3.12.2007 | 07:15
Neitað um einræði.
Íbúar Venesúela ætla sem betur fer ekki láta Krusty the Clown vaða endalaust yfir sig með sósíalískum einræðistilburðum.
Nú bíð ég bara eftir fréttum þess efnis að hann kenni George Bush persónulega um ósigur sinn og saki allt sem vestrænt er um kosningasvindl, sama hvernig hann fær það út.
Verður spennandi að sjá hvað hann gerir næst til að fá aukin völd.
Breytingum Chavez hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að Íslendingar geti verið svona fáfróðir. Þetta snýst ekki um hægri eða vinstri eða neitt því tengt. Þetta er þjóð sem hefur þá "potential" til að verða ein ríkasta þjóð heims. 3-5 stæðsta olíuríki heims var með gríðarlega háa prósentu undir fátæktamörkum en eftir að hann tók við stjórn lækkaði þessi tala margfallt. Það hljóta allir að sjá að hann sé að gera góða hluti fyrir landið og jákvæð kosning myndi aðeins þýða enn betri lífskilyrði og er það ekki það sem við viljum?
Heiðar S. Heiðarsson, 4.12.2007 kl. 18:33
Á ég að taka þessa athugasemd alvarlega? Gengur þú kannski í Che Guevara bol vikulega?
Það fer ekki framhjá neinum um að hann sé með einræðistilburði. Stjórnkerfið á Kúbu er hans sósíalíska útópía.
Ef þú ert að segja að hann sé að gera góða hluti fyrir landið, hvernig stendur þá á því að hann loki sjónvarpsstöð sem ekki er á hans bandi? Hann er kannski að gera ýmislegt gott fyrir fátæka, en hann er líka að reyna að koma í veg fyrir að andstæðingar sínir gagnrýni sig opinberlega.
Síðan voru sósíalistar á Íslandi að væla yfir því að Davíð Oddsson væri með einræðistilburði út af einhverjum fjölmiðlalögum. Húmbúkk!
Hvurslags vitleysa er þetta í þér eiginlega?
Er það lýðræðislegt að segja útlendingum nánast að þegja og tjá sig alls ekki um stjórnvöld opinberlega, ef þeir ætli sér að heimsækja Venesúela?
Hvernig er hægt að taka hann alvarlega, þegar hann vill stjórna landinu til æviloka og fá nánast einræðisvald yfir Seðlabanka landsins.
Fáfræðin virðist vera annarsstaðar Hreiðar minn.
Guðmundur Björn, 4.12.2007 kl. 20:28
Venesúela er svo nr. 7 yfir stærstu olíulindir heimsins. Þeir hafa samt vart "infrastrúktur" og tækni til að vinna olíuna sjálfir líkt og Mexíkóar t.d. Selja olíuna ódýrt til Bandaríkjana og kaupa hana svo aftur ódýrt.
Guðmundur Björn, 4.12.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.