Dönsk skattapólitík!

Nú keppast allir fjölmiðlar í Danmörku að spá og spekúlera í því hvort flokkarnir muni lækka skatta á fólk og fyrirtæki.  Skattprósentan er með ólíkindum og á engan hátt réttlætanleg fyrir nokkurn mann.  Hvað réttlætir 44% - 50% skatt á tekjur einstaklings? Síðan bætist topskat-urinn á í lokinn eða 15% af tekjum umfram ca. 3.6m ISK.

Í hinu íslenskættaða Nyhedsavisen er aðeins farið í gegnum þetta í dag. 

Radikal Venstre sem er social-liberal miðjuflokkur vill lækka toppprósentuna niður í 42%, sem verður að teljast talsvert og góð viðleitni.  Einnig vilja þeir afnema "bundskat" og "mellemskat" (einstaklega einfalt skattkerfiWoundering) og lækka hátekjuskattinn.  Skynsamlegar tillögur, en ekki nóg.

SF er módernískur sósíall.  Vilja minnka bilið á milli efnameiri og efnaminni (gömul fiðla); lækka tekjuskatt á hina lægst launuðu; afnema "bundskatten" og hækka persónuafsláttinn. Síðan vilja þeir hækka mörkin á hátekjuskatti, en afnema skattastoppið á eignaskatti og hækka fyrirtækjaskattinn.  Þetta verður ekki mjög vinsælt, enda í þveröfuga við það sem er verið að kalla mest á hérna.

Konservative (Íhaldið) vill lækka hátekjuskattinn svo að þeir hæst launuðu geta unnið meira.  Skynsamlegt, en ekkert meir??

Dansk Folkeparti er einhverskonar samsuða af félagshyggju, þjóðernishyggju og íhaldssemi.  Hafa verið sakaðir um popúlisma (kjörorð Samfylkingarinnar á Íslandi) og útlendingahatri.  Þau vilja ekki lækka skatta fyrr en sjúkrahús og stofnanir fyrir aldraða og aðra virki 100% - þá fyrst er hægt að lækka "botnskattinn", ekki fyrr!  Og þá einungis á þá lægst launuðustu eða veikustu eins og þau orða það.  Þetta er sem sagt dauðadæmd framtíðarsýn.

Venstre eða frjálslyndir, vilja lækka tekjuskatt á þá lægstlaunuðustu! Annars þora þeir ekki að segja neitt.  Popúlismi? GEISP!  

Ny Alliance er samsuða frjálslyndra, félagshyggjumanna og íhaldsmanna. Vilja gera skattakerfið hið danska það besta í heimi, sem getur séð fyrir heimsins besta velferðakerfi.  Afnema á botnskattinn og milliskattinn og lækka hátekjuskattinn.  FIÐLA!  Algerlega óraunhæft og illa útskýrt.

SósíaldemókratarÞetta er varla prenthæft en látum slag standa.  Vilja auðvitað ekki segja eitt eða neitt.  Boða bara velferð á velferð ofan sem kallar bara á skattahækkanir.  GEISP OG FIÐLA! 

Enhedslisten er samansafn gamalla kommúnista.  Þau vilja hækka fyrirtækjaskattinn og lækka skatt á alla nema þá "allra ríkustu"...sama hverjir þeir eru??  Með loðið og viðbjóðslegt! GEISPUM HÉR LÍKA! 

Þessi samantekt sínir einfaldlega að danskir stjórnmálaflokkar eiga í stökustu erfiðleikum að tjá sig á skýran hátt um skattkerfið og lækkun tekjuskatta.  Enginn kemur með hreint svar á borðið og stefnu.   

Já, Íslendingar búa við einfaldasta og besta skattkerfi Norðurlandanna, svo einfalt er það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband