin hafi verið með doktorsgráðu. Það er nú bara þannig, að fólk með doktorsgráður er margt hvert ónýtt til alls. Hefur ekki gert annað í gegnum ævina en að lesa bækur og hefur enga reynslu eða þekkingu af atvinnumarkaði. Því miður er þetta þannig. Kannast við þetta úr ferðabransanum á Íslandi, en þar hefur verið hyglt undir ákveðna aðila í ferðaþjónustunni. Það hefur að vísu breyst á síðustu árum.
Guðmundur Björn, 21.9.2008 kl. 15:47
Þetta með Valgerði kemur nú ekki á óvart eins og með alla landsbyggðarráðherra. En hvert er nýsköpunarbatteríið?
Guðmundur Björn, 21.9.2008 kl. 20:43
Flottur pistill.
Guðrún Hulda, 25.9.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.