Á Klakanum

Er nú staddur á Klakanum þar sem ég mun taka þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldinn verður 15.september til 17.september.  Ég kvaddi Kaupinháfn á föstudagskvöldið í skítakulda og roki - ljóst að haustið er komið til Danmerkur.  Ísland tók við mér með rigningu og týpískum velkominnvindi. Síðan er búið að rigna meira og blása meira.  Horfði á Liverpool flengja júnæted hjá félaga Púlara Hr. Sett og bankamanninum The Sideliner sem er júnætedmaður.  Yfirspilun!

Djamm á föstudagskvöldið.  Mjög góð og sanngjörn verð á börunum og sérstök ánægja að borga um 2.500 ISK fyrir leigubíl úr miðbænum í Salahverfið í Kópavogi þar sem ég gisti á Hótel Mömmu *****.  Það eina sem er jákvætt við að greiða fyrir þetta næstumþvíokur er það að gengið er jákvætt fyrir mig.

Meira segja á Sá Gamli Tanqueray í skápnum sem verður að segjast vera framför þar sem glundrið Bífeter og Gordons hefur einokað ginskápinn hingað til. Nú er það eitt eftir að kenna honum að drekka G&T með limesneið líka!

Hélt mér svo þurrum á laugardagskvöldið en fór samt til Apótekarans um seint um kvöldið til að hitta Hr. Sett og félaga. The Sideliner var með í för.  Hr. Sett blæddi Mojito á línuna (fyrir utan bindindismanninn).  5 x 1.700 = 8.500 ISK. Bærilegt og sanngjarnt verð. 

Punktur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GBE

Höfundur

Guðmundur Björn
Guðmundur Björn
Det kan godt være, at jeg ikke ved alt – men det er sjældent, at jeg møder nogen, der ved mere.

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...029_1011402
  • ...arfa_adalur
  • ..._092_866238
  • ...yazd_092
  • ...ined_866039

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband