3.2.2008 | 22:25
SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!
Skellti mér á Playa de Amadores til foreldranna á föstudaginn. Endalaust 5 klst og 40 mín flug frá Kaupinháfn til Las Palmas + 15 mínúta seinkun frá Kastrup.
Verð til laugardagsins 9.febrúar - ef pláss leyfir í vélinni!?
Kom svo á Club Playa de Amadores, íbúðasamstæðuna þar sem Mútta og Sá Gamli hafa fjárfest í spænskri steypu sl. ár. Glæsilegar íbúðir, um 80-90fm með um 30fm svölum og einkasundpolli.
Mætti velvopnaður Tanqueray og Bombay Shappire gini og svo Talisker 18 ára - þar sem ég þóttist vita að Sá Gamli var að drekka Larios gin og eitthvað órithæft brandí frá Spáni. Sú varð raunin, enda karlinn í sjöunda himni núna.
Brillíant staðsetning, rétt við ströndina, útsýni yfir Atlantshafið í suður; friður og ró. Maður þarf ekki að fara niður á strönd, þar sem aðstaðan er öll á svölum íbúðarinnar. Framtíðarstaður fyrir familíu Eydda Mó og frú...og auðvitað góðra vina.
Frá Amadores strönd sést Tenerife í fjarska. Tignarlega eldfjallið El Teide gnæfir þar yfir enda 3.718 metrar að hæð. Sá Gamli vill meina að þetta sé í fyrsta skiptið í mörg ár, þar sem snjór er ekki á tindi fjallsins.
25°C hiti og brakandi sól allan tímann. Maður er þegar orðinn rauðbrúnn, og geri ráðfyrir mikilli rauðbrúnku þegar ég kem heim í Frederiksberg á laugardagskvöldið næsta.
Fórum yfir til Puerto Rico í dag. Ömurlegt. Alltof margir túrhestar með tilheyrandi skítalykt og viðbjóði en þar sem alltof margir túrhestar koma saman, þar eru oftast margir afríkunegrarnir, sem viljavera vinir manns og selja manni sólgleraugu, þrátt fyrir að þeim var ljóst að maður ber rándýr sólgleraugu fyrir augum. Þetta lið fer einstaklega í taugarnar á manni; ágengt og eltir mann uppi, hleypur svo í burtu eins og það á lífið að leysa þegar La Políca sést í 50m radíus. Sagði orð sem ekki eru ritbær við Múttu og Þann Gamla um skoðun mína á þessum lýð. Minnugur þess að ég eignaðist um 150 - 300 "vini" þegar ég var á Playa de Inglés í janúar 2001 með útskriftarhópi HA.
SPESÍAL PRÆS FOR JÚ MÆ FREND!
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff! Jæja þá kveikir maður bara ljósin er það ekki! Vona samt að fá góðan vetur í Köben - "snjóstorm" og læti á danska vísu.
Guðmundur Björn, 4.2.2008 kl. 21:26
Drífa sig í Mogán þar er snobbliðið!
Guðrún Hulda, 5.2.2008 kl. 12:54
Það rignir nóg upp í nefið á mér nú þegar!
Guðmundur Björn, 5.2.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.