Markvarslan skiptir öllu...ja fyrir Dani og sérstaklega Norðmenn!

Nú hef ég horft á leiki Danmerkur og Svíþjóðar í milliriðlunum.  Það er með ólíkindum hvað Norðmenn komast eitt áfram á stórkostlegri markvörslu Steinar Ege, hins 35 ára gamla markmanns FCK Kaupmannahöfn.  Bara í leiknum í gær gegn Póllandi varði hann 5 eða sex vítaköst. Norska liðið er annars ekkert sérstakt, hefur heimavöllinn með sér og er að nýta sér það.  Með ólíkindum gróft lið með mannvitsbrekku eins og Johnny Jensen innanborðs.  Annars er búið að útiloka frá leiknum gegn Slóveníu....nánast vegna heimsku.  Gunnar Pettersen landsliðsþjálfari fór nú eitthvað fínna í að útskýra það.

Nú eru Norðmenn að halda í Slóvena, vegna frábærar markvörslu Ege.  Já, markvarslan hefur greinilega sitt hvað að segja. 

Danirnir eru að toppa á réttum tíma.  Kasper Hvíti lokar markinu, en á móti kemur óaðfinnanlega spilamennska danska liðsins og svo eru þeir auðvitað með kolbrjálaðan Ulrik Wibæk á bekknum.

Danir eru orðnir langþreyttir á að hirða brons í EM og vilja minnst silfur...en það er jú ekkert gaman að vinna silfur - svo gullið er aktúellt!

Íslenska liðið stefnir bara niður á við á meðan við fáum ekki heimsklassa markmann eins og Ege eða Kasper Hvíta...ekki má gleyma Svensson sem vann leikinn fyrir Svía á móti okkur.  Höfum ekki átt slíkan markmann síðan Einar Markvarðar stóð á milli stangana.   


mbl.is Rétta vonandi úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband