Ævintýraferð á hálendinu

punda_ur_dekkjunum_828536.jpgFór í mikla ævintýraferð á fimmtudagsmorguninn með björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi og Varmahlíð.  Keyrt var frá Varmahlíð austur eftir þjóðveginum, inn á Kjalveg og svo í suður á Hveravelli. Sól og blíða var á leiðinni þangað.  Sóðaskapurinn var með ólíkindum á Hvervöllum.  Traðkaðar bjórdósir, timbur og allskyns drasl á víð og dreif.    Frá Hveravöllum var svo keyrt í átt að Kerlingarfjöllum en áfangastaðurinn var skálinn í Setri.  Ekki fengum við að njóta útsýnisins norðan við Kerlingafjöll þar sem það gerði smá muggu.  Birti þó til þegar komið var framhjá Illahrauni. 

Haldið var svo í átt að Nýadal frá Setri suður fyrir Hofssjökul.  Á leið þangað var komið stutt við í flottum skála við Þúfuvötn.  Keyrt var upp með Kvíslavatni og svo austur í Nýadal.  Ekki var búin að vera mikil umferð á þessum slóðum eins og jafnan er á þessum tíma.  Ein bíll í Setri og sáum svo þrjá bíla á leiðinni frá Setri í Nýadal.  Það var allt og sumt.  

hveravellir_-_laugafell_april_2009_087.jpgFrá Nýadal var svo ákveðið að halda heim á leið með viðkomu í Laugafellsskála, en þar ætluðu snjósleðateymi úr björgunarsveitinni í Varmahlíð að vera.  Frá Nýadal yfir í Laugafellsskála er um 31km, eða miðað við aksturinn á okkur svona rétt undir klukkustund.  Þegar búið að var að keyra um 10 km frá Nýadal lentu við í smá óhappi sem tafði förinna ansi mikið, en að lokum gerði hana bara safaríkari og meira ævintýri.   Komið var í Laugafell milli níu og tíu og dvalið þar til morguns, en þá var lagt af stað til byggða.  Snjóalög voru ekki mikil en tafði okkur þó, þar sem pundað var í dekkinn. Komum við svo á Hóla í Hjaltadal um kl. 08:30 eða 24 tímum seinna.  hveravellir_-_laugafell_april_2009_001.jpgÉg rankaði við mér um fimmleytið um síðdegið þegar brósi hringdi, en hann var að leika sér á skíðum á Tindastóli þann sama dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 545

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband