Færsluflokkur: Enski boltinn

Í Liverpool um helgina!

The KopÞá er maður kominn heim frá London eftir mjög svo góða ferð til Englands og Liverpool, þar sem leikur Liverpool og Everton var hápunkturinn.  Mættum til London á laugardagsmorgun og tókum svo lest til Liverpool.  Flogið var með British Airways til TERMINAL 5 á Heathrow.  Eftir fljótt tékk út, tókum við Heathrow Express til Paddington Station.  Eftir að hafa klórað okkur vandlega í hausnum yfir Metroyfirlitskortinu (sem er í fyrstu algerlega óskiljanlegt), var haldið til Euston Square þar sem lestin til Liverpool fer frá.   GBP 66 fyrir London-Liverpool-London.  Komum til Liverpoolborgar eftir þriggja tíma ferðalag og tékkuðum inn á International Inn á South Hunter Street, en við höfðum pantað fína íbúð fyrir GBP 70 á mann í tvær nætur.  Fluttum okkur að vísu í hótelherbergi, þar sem eitthvað hafði

pöntun okkar ruglast þar sem við fengum ekki twin herbergi og búið var að stela sjónvarpinu úr íbúðinni.  Á leikdegi var haldið snemma af stað til Anfield, eða 5 tímum fyrir leik.  Var setið á The Park alllengi og stemmingin fengin í beint í æð.  Mjög mikið um Norðmenn og Íslendinga...og einhverjir Danir.  Svo hófst leikurinn - eftir að YNWA hafði verið kyrjaður út í eitt!  Sátum á langhliðinni fjarri The Kop og heyrðum eiginlega of mikið í stuðningsmönnum Everton...en hvað um það, þetta voru bara "örfáar" hræður.  Torres þaggaði fljótlega niður í þeim með marki á 7. mínútu!  Leikurinn í heild var allt í lagi, en síðari hálfleikur verður seint talinn til betri hálfleika í enskri knattspyrnu, bara

svona dæmigerður derbyleikur síðustu 45 mínúturnar.  Sætin á Anfield verða líka seint talin til þeirra þægilegustu, en leigubílsstjóri einn sagði okkur að þetta væri nú bara standardinn á enskum völlum.  Annar leigubílstjóri sem var stuðningsmaður Everton sagði líka að þar sem þetta var fyrsti leikur okkar, þá gætum við ekki valið betri leik.  Stemmningin væri rafmögnuð - sem hún var!     Því miður gátum við ekki skoðaða leikvanginn þar allt var fullbókað á þeim tíma sem hentaði okkur, þannig að brunað var til London snemma dags.  Mættum svo tímanlega til Terminal 5 á Heathrow til að athuga hvort allt væri ekki með felldu, en maður heyrði bara martraðarsögur um helgina um British Airways!  Engin vandmál, flott flugstöð og frábært flugfélag!  Mæli með British Airways!

 


Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband