10.5.2007 | 10:42
Naser Khader og Ny Alliance í Danmörku
Nú þegar Naser Khader klauf sig úr Radikal Venstre og stofnaði nýjan flokk, Ny Alliance hér í Danmörku, hafa fjölmiðlar lítið fjallað um annað. Þarf það nú ekki mikið á óvart. Ny Alliance ætlar að vera einhverskonar miðjumoðsflokkur miðað við það sem kemur fram á heimasíðu þeirra.
Nú í gær var hringt í mig frá einhverju fyrirtæki sem hefur það að atvinnu að skoðanakannast. Kom það mér dálítið á óvart, þar sem ég má ekki kjósa hér í DK í alþingiskosningum og ekki er ég með ríkisborgararétt hér í DK. Maður spyr sig þá, hver er áreiðanleiki skoðanakannana hér í DK ef það er bara hringt handahófskennt í fólk, óháð því hvort það séu með ríkisborgara- eða kosningarrétt, í því landi sem það er búsett? Ekki getur verið að könnunin gefi rétta mynd af málunum, er það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 06:18
Snilldarmyndband!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 21:55
"Dvergakastið góða"
Alltaf gaman að sjá gömul skaup og sérstaklega Skaupið frá 2001. Dvergakastið stendur þar upp úr og auðvitað Mr.Soprano. Enn, sex árum eftir þessi "tæknilegu mistökum" Mr. Soprano eru vinstrimenn að tuða um þetta sem eitthvað kosningarmál...og Falun Gong. Sýnir þetta ekki málefnaþurrðina í þeim?
Um dvergakastið, þá fannst SJS það standa upp úr, en honum fannst líka hann og öðrum vinstrimönnum gerðir ansi litlir i Skaupinu sem var auðvitað raunin.
Þetta Skaup sýnir líka í hnotskurn hve fordæmisfullir Íslendingar geta verið, þegar Mr.Soprano var kennt um allt og ekkert. Veit ekki hve margir áttuðu sig á því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 20:00
Rjómablíða í Kaupinháfn um helgina!
Tók þess mynd á föstudaginn, þegar ég fór niður á Nyhavn með félaga mínum til þess eins að taka myndir og fá mér öl! Íslenskur prís í Nyhavn 55 DKK fyrir ölið!
Carls Special af krana drukkinn ískaldur. Eðalöl sem fæst ekki á Klakanum.
Sólbarinn er maður eftir setuna með ölið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 21:26
Hereford Beefstouw í Kaupmannahöfn!
Bara snilld! Fór á Hereford Beefstouw með Byggðastofnunar-Magga vini mínum í kvöld! Að sjálfsögðu blæddi hann!
Dýrindis rauðvín drukkið með 300gr Sirloin steik og bakaðri kartöflu. SLEF!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 15:57
Raunverulegt skatthlutfall tekjuflokka!
Það eru ekki allir sem átta sig á hve mikinn skatt þeir raunverulega greiða. Ég tók því saman þessa töflu sem sýnir það, að fólk með t.d. 150.000 kr. í mánaðarlaun greiðir bara 17% tekjuskatt á meðan fólk með 500.000 kr. í mánaðarlaun greiða 32%. Er þetta mikil skattbyrði fyrir tekjulágt fólk? Persónuafslátturinn hefur auðvitað minni áhrif fyrir þá sem eru tekjuháir.
Er ekki allur jöfnuðurinn sem umhverfisfasistarnir eru alltaf að tuða um í töflunni? Tekjuháir greiða meiri skatt en tekjulágir!! Svo einfalt er málið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 21:45
Mugabe Suður-Ameríku!
Þessi maður er auðvitað bara glæsimenni. Lífgar upp á sósíalískan viðbjóð og gerir hann broslegan. Hann og Mugabe eru örugglega óskilgetnir tvíburarbræður.
Ef Chavez væri ekki, þá myndum við kannski gleyma því hve öfgasósíalismi getur verið hættulegur!
Chavez hótar að þjóðnýta banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er tekið af Börsen í Danmörku en birt fyrst í Dagens Næringsliv í Noregi.
Den norske nationalfølelse er under hårdt angreb, endda fra en tidligere statsborger. Det er John Fredriksen, der er blevet alvorligt træt af den norske mentalitet.
"Norge er det eneste sted i verden, hvor der er problemer for mig. Det er misundelse og jantelov. Det har kostet alt for mange kræfter. Jeg er glad for det land, hvor jeg er født, men jeg er færdig med Norge som forretningsland," siger han til den norske netavis dn.no.
En stor del af hans ophidselse skyldes ifølge dn.no en rækker bøder, som Frederiksen fik i forbindelse med opkøbet af selskabet Eastern Drilling. Men også investeringsmiljøet er han færdig med.
Han vurderer, at Norge fuldstændigt har udspillet rollen som shippingland på grund af skattesystemet.
For et år siden fik Fredriksen nok af det norske skattesystem, indleverede sit norske pas og bosatte sig på Cypern.
Er þetta sem koma skal á Íslandi, ef Ömmi og Jarpur komast til valda? Já, líklega! Við höfum að vísu ekki Janteloven (hægt að lesa í eldri færslu) á Íslandi en þeir bræður lesa þau örugglega fyrir svefninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 20:16
"Þetta eru gögn frá ASÍ"
Var að horfa á þennan borgarafund á RÚV um skattamálin. Með eindæmum að þáttastjórnandi vitnar bara í tölur ASÍ sem, síðast þegar ég vissi, voru í eldheitri kosninga- og áróðursherferð fyrir sósíalista og umhverfisfasista. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ er svo þekktur fyrir sínar dómsdagsspár um efnahag Íslands, sem komast á framfæri á mánaðarfresti í sjónvarpinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 20:38
Milan verður það!
Milan verður fórnarlambið i Aþenu í lok maí. Öruggur sigur á júnæted staðreynd og bara aldrei spurning eiginlega hvert stefndi. Ég verð nú að segja það, ég sem einstakur júnætedhatari, að ég hef aldrei...já aldrei séð júnæted spila svona skelfilega illa. Allt fór í skapið á þeim, virtist vera að þeir bjuggust við aukaspyrnu í hvert skipti sem þeir duttu? Ég hélt að þetta væri eiginleiki ítalskra liða?
En hvað um það. Við Liverpoolmenn munum halda heiðri enskra liða á lofti í Aþenu og koma með dolluna heim til Liverpoolborgar í sjötta skiptið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
GBE
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar