Á sunnanverðum Vestfjörðum sl. helgi!

Snæfellsnes - glacierSkellti mér á Patreksfjörð sl. helgi til vinafólks míns, Sverris og Nínu.  Ekki oft sem maður notar tækifærið og flýr rigningar í Kaupinháfn til að komast í sólina á Íslandi, en svo varð nú raunin sl. helgi.  Byrjaði á því að taka morgunflug Icelandair á fimmtudagsmorgun, sem verður að segjast að sé hið hentugasta flug fyrir Íslendinga búsetta í Kaupinháfn eða nærsveitum Kaupinháfnar.  Lentur á Fróni kl. 09:00 í blíðskaparveðri.  

Flogið á Bíldudal með flugfélaginu Erni á föstudagsmorgni í einstakri blíðu, en þessi mynd hér til hliðar var tekinn á leið þangað. (Snæfellsnes, Grundarfjörður og Snæfellsjökull).  Bara blíða og hiti á Bíldudal og Patró alla helgina, grillsteikur, viskí og koníaksdrykkja óhófleg.  Sverrir gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér að drekka embættismannadrykkinn Campari, og tókst kannski bara með ágætum.  Ekki var svo verra að hafa nokkra Cohibavindla meðferðis, sem þóttu einstaklega góðir eins og áður.

 Einstaklega góð helgi og mjög afslappandi.  Verst að vera mættur aftur í rigninguna í Kaupinháfn aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband