Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bara snilld

Sé fyrir mér Davíðshatara lesa þetta bréf og gjörsamlega sturlast af bræði.   Svarbréfið hjá honum er mjög gott og fróðlegt verður að sjá hvað Jóhanna gerir, hún hefur misstigið sig illilega í ferlinu finnst mér.   Það er ljóst að hann á ekki að víkja á faglegu nótunum, það er bara vegna þess að hann heitir Davíð Oddsson er Sjálfstæðismaður og hataður af 50% þjóðarinnar. Popúlismi??

Ég vil svo minna fólk á það að það er JARÐFRÆÐINGUR sem er fjármálaráðherra landsins og flugfreyja sem er forsætisráðherra.  Það er ekki verið að tala mikið um það, en að vera dýralæknir og ráðherra var bara fáránlegt og skömm!

Síðan var frostavetrinum 1918 Davíð Oddssyni að kenna og hérna rafmagnsleysinu í Kópavoginum 1981 sem stóð yfir í um 20 mínútur.  Ég er með heimildir fyrir!Wink


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólar í Hjaltadal

Fyrsti laugardagurinn á Hólum í Hjaltadal mætti með heiðskíru og kulda.  Skrapp í smágöngutúr til að skoða mig um með myndavélina að vopni.

holar_i_hjaltadal_februar_026x_785391.jpg

 


Skagafjörður

Jæja, þá er maður loksins kominn á Hóla og búinn að fá búslóðina og alles.  Nýji ísskápurinn reyndist svo gallaður - húmbúkk!!  Heimilistæki hf. redda því.  

Íslenskt verðlag er gott, sanngjarnt og bætandi.  Handsápa 250 ml kostar aðeins 789 kr. í KS (Kaupfélagi Skagfirðinga); það er bara sanngjarnt verð.Wink

Það fæst hið minnsta hrossaket í Kaupfélagi Skagfirðinga á góðu verði.  Það get ég vottað hér og nú!

Velkominn í sveitina! 


Hvalkjöt á diskinn minn!

Maður hlýtur að fagna ákvörðuninni um að leyfa hvalveiðar næstu árin.  Þetta væl ferðaþjónustunnar um að þetta eyðileggi fyrir sér er innihaldslaust og heimskt.  Í mörg ár hefur því verið haldið fram af umhverfisfasistum erlendis frá, honum þarna karli á Húsavík og VG að hvalveiðar gefi minna en hvalaskoðun.  Það er bara rangt.  Hvalkjöt eykur úrvalið í verslunum og færir landanum ódýrari kjötvöru.  Hvalkjötið er hið besta kjöt ef rétt er eldað. 

Flest öll hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi eru og hafa alltaf verið á kúpinni.  Ef endar eiga að nást saman og einhver framlegð að vera, þá geri ég ráð fyrir að ferð fyrir einstakling þurfi að kosta um 10.000 ISK.  Það er að vísu ekki dýrt fyrir útlendinginn núna, en fyrir hallæri hefði verðið verið rán um hábjartan dag.

Lúmskt af EKG að gera þetta og setja væntanlegri komandi ríkisstjórn í smá bobba ef hún vill afnema þetta.  Addi Kiddi Gau og Framsókn munu aldrei styðja það.  Það hlýtur samt meirihluti þjóðarinnar að vera sáttur við þessa ákvörðun....nema kannski grænmetisætur og kannski 101 rottur á Kaffi Sólón?

 


Verður Spaugstofan áfram öflugasta stjórnarandstaðan?

Ég hef skrifað um það áður, um að forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, hafi sagt um árið í jeppaferð um Landmannalaugar og Veiðivötn, þegar staðið var við varðeld og drukkið, að öflugasta stjórnarandstaðan væri Spaugstofan.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort meðlimir Spaugstofunnar séu og hafa verið í pólitískum áróðri eða í fagmannlegum gamanleik allt sitt líf.Errm


People's Front of Judea

Landsmenn gegn ríkisstjórninni, Iceland-Calling og Nýir Tímar.

Þetta hljómar eins og úr stórverkinu Life of Brian frá Monthy Python. LoL


Hugsjónalausir mótmælendur með grjót.

Mótmælendur í Kaupmannahöfn sem voru að mótmæla lokun félagsheimili þeirra höfðu mikla samúð í fyrstu á meðal almennings.  Hún hvarf skjótt þegar þeir fóru að brenna bíla, kasta brúarsteinum í lögregluna og eyðileggja muni í eigu almennings. 

Nú er það sama að gerast á Íslandi, nema hvað þeir eru að eyðileggja fyrir friðsömum mótmælendum líka.  Löggan í Rvík mætti nota miklu drastískari aðferðir til að takast á við þessa atvinnumótmælendur.


Innihaldslaust væl

Einhver kona sem var meðal viðmælenda á Austurvelli í dag er ein af þeim ellefu þúsund og eitthvað sem eru atvinnulaus í dag.  Þess vegna þurfum við kosningar segir hún. 

Einmitt!!  Eins og kosningar muni búa til starf handa henni. Fólk þarf aðeins að hugsa áður en það talar - en hún var greinilega svona stolt að fá að ávarpa "leyniþing" Vinstri-Grænna á Austurvelli í dag! Wink


Så godt som hjemme!

Gott viðtal við Uffe-Ellemann Jensen í kvöld.  Læt fylgja góða auglýsingu frá SAS í kjölfarið! En, líka það að ég er svo sem så godt som hjemme!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband