29.4.2007 | 21:14
Að vera skráður á póstlista VG er _ _ _ !
Fyrir skemmstu skráði illa innrættur vinur minn, mig inn á póstlista einhvers stjórnmálaafls á Íslandi sem kennir sig við slúðurblaðið Verdens Gang (VG) í Noregi. Saup ég kveljur þegar ég byrjaði allt í einu að fá póst frá þessum aðilum, sem ég hafði alls engan áhuga á. Ýtti ég á "afskrá af póstlista" í góðri trú um að ég og Hive yrði ekki trufluð aftur með svona pósti. Daginn eftir fæ ég svo annan póst frá þeim, póst sem fékk mig til að taka fram Vúdú-dúkkuna góðu af þessum annars illa innrætta "vini".
Hringi ég þá í eitthvað númer sem birtist í póstinum og bið "mjög fallega" að vera fjarlægður hið snarasta af þessum lista, þar sem framtíð og æra gætu verið í hættu. Þremur dögum síðar fæ ég póst þess efnis að ég hafi verið afmáður af póstlistanum þeirra.
Veisla var sleginn upp hér í Kaupinháfn, og belja af Tempranillo gerðinni frá 2005 keypt á 99 DKK í Rema 1000.
Ég hef annars fyrirgefið þessum einstaklega illa innrætta vini, fyrir þenna illa leik.
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.