13.6.2007 | 21:17
Hvað getur maður sagt skemmtilegt?
Fékk hringingu norðan af Íslandi nú rétt í þessu, þar sem kvartað var sáran yfir einstöku bloggleti mínu! Fór ég að velta því fyrir mér hvað skemmtilegt ég gæti sagt hér.
Jú, mikil hitabylgja hefur verið hér í Kaupmannahöfn síðastliðnu daga. 25°C til 30°C hiti og sólarmikið. Mánudagsveiki þurfti nú ekki að koma svo mikið á óvart hjá nokkrum starfsmönnum, þar sem það hlýtur að vera skelfilegt að fá kvef vegna hitabreytinga!?
Á laugardaginn, slúttuðum við vetrinum hjá IF Guðrúnu með veislu á Klubben á Enghavevej og mikilli öldrykkju langt fram á kvöld. Nú er bara að vera í efri helming deildar á komandi tímabili
Það er einhver gúrkutíð í gangi! Engar fréttir af trúðnum Chavez í Venezúela. Maður getur þó róað sig yfir því að ruglið í Vinstri-grænum ætlar engan endi að taka!
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.