Kominn tími á á blogga!

63871238.DvQV5iGeVar í Helsinki á Nordic Travel Fair Matka frá því á fimmtudaginn. Fór þangað sem kaupandi í leit að finnskum "kontöktum" upp á framtíðina fyrir innanlandsdeild okkar hjá Hekla Travel,  Come2 Scandinavia.  Kom víst einum degi of seint þar sem ég var víst VIP kaupandi, en það kom ekki að sök.  Sýningin var skilvirk fyrir mig og fyrirtækið og engum tíma sóað í innihaldslaust hjal.  Hitti svo fyrir þungavigtarmenn í ferðaþjónustunni á Íslandi, sem voru á bás Icelandair. 

Margt spennandi við Helsinki.  Þar mætir maður menningu vesturs og austurs.  Rússneskur blær er yfir borginni og góð stemmning.  "Stór"borg  en samt ekki t.d. eins og Stokkhólmur eða Kaupinháfn.  Eitthvað meira róandi og menningarlegt við hana - líka stutt til St. Pétursborgar sem án efa er einhver stórkostlegasta borg Evrópu.   

---

Kom heim í kvöld frá Helsinki.  Vinur minn benti mér á síðasta lið Silfur Egils frá því 13.janúar, en einhverja hluta vegna sá ég hann ekki.  Þar var Egill að tala við einhvern heimspeking (Viðar Þorsteinsson að mig minnir) sem hefur unnið það sér til frægðar að vera talsmaður íslam og ritstýrði bók um íslam.  Verð að segja eins og er, að aðra eins rassskellingu hef ég ekki séð í íslensku sjónvarpi síðan ég sá þáttinn frá 1985 þegar Milton Friedman tók sósíalstann Stefán Ólafsson og Óla Grís í nefið og kenndi þeim hagfræði á 50 mínútum.

Manni fannst eins og að Egill átti í fullu fangi að byrja ekki að hlægja, svo barnalegur og fáránlegur var málflutningur Viðars, enda fór hann strax í vörn og fór að bendla hægri öfgahyggju við allt þegar hann lenti í vandræðum.  Hann hljómaði eins og góður sósíalisti í málþurrð, en þá kemur nafn Sjálfstæðisflokksins eða Davíðs Oddssonar alltaf upp??

---

Nú eru það Kanaríeyjar 1.febrúar sem bíða ef allt gengur eftir. Löngu búinn að kaupa flugmiðann hjá Sterling og alles, og kannski á Frónið um Páskana?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband