Blogg!

Jæja, þá er fyrirhuguð ferð á Klakann í "vinnufrí" 27.ágúst til 1.september eða svo. Fer eftir því hvort Iceland Express eigi pláss fyrir mig í síðdegisvélinni á sunnudeginum 30.ágúst.  Það er auðvitað ekki fyrir hvítan mann að rísa úr rekkju kl. 04 til að ná flug til Evrópu!  Þá er bara að athuga Icelandair og fá sig öppgreidaðann til Saga Class með vildarpunktum.

Á DR1 var ansi gott myndefni á ferðinni í kvöld.  Fræðslumynd um áróðursmeistara Hitlers, Göbbels.  Skemmtilega sett upp í dagbókarstíl.  Nokkrar stormræður Hitlers og Göbbels voru sýndar.  Næsta sunnudag verður Göring tekinn fyrir.   Alltaf gaman að sjá vel gert efni um geðveilu Nasista - en samt snilldargáfu, enda er mjög stutt á milli geðveiki og snilligáfu og er munurinn bara árangur.  Fræðslumyndinni var fylgt eftir með klassíker.  Per qualche dollaro in piú eða For a few dollars more.  Clint Eastwood og Lee van Cleef fara auðvitað á kostum í þessum klassíker.

Fékk nýjan síma um daginn.  Læsti óvart Motorola símanum mínum og ætlaði að fá 3G til að opna hann fyrir mig.  Fór í 3G búðina á Vesterbrogade 50.  Þar vinnur strákur einn sem er að vera heyrnarlaus.  Búðin liggur mjög nálægt götunni, og alltaf er opið út.  Mikill hávaði myndast við þetta - þá sérstaklega þegar sírenuvælið þeysist um götuna. Hann öskraði á mig allan tímann, án þess að átta sig á því að hljóðmengunin væri yfir hættumörkum. Hann sagði mér að fá nýjan og bauð mér einhvern síma sem mér leist ekki á.  Þá spurði hann hve mikið ég nota símann. Tja, 3-4þ DKK á mánuði.  Núnú....veldu þér síma - hann valdi að vísu Nokia 6500 Classic fyrir mig án þess að ég sagði nokkuð.  Víst rándýr sími með öllu draslinu sem ég hef engin not fyrir.

Það er orðið magnað hvað það eru margir aumkunarverðir bloggarar hérna á mbl.is.  Þá meina ég þá sem hafa ekkert annað að segja en að þeir sem eru ekki sammála þeim, séu bara fífl og fávitar.  Ef þú kemur Ísrael eða USA (Bush) til varnar þá ertu bara heimskingi.  Kemur ekki á óvart að allt eru þetta mannvitsbrekkur á öfga vinstrivængnum sem eiga margt ólært - eða munu aldrei læra neitt.

Af hverju fara vinstrimenn alltaf upp á há-céið þegar þeir eru ekki sammála? Af hverju kalla þeir alltaf það fólk fífl, fávita, idióta eða álíka nöfnum? Eru vinstrimenn yfirleitt þroskað fólk?  Vitibornir menn?  Eða er þetta bara hrætt og bælt fólk sem á erfitt heimafyrir?

Ég ætla samt að taka fram að tuð er bannað á þessari bloggsíðu - og þá sérstaklega frá vinstrimönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband