Alltaf dómsdagur í augum ASÍ?

ragnaroek2Nú kemur Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ fram í fjölmiðla og lýsir þungum áhyggjum yfir væntanlegu hækkandi atvinnuleysi á Íslandi.  Atvinnuleysi hefur nú ekki mælst mikið á Íslandi undanfarin ár eða um 1,3%, sem verður að teljast með ólíkindum lágt. ASÍ hefur ekki mikið tuðað yfir atvinnuleysisprósentunni, vegna þessa.   Á hinn bóginn hefur verðbólgan verið í hærra lagi, og Ólafur Darri og dómsdagssamstarfsmenn hans duglegir við að spá endalokum lífs á Jörðinni vegna "óstjórnar" í efnahagsmálum á Íslandi.

Nú er það þannig að sterkt samband er á milli verðbólgu og atvinnuleysis (kúrfa Filippusar).  Lág atvinnuleysisprósenta orsakast af mikilli þenslu og eftirspurn eftir vinnuafli m.a. fyrir austan.  Nú þegar það stórkostlega mannvirki er á lokastigi, er raunhæft að spá því að atvinnuleysi aukist þar sem ekki verður (væntanlega) jafnmikið að gera þar og áður.   Á móti kemur að verðbólgan mun örugglega lækka hratt.  3% atvinnuleysi og 2,5% verðbólga verður að teljast raunhæft og eðlilegt ástand í landi eins og Íslandi. Eða er það ekki? 

Eigum við ekki að leggja ASÍ niður og spara okkur fleiri dómsdagsspám?  Vil bara spara peninga og forða eyrum þjóðarinnar frá endalausu, næstum því innihaldslausu tuði! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband