17.5.2007 | 19:22
Bullið í Skallagrími!
Hvernig fær hann það út að eðlilegt sé að flokkur sem tapaði tveimur þingmönnum og rúmlega 4% í fylgi, ætti að fá stjórnarmyndunarumboð en ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er sigurvegari kosninganna og stærsti flokkur landsins.
Já, aumkunarverðari stjórnmálamaður finnst ekki á Íslandi nú um stundir. Bullið í honum nær engri átt, hann reynir eins og hann getur til að tala sig inn í ríkisstjórn.
Það verður gaman að sjá greyið og bullukollana í VG í stjórnarandstöðu aftur.
Það eitt er Íslandi til heilla.
Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilegt á þínum ummælum um menn og málefni að uppáhaldsdrykkurinn þinn er ekki úr þér rokinn eftir helgina.
Þorkell Sigurjónsson, 17.5.2007 kl. 20:22
Já það er aumkunarvert að sjá Steingrím þessa dagana vera að reyna að kjafta sig inn í ríkisstjórn, með þeim árangri að hann móðgar bæði Samfylkinguna og Framsókarmenn, nánast í sömu setningunni.
Og svo vill hann meina að eitthvert leynimakk hafi verið í gangi milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks af því að Ingibjörg og Geir töluðu saman í gær og eru í dag eftir hálftíma fund búin að koma sér saman um að ræða saman og athuga hvort þau geti komið sér saman um málefni!!! Tilboð um samstarf bæði frá Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími til Sjálfstæðisflokksins hafa ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hafa með umræðunni undanfarið og undarlegt ef Steingrímur hefur ekki tekið eftir þessum tilboðum, sérstaklega sínum eigin. Það ætti því öllum að vera augljóst eftir að Framsókn gat ekki treyst á sína eigin menn að vera samstíga (eins og berlega hefur komið í ljós í yfirlýsingum þeirra strax eftir kostningar áður en forystan bannaði þeim að tjá sig opinberlega) að Geir myndi tala við Ingibjörgu fyrst þar sem þar yrði meirihlutinn meiri og minna sem ber á milli. Ég bara spyr, ef Framsókn hefði ljáð máls á tillögu Steingríms um að vera áhrifalaus varnaraðili minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, hefði þá ekki verið um sama leynimakkið að ræða og Steingrímur vill meina að hafa verið milli Ingibjargar og Geirs???
Sumir aðilar eru bara svo veruleikafyrrtir að þeir sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Sigurður Geirsson, 17.5.2007 kl. 20:40
Mjög góður drykkur og fer einstaklega vel ofan í maga!!
Guðmundur Björn, 17.5.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.