8.7.2007 | 15:48
Viltu tryggja þig fyrir gjaldþroti flugfélags?
Ég fer til Finnlands nú í nóvember til að hitta þar fyrir finnskt vinafólk mitt og mexíkóska vini sem er að koma alla leið frá Mexíkóborg.
Var í gamni mínu að skoða fargjöld héðan frá Kaupinháfn til Helsinki, og að þessu sinni á síðunni www.kelkoo.dk. Finn ég þar hræbyrlegt flug (1.174 DKK) með Finnair til Helsinki á mjög svo hentugum tímum fyrir mig. Ég skoðaði nánar ferlið á síðunni og fór yfir á bókunarstigið þar sem maður gefur upp persónuupplýsingar og annað. Brá mér örlítið þegar ég sá að verðið var búið að hækka í 1.627 DKK. Skoðaði ég það nánar, en bjóst strax við að ég þyrfti að haka úr ferðatryggingu og forfallatryggingu. Jújú, það var auðvitað raunin, en viti menn, sat sat ekki enn ein tryggingin eftir sem ég hef aldrei séð áður á boðstólnum:
| |||
Ja tak! Jeg vil gerne tegne forsikring mod konkurs hos flyselskab. 75 DKK pr. Person. |
Já góðir hálsar, trygging gegn gjaldþroti flugfélagsi! Ekki er það flugfélagið sem setur þetta upp, heldur er það hlutlausa bókunarsíðan sem er að reyna drýgja tekjurnar.
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.